Feykir


Feykir - 18.12.2002, Blaðsíða 3

Feykir - 18.12.2002, Blaðsíða 3
44/2002 FEYKIR 3 Knapamerki til hestanáms nema S1 fimmtudagskvöld fór ffam í reiðhöllinni á Svaðastöð- um athöfn þar sem nemendum á hestanámsbraut FNV var af- hent knapamerki að loknu þriðja stigi af fimm stigum mögulegum sem boðið verður upp á í stigskiptu námi í hesta- mennsku við Fjölbrautaskól- ann. Níu nemendur eru á reið- kennslubrautinni, en námið hófst á haustdögum, eftir að undirbúningur hafði staðið í nokkum tíma. Samningur um mánið var undirritaður á vor- dögum 2000 milli Hólaskóla, Fjölbrautaskólans og Hestamið- stöðvar íslands. FNV er fyrsti ffamhalds- skólinn í landinu sem býðurupp á stigskipt nám í hestamennsku. Námsefnið sem lagt er til gmndvallar er að hluta skrifað ffá grunni en aðrir hlutar þýddir úr erlendu hliðstæðu efni. Fjögur fyrstu stig efnisins em tilbúin en hið fimmta og síðasta á lokastigi. Efnisvinnsla og um- búnaður hefúr verið í hendi Huldu Gústavsdóttur, Herdísar Reynisdóttur og Péturs Behrens. Hulda Gústvsdóttur sem hefúr umsjón með verkefninu „Átak í hestamennsku" líkti uppbygginu námsins við það að á hestabrautinni á Hólum væri „þakið“ á hestamennskunám- inu en í FNV gmnnurinn og veggimir. Hulda og Ingimar Ingimarsson aðalkennari við hestanámsbraut FNV létu í ljósi þá ósk að námið ætti effir að ná til fleiri skóla í landinu, og þess njóta ekki aðeins framhalds- skólanemar heldur einnig fúll- orðið fólk. Jón F. Hjartarson skólameist- ari sagði að það væri ánægjulegt Við messu í Sauðárkrókskirku sl. sunnudagskvöld var minnst 110 ára afmælis kirkjunnar. Séra Fjölnir Ásbjörnsson flutti söguágrip ásamt prédikun sinni og söngvar- arnir Ásgeir Eiríksson og Svana Berglind Karlsdóttir sungu með kirkjukórnum. Hér syngja þau Ave maría. Hulda Gústavsdóttir frá „Átaki í hestamennsku, Jón F. Hjartarson skólameistari og Ingimar Ingimarsson kennari á námsbrautinni í hestamennskunni við Fjölbrautaskólann. Nemendurnir á hestanámsbrautinni ásamt kennara sínum Ingimar. Ingimarssyni. Frá vinstri: Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir, Jón Kolbeinn Jónsson, Heiðrún Ósk Eymundsdótt- ir, Inga Dóra Ingimarsdóttir, Hafdís Einarsdóttir, Guðrún H. Kristjánsdóttir, Ingimar Ingi- marsson, Björn Jóhann Steinarsson, Fannney Dögg Indriðadóttir og Atli Freyr Kolbeinsson. að skólinn gæti komið til móts við þarfir nemenda sinna, þannig að þeir gætu ræktað á- hugamál sín í námi í skólanum. „Þetta er rnjög fróðlegt og skemmtilegt nám, en jafhffamt mjög krefjandi, sérstaklega þeg- ar kom að þriðja stiginu. Tíma- pressan var mjög mikil. náms- efnið í verklega náminu mikið miðað við þann tíma sem við höfðum. Þetta fannst okkur öll- um, þó að við séum öll þrælvön hestum. Þessi undirbúningur á áreiðanlega eftir að reynast vel“, sagði Hafdís Einarsdóttir einn áttmenninganna sem fékk knapamerkin afhent. Aldan stéttarfélag færir félögtun sínuni Skagíirðmgum öllum og nágrönnum bestu óskir tun Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.