Feykir


Feykir - 18.12.2002, Qupperneq 9

Feykir - 18.12.2002, Qupperneq 9
44/2002 FEYKIR 9 Myndirnar allar ljúfar og á gleðilegum nótum Brot úr hugleiðingu á aðventukvöldi í Sauðárkrókskirkju með smá viðbót Sauðárkrókskirkja hefiir nú verið vettvangur hins gleðilega boðskapar, fagnaðarerindisins í 110 ár. Hér er hún í miðju samfélagsins og hluti af lífi þess. Hjartað og sálin með sérstökum hætti. í upphafi var kirkjubyggingin hluti af sköpun sjálfsmyndar fyrir hið unga bæjarfélag undir Nöfúnum. Og enn og ávallt hefúr kirkjan gegnt því hlutverki sínu í miðju samfélagsins. Þess er minnst og það þakkað á öllum tímamótum. Nýir prestar taka við og nýtt fólk bætist við sem vinnur fyrir kirkjuna og leggur gott ffarn úr góðum sjóði hjartans. Þeim óska ég alls hins besta. Það var mér sérstakt gleðiefni að vera vígsluvottur séra Fjölnis Ás- bjömssonar í Dómkirkjunni í haust, eins og séra Guðbjargar áður. Eg fermdi Fjölni, að mér finnst fyrir fáeinum árum, og það er dálitið gaman að segja ykkur ffá því að þar sem hempan hans var ekki tilbúin í haust lánaði ég honum görnlu hempuna mína, einmitt þá flík sem ég stóð hér í þegar ég fenndi hann forðum daga. Jól í nánd Þegar ég byijaði prestsskap breyttust jólin mín. Desembermánuður varð allur annar en fyrr. Með nýjum hætti gekk ég inn í skemmtilegan heim aðventunnar. Jólaundirbúningurinn tók að snúast fyrst og ffemst um innihald hátíðarinnar ffamundan. Þessar vikur ársins einkennast af glaðværð og eftirvæntingu. Ekkert annað tímabil ársins er þessu líkt þar sem undir- búningur jóla og jólin sjálf eru einstök í tilveru okkar. í kirkjum og skólum og á heimilum eru æfðir söngvar og helgileikir, iðkað jólaföndur og allt þetta sem þykir til hlýða fyrir jólin. Hugmyndir um það hvað fjölskyldan geti gert í sameiningu verða miklu fleiri en venjulega. Á dögunum heyrði ég verslunar- menn tala um að ekki væri kannski svo mikið keypt fyrst í stað en ösin byijaði með aðventunni. Fólk væri að hittast, nota tímann til að sýna sig og sjá aðra. Og verslanimar þjóni með þeim hætti sem samkomustaðir öðrum þræði. Allt er það nú gott og blessað. Kynslóðimar sem eiga samskipti sín meir og meir gegnum internet og sms og síma taka sér tima til að styrkja persónulegt samband. Handskrifa jólakortin, rifja upp árið sem er að verða liðið og hugsa um það sem það skilur eftir sig í lífi hvers og eins. Jólaaðventan á Sauðárkróki Jólaminningamar mínar em dálítið eins og ljóð Hannesar Péturssonar, myndin sem hann dregur upp um jólin, sem koma eftir Skagfirðingabrautinni. Mín mynd er af litið eitt slútandi tijágreinum undan nýföllnum snjó. Skreyttan bæ, brosandi böm á laugar- dagsmorgnum í Safhaðarheimilinu og ljóstendrun á aðventukransinum í bamamessunum í kirkjunni. Þau vom svo fljót að stækka og allt í einu var orðinn til bamakór við kirkjuna, nánast upp úr bamasöngvunum sem við Hulda Jóns vorum að syngja með þeim. Svo kom nýtt fólk til starfsins og ný böm að feta sig af stað út í heiminn. Það var ffábært að sjá og heyra í bamakómum sem söng hér áðan. Þau em kirkjan og kirkjan er ung og lifandi með notalegan klið bamanna. Fátt er eins grípandi og að heyra lítil böm vera að læra fyrstu bænarversin og bama- söngvana sína. Jólin sjást líka best þegar kertaljós blikar og speglast í einlægum bamsaugum. Þá em jól. Nú hitti ég sum þessi böm uppkomin og þau orðin fjölskyldufólk í Reykjavík. Mér frnnst ég eiga svolítið í þeim. Og það sem gleður mig mest er að þau virðast hafa áþekka skoðun á málinu. Þá hverfúm við stundum á vit gamalla daga en ferskra í huga. Við eigum sameiginlegar og dýrmætar myndir af því í minningunni. Þannig eru reyndar allar minning- amar. Fólk sem á þær saman og getur rifjað þær upp á nokkuð sem ekki fymist eða fúnar. Það á vináttuna og lífshamingjuna sem sprettur af góðum kynnum. Og þær eigum við hjónin og bömin okkar. Kórinn Kirkjukór Sauðárkróks á einnig afmæli í ár. Eg sá á dögunum minn- ingabrot kórfélaga ffá eftirminnilegri ferð okkartil Siglufjarðar. Ekkert tel ég nú þurfa að leiðrétta í ffásögn þeirra. Ég get þó varla