Feykir - 18.12.2002, Blaðsíða 17
44/2002 FEYKIR 17
„Þarf að koma sýnishorni til Friðriks“
Hjörleifur Kristinsson bóndi,
sagnaþulur og heimsspekingur á
Gilsbakka í Austurdal er ógleyman-
legur þeim sem honum kynntust.
Hjörleifur var afar næmur á umhverfi
sitt, náttúruffæðingur af guðs náð, og
svo slingur að sjá þessa litlu
skemmtilegu hluti, sem skipta svo
miklu máli og var svo hamingjusam-
ur með þá, þessi gáfa endurspeglaðist
í ffásagnargleði hans. Nú er kominn
út diskur með frásöngum Hjörleifs,
rúmlega tveggja klukkustunda efni.
Annars vegar viðtal sem þeir bræður
í Flatataungu, Ami og Kári Gunnars-
synir tóku veturinn 1983 og hinsveg-
ar viðtal sem Sveinn Allan Mortens
tók að kvöldi 12. október 1984. Þar
segir Hjörleifur m.a. ffá samferða-
mönnum sínum úr Austurdal og víð-
ar, þar sem bændur voru á heims-
mælikvarða á hveijum bæ með kost-
um sínum og göllum, effir ffásögnum
Hjörleifs að dæma. í þessari frum-
stæðu upptöku heyrist snarkið í oliu-
ofninum í bakgrunni, daufur ómur
ffá útvarpi og bunuhljóð þegar hellt
er í kaffibollana. Diskinn er hægt að
fá í áskrift í Rafsjá á Sauðárkróki, en
hann heitir „Þegar byljir bresta á“.
Einn af þeim mönnum sem mér
eru minnisstæðastir sem ég hef
kynnst er Sveinn Sigurðsson sem
lengi bjó á Giljum og var kallaður
Sveinn riddari. Hann hafði í raun og
veru erft þetta nafn af móðurafa sín-
um sem var samtíðamaður Bólu -
Hjálmars og það er eins og þessi við-
umefni hafi stundum gegnið í erfðir,
það á alla vega við um Svein þennan.
Þetta var svona nokkuð stæðilegur
maður og eginlega ákaflega tröllsleg-
ur í útliti og málrómurinn líka trölls-
legur. Merkilegur karl að mörgu leyti.
Eitt var það, að það var óvenjulegt
hvemig hann viðurkenndi ffamfarim-
ar og var alls ekki að dýrka neitt liðna
tímann og mat framfarimar mjög
mikils. Eitt af því var að hann sagði
mér að það hefði nú verið eitt af því
allra besta sem þessi þjóð hefði feng-
ið þegar hún fékk bankana. „Meðan
enginn mátti skulda neitt, þá gat eng-
inn neitt“, sagði Sveinn.
Svo gerðist það einu sinni að ég
fékk bölvun í hnéð. Friðrik læknh var
sóttur og tók mig með út á Krók og
lagði mig inn á spítala. Daginn eftir
þá birtist Sveinn riddari þama og ger-
ist þá herbergisfélagi minn. Og það
eginlega hlakkaði í mér að Sveinn
skyldi vera kominn þama því mér
fannst ég ekki geta kosið mér betri
herbergisfélaga.
Sveinn var ekki rúmliggjandi, en
það var þvagteppa eða einhver fjand-
inn svoleiðis að honum, og hann var
á ferli út um allan bæ á daginn en
kom svo heim á kvöldin. Nú, hann
átti hross ffam á Hofsaffétti sem hann
þurfti endilega að sækja eins fljótt og
hann gæti. Svo var það einn morgun-
inn; þetta var nú ekki orðið eins
formfast og núna, sjálfsagt aðrar regl-
ur sem mundu gilda núna, að hann
bað mig fyrir það þegar hann fór út
um morguninn, „að passa nú að
stelpumar helli ekki úr koppnum
mínum“, sagði hann, „því það þarf að
koma sýnishomi til Friðriks. Hann
þarf að rannsaka þvagið“, sagði
Sveinn.
Svo fór Sveinn út en það var nú
eitt að þegar ég kom á spítalann, að
þá var óðara farið að gefa mér ein-
hveijar svefhtöflur sem þurfti í raun
og vem ekki því ég var einlægt syfj-
aður. Svo er Sveinn varla fyrr farinn
út en ég sofha og vakna ekki fyrr en
Sveinn kemur inn aftur og gáir óðara
í koppinn og segir: „Hver andskotinn
sjálfur, koppurinn galtómur.“
Svo einhvemveginn var þetta orð-
ið of seint þennan daginn, svo þetta
ffestaðist allt þangað til daginn eftir.
Þá fer Sveinn enn af stað og biður
mig að gá að því að stelpumar helli
ekki úr koppnum meðan hann er úti.
En það fer eins og fyrri daginn að ég
sofna nærri því shax og Sveinn er
farinn, en vakna samt áður en Sveinn
kemur og sá þá að stelpurnar voru
búnar að hella úr koppnum hans, svo
ég tek mig til og míg sjálfur í kopp-
inn. Sveinn kemur svo inn og fer með
prufu til Friðriks. Svo birtist Sveinn
aftur eftir að hafa verið þónokkuð
lengií burtu. Eg sé það shax á göngu-
laginu að Sveinn hafði góðar fréhir
að færa. Hann hossaðist í hveiju
spori ef að lá vel á honum. Sveinn
kemur þama inn og hossast í hveiju
spori og ég segir svona, jæja hvað
sagði Friðrik?
„Nú hann sagði að þeha væri al-
deilis úrvals hland“, sagði Sveinn og
þar með var hann rokinn fram á
Hofsafféh að ná í hrossin.
Svo endaði það nú með því að
Sveinn var orðinn fastur maður þama
á spítalanum og í seinasta skiptið sem
Sveinn Sigurðsson „riddari“.
ég hihi Svein á götu þá segir hann við
mig. „Jæja nú væri ég dauður ef ég
hefði ekki verið undir læknishendi.
Ég fékk slæmt hjartakast, en Friðrik
bjargaði mér. En að vera að halda líf-
inu í þessum aumingjum“, sagð’ann,
„það finnst mér aldeilis dæinalaust“,
bæh’ann svo við. Þá kom búmaður-
inn upp í honum nefnilega, að þeha
myndi ekki borga sig.
Bœkur fra Sögufélagi Skagfiróinga
Góöar og vanáaöar jólagjafir
Byggóasaga Skagafjarðar I og II bindi.
Skagfirskar œviskrár. - Saga Sauóárkróks.
Skagfirskur annáll 1847-1947.
Auk fjölda annarra titla.
Afgreidsla Sögufélags er í Safnahúsi Skagfiröinga
s. 453 6640.
Næsti Feykir
8. janúar 2003
&****<,
Gleðileg jól
gott ogfarsœlt komandi ár
Þökkum góð samskipti
á árinu sem er að líða