Feykir


Feykir - 18.12.2002, Blaðsíða 6

Feykir - 18.12.2002, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 44/2002 Á braut friðar og réttlætis Jólin koma til okkar í svartasta skammdeginu, rétt um það leyti sem sólargangur er styttstur á árinu. Ljós og boð- skapur jólanna hjálpar okkur til að bægja myrkrinu frá einmitt þegar það er svartast og þegar jólahátíðinni er lokið fer daginn smám saman að lengja og líða fer að hinu langþráða vori. íslendingum verður oft tíðrætt um veðrið og ekki er hægt að segja að veðrið á aðventunni hafi verið sérstaklega jólalegt, það sem af er vetri hafa fáir þurft að ösla skafla með rautt nef og kald- ar tær. Haustið og veturinn hefur verið okkur auðvelt veðurfars- lega séð. Jólasnjórinn lætur bíða eftir sér, þessi hvíti, mjúki en kaldi feldur sem gjarnan þekur allt um þetta leyti árs. Börnin óska þess sjálfsagt að brátt fari að snjóa en hinir fullorðnu eru flestir fegnir meðan þeir þurfa ekki að grafa sig út úr húsunum og skafa af bílunum. Kannske að jólin í ár hér á Norðurlandi verði rauð en ekki hvít, það væri líka ágæt tilbreyting. Svo margt hefur líka breyst varðandi helgihald jólanna á síð- ustu áratugum og það helst í hendur við bættan hag þjóðar- innar, umgjörð jólanna er sífellt að verða veglegri, innihaldið er samt sem áður það sama. Inntak jólanna og tilgangur er að fagna fæðingu frelsarans, fagna þeim undarlega og í raun óskiljanlega atburði að Guð sjálfur skildi fæðast sem lítið bam í Betlehem, þetta bam eigum við að taka að okkur og næra í bijósti okkar, það er hið raunverulega inntak jólahátíðarinnar Jólin em fæðingarhátíð frels- arans, sem kom til þess að leiða mannkyn frá myrkri til ljóss, á braut réttlætis og friðar - frá dauða til lífs. Já svo elskaði Guð heiminn að hann gaf okkur son sinn. Jólahátíðin boðar það að Guð hefúr ekki sleppt hendi sinni af okkur. Hann vitjar okk- ar stöðugt á ný því Kristur er ei- lífúr og stöðugt nærri. Hann er hér og á erindi við okkur, tjáir okkur elsku sína, von og lausn. Um jólin leggjum við gjaman mikið á okkur til að gleðja aðra, veislur eru haldnar, jólakort em send og kveðjur, sjúkir og bág- staddir fá sérstaka athygli og ýmsum söínunum er lagt lið. Jól- in leysa úr læðingi jákvæða orku kærleikans. Jólin boða einnig ffið, raun- vemlegan frið, ffið á jörðu og sátt á meðal manna. Boðskapur jólanna fjallar um það hvernig við getum gert heiminn að betri stað þar sem trúin, vonin og kær- leikurinn eiga heima. Boðskap jólanna er ætlað að breyta þess- um heimi. Verkin sem okkur er ætlað að vinna em mörg og stór vegna þess að við berum ábyrgð hvert á öðm og náunga okkar hvar í heimi sem er. Kristnin snýst ekki aðeins um himininn ffamundan heldur lífið sem við lifúm hér og nú. Kristur gerði öllum gott og græddi alla sem til hans leituðu. Að fylgja Kristi er að gera það sama, vera öðmm til blessunar, lifa öðrum ffemur en sjálfúm sér. Að fylgja Kristi er að standa vörð um lífið, um samfélag fólks í landinu, rétt- lætið og allt sem gott er. Frelsari okkar sem fæddist á jólum, lifði og dó í nafúi kærleik- ans og reis upp í dýrð, er með okkur í öllum okkar verkefnum, hver sem við emm og hvert sem við förum. Hann fer fyrir okkur og styður allt gott sem við ger- um. Hann sfyður okkur með því að næra okkur og sfyrkja í lífs- baráttunni. Það gerir hann ekki hvað síst í starfi kirkjunnar þar sem orð hans er boðað og sakra- menti hans höfö um hönd. Hann er með okkur í verki og mun leiða allt líf að eilífú markmiði sínu, reisa það upp og gjöra heilt og skapa nýjan himinn og nýja jörð. Guð gefi okkur öllum gleði- legjól. Sr. Fjölnir Asbjömsson. Sendum viðskiptavinum okkar bestu kveðjur um Gleðileg jól $$ Brasscri • Bar og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu Sendum starfsfólki okkar og viðskiptavinum bestu óskir um Gleöileg jól gott og farsœlt nýár WW Þökkum góðar viðtökur á árinu sem er að líða

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.