Feykir


Feykir - 18.12.2002, Page 4

Feykir - 18.12.2002, Page 4
4 FEYKIR 44/2002 Snjósleði til sölu! Til sölu er Polaris snjósleði, Inby Touring 600 cc, árgerö 1998, ca 90 hö, ekinn 1300 ínílur í góðri meðferð. Sleðinn er með tvöföldu sæti og stillanlegri íjöðrun. Afburða sleði. Nán;iri upplýsingar gefur Ágúst Guðmundsson í síma 453 5900 og 894 4650. Jólatónleikar Kammer- kórs Skagafjarðar Föstudaginn 20. des. mun Skagfirski Kammerkórinn halda tónleika í Hóladómkirkju kl. 21.00. Á dagskrá verða lög og sálmar tengd jólum og aðventu. Kórinn hefur nokkrum sinnum áður haldið tónleika á jólum eða aðventu, hafa þeir verið vel sóttir og fólk notið þess að setjast niður í amstri dagsins og undirbúa andann fyrir komu jólanna. Nýr stjórnandi kórsins er Pál Barna Szabo og kynnir er séra Dalla Þórðardóttir, en hún hefur verið kynnir hjá kómum frá upphafi. Hefur hún tekið saman ýmsan fróðleik um höfundana sem hún flytur milli laga. Er það von kórfélaga að sem flestir sjái sér fært að mæta og njóta kvöldsins, segir í tilkynningu frá Kammerkómum. Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki l/omuitnln- S71 ?Q7_?/?Q Eftirtaldir sérfræðingar verða með móttöku á stofnuninni í janúar: Tímapantanir í síma 455-4000 07.01 - 10.01 Anna Helgadóttir, kvensjúkdómalæknir 13.01- 17.01 Sigurður Albertsson, skurðlæknir 20.01 - 24.01 Hafsteinn Guðjónsson, þvagfæraskurðlæknir Karlakórinn Heimir óskar Skagfirðingum og öðrum velunnurum gleðilegrajóla ogfarsœls komandi árs. Þökknm frábœrar viðtökir á tónleikum kórsins á árinu. Við minnum áþrettándafagnað kórsins sem haldinn verður íMiðgarði, laugardaginn 4. janúr kl. 21.00 Söngur skemmtiatriði og dans. Hljómsveit Geirmundar leikurfrir dansi. Heimisfélagar Keirnir út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Áskriftarverð 190 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.