hafa verið svo brattur að lofa ömggu ferðaveðri ásamt Siglu- fjarðarklerki enda þótt við höfúm báðir vitað allvel af okkur. Hitt er mála sann- ast að veðrið var mjög slæmt. Hinum nánustu nokkurra kórfélaga, sem ekki fóm með, fannst ekki til of mikils mælst að næst þegar gerði óveður yrðu kórinn og presturinn látin inn - og ekki hleypt út affur fyrr en sæist í heiðan himin. Ég skildi svo sem það sjónar- mið en ég hefði ekki viljað missa af þessari ferð. Og þar sem við höföum lokið messunni keifúðum við ört hækkandi snjóskaflana úr kirkjunni niður í Alþýðuhúsið í þreifandi byln- um, þar sem veisluborðið beið. Þar var tekið lagið svo um munaði. Sjaldan sá ég Jón Bjömsson söngstjóra, organista og tónskáld, jafh leiftrandi glaðan og reifan. Það kom ekki annað til mála en syngja mörg, mörg lög. Og þegar einhver þurfti að halda ræðu gafst Jóni tóm til að undirbúa nýja hrinu af söng- lögum. Haff var á orði að ef við færum ffam af á leiðinni heim hefðum við hvort sem væri „sungið okkar síðasta“. Kirkjukór Sauðárkróks á miklar þakkir skildar og samfélagið þakkar líka dygga þjónustu hans með ýmsum hætti. I kómum á presturinn sam- starfsfólk á gleði- og sorgarstundum. Fólk með öruggum huga, sem er þátttakendur í atburðum kirkju og samfélags af heilum huga. Heilt og óskipt kirkjusamfélag Ég minnist ekki annars en að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa fyrir kirkjuna sína. Það segir talsvert um samfélagið, trúnað þess við kirkjuna og hlutverk hennar í samfélaginu. Hugur minn er fullur af þakklæti til allra þeirra sem ég átti kost á að starfa með á vettvangi kirkju- og safhaðarmála. Og vissulega til alls hins norðlenska samfélags. Ég man ekki effir annríki og erli í desember. Minningamar em um brosandi fólk, hlýlegar persónur, alúð og elskulegheit. Aðalgatan var verslunargatan áður fyrr. Hver verslun með sínum sérstaka blæ. Þama var Þóra Jóhanns á sínum stað og hún fór með ljóð fyrir mig án þess að þurfa prentað mál að styðjast við. Torfi í Vökli, líka með vísur á hraðbergi, Magnús Siguijóns í kaupfélaginu, Minna Bang í apótekinu, Áróra og Stína Sölva í „Tuskubúðinni“ og svo Bjami Har með englahárið. Og allt hitt fólkið, sumt búið að kveðja þennan heim, flest þó með okkur og halda ennþá jólin í þessum heimi. Já, í minningunni er þetta ffiðsælt, ljúff og fagurt. Ég fór að tala um það við konuna mína um daginn hvað allt hafi nú verið rólegt og notalegt í desember á Króknum. Og Signý svaraði og brosti: Þú varst nú stundum svolitið stress- aður. Og auðvitað rifjast það upp með svo góðlátlegri hjálp að maðurtaldi sig hafa í ýmislegt að líta. Margar ræður að semja og undirbúa kirkjustarfið sem best ásamt samstarfsfólki i kirkj- unni. Ef ég tek á þá man ég alveg effir áhyggjum á köflum. En slíkar minn- ingar hafa ekki fest rætur í huganum. Minningamyndimar em allar á ljúfú og glaðlegu nótunum. Þetta minnir mann affur og aftur á gullvæg sannindi. Áhyggjumar, kvíðinn og stressið er allt saman lítils virði. Það er óðara gleymt. Effir stendur lífshamingjan sem fólk byggir upp í sameiningu, eitt, í fjölskyldum og samfélagi. Ennþá og ætíð er krossinn á Nöf- unum hið lýsandi tákn jólanna um þann kærleika sem leitar ekki síns eigin. Um kærleikann sem er góðviljaður, kærleikann sem fellur aldrei úr gildi. Bak við hann em leiði genginna kyn- slóða, þar sem minningar eftirlifenda fá einnig birtu ffá krossinum og jólunum og þakkarhugur ástvinanna tendrar ljós í þökk fyrir það sem var. Og áffam höldum við með lifið. Ég óska ykkur gleðilegra jóla, árs og friðar. Á vígsludegi Ég vinn fyrir helgu altari eið, fyrir augliti bæði Guðs og manns af þakklæti mun ég þreyta skeið í þjónustu ríkis kærleikans. Þú hefúr Drottinn þáttaskil þessi í tilveru minni greitt. Með hendinni styrku hingað til hjálpað og blessað, fylgt og leitt. Ég krýp þér í auðmýk, Kristur, nú sem kallað mig hefúr lífsins stig. Þú helgar mitt líf, mína hönd og trú. Hér er ég, Drottinn, sendu mig. (Ort i tilefni vígslu sr. Fjölnis Ásbj.) Hjálmar Jónsson.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.