Feykir


Feykir - 15.04.2003, Blaðsíða 6

Feykir - 15.04.2003, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 14/2003 Uppbygging Nátt- úrustofa á landinu Gestir á ráðstefnu um nýjunar í ferðamálum á Hólum. Nýjungar í ferðaþjónustu í Skagafirði kynntar á Hólum Ferðamáladeild Hólaskóla boðaði í samvinnu við Sveitar- félagið Skagafjörð til málþings um nýungar í ferðaþjónustu á svæðinu. Guðrún Þóra Gunn- arsdóttir deildarstjóri setti mál- þingið en fundarstjóri var Bjami Jónsson formaður at- vinnu- og ferðamálanefndar. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra ávarpaði gesti í málþingsbyijun og lagði áherslu á mikilvægi menntunar og fræðslu í ferðaþjónustunni. Jafn- ifamt gerði hann að umtalsefni sóknarfærin í skagfirskri ferða- þjónustu þ.e. menningartengda ferðaþjónustu og afþreyingu s.s. flúðasiglingar og hesta- ferðir. Pétur Rafnsson frá Ferðamálaráði kynnti starfse- mi upplýsingamiðstöðva, en ein af landshlutamiðstöðv- unum er einmitt í Varmahlíð. Sigurður Jóhannesson frá Hag- fræðistofnun Háskóla Islands kynnti niðurstöður rannsóknar á margfeldiáhrifúm ferða- þjónustu í Skagafirði sem hann vann fyrir Atvinnu- og ferða- málanefnd Skagafjarðar. Verður eflaust gerð nánari grein fyrir þessu verkefni síðar. Gestir voru fjölmargir og komu víða að, bæði starfsfólk og eigendur ferðaþjónustu- fyrirtækja og áhugafólk um uppbyggingu ferðamála. Síðari hluti málþingsins þar sem rætt var um nokkrar hugmyndir að uppbyggingu sem nú er verið að vinna að, vöktu sérstaka athygli. Guðrún Helgadóttir menningarráðgjafi við Ferða- máladeild Hólaskóla hóf þá umræðu með brýningu um að vanda til verka, þvi þó menn- ingin sé óþijótandi brunnur er þó mögulegt að spilla honum með óvönduðum vinnu- brögðum. Valgeir Þorvaldsson frarn- kvæmdastjóri Snorra Þorfinns- sonar ehf kynnti í máli og myndum hugmyndir um ferða- þjónustu í Kolkuósi, þar sem mannvirki verði endurgerð og gerð aðstaða fyrir ferðafólk að njóta þar kyrrðar og náttúm- fegurðar um leið og það kynn- ist sögu staðarins. Þar munu liggja saman margir þræðir, hrossa- rækt, saga og náttúra verða í öndvegi. Um það verkefni hefúr þegar verið myndað félag og í stjóm þess sitja Vigdís Finnbogadóttir, Valgeir Þorvaldsson og Skúli Skúlason skólameistari Hólaskóla. Þær Sigriður Sigurðardóttir safhstjóri, og Guðný Zoéga fomleifaffæðingur við Byggða- safn Skagfirðinga, gerðu grein fyrir þeim fomleifarannsóknum sem nú standa yfir í Skagafirði og mikilvægi þeirra við frekari uppbyggingu og þróun á menn- ingartengdri ferðaþjónustu í héraðinu. Er óhætt að segja að Skagafjörður sé að verða mjög spennandi áfangastaður fýrir þá sem hafa áhuga á fomleif- um, en rannsóknir standa nú yfir á mörgum stöðum í héraðinu. Pétur Jónsson forstöðumaður Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna kynnti verkcfnið Grettistak, sem hófst í Húnaþingi vestra og er í mikilli sókn. Fyrirhugað er að miðstöð þess verði á Lauga- bakka, skammt frá fæðing- arstað Grettis að Bjargi í Miðfirði. Mikil áhersla verður lögð á að höfða til allrar fjöl- skyldunnar i túlkun á sögunni og samtíma hennar. Pétur sagðist vona að Skagfirðingar tækju Gretti nútímans betur en Gretti Ásmundarsyni forðum, en hann var drepinn í Drangey á Skagafirði. Slóð Grettis sögu liggur um Húnaþing og Skagafjörð að miklu leyti og því standa vonir til að samstarf takist um að veita leiðsögn og upplýsingar um hana í samvin- nu innan svæðisins. Sjálfs- eignarstofnun hefúr verið sett á laggimar um Grettistak. Þorsteinn Sæmundsson for- stöðumaður Náttúrustofú Norð- urlands vestra kynnti verkefni sem veitir ferðafólki greiðari aðgang að upplýsingum um fúglalíf við Héraðsvötnin, bæði í fnðlandinu við Mikla- vatn og víðar. Þetta er að hans mati eitt besta fúglaskoðunarsvæði á landinu, varðandi fjölbreytileika tegun- da vantar aðeins tvær uppá að ná sama fjölda og við Mývatn. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að setja upp skilti með upplýsingum á völdum stöðum og síðan er stefnt að frekari kynningu. Náttúmstofa Norðurlands vestra heldur utan um verkefnið. Málþingið var mjög fróð- legt og þeir sem hafa áhuga á að kynna sér framsöguerindin geta nálgast þau á vef Hóla- skóla www.holar.is Niðurstaða þess er í hnotskum að Skagafjörður hafi alla burði til að verða áfangastaður af bestu gerð í menningartengdri ferðaþjónustu, verði fag- mennska áfram og enn frekar í fyrirrúmi. í framhaldi af málþinginu var svo vöfflukaffi og opið hús hjá Ferðaþjónustunni á Hólum, hið fyrsta af nokkrum slíkum kynningum sem fyrirhugaðar em hjá ferðaþjónustuaðilum í Skagafirði. Markmið þeirra er að kynna þjónustuna fyrir almenningi og innbyrðis milli ferðaþjónustuaðila, sem þurfa oft að veita gestum sínum upplýsingar um hvað er fleira í boði en það sem þeir sjálfir em að veita. Á nýafstöðnum ársfundi Samtaka Náttúmstofa á Island, SNS sem haldin var í Reykja- vík þann 28. mars síðastliðinn kom fram ákveðinn vilji stof- anna að taka höndum saman og fjölga störfúm í náttúmvís- indum á landsbyggðinni. í dag em starfræktar sex náttúmstof- ur víðs vegar um land og á þeim starfa milli 15 og 20 manns, allt ný störf. Að sögn dr. Þorsteins Sæ- mundssonar forstöðumanns Náttúmstofú Norðurlands vestra er mikill hugur í for- stöðumönnum náttúmstofanna að efla starfsemi þeirra á lands- vísu. Hugmyndin með stofnun Náttúmstofanna kom fýrst fram í lögum um Náttúmfræði- stofnun Islands og náttúmstof- ur árið 1992 og er án efa ein af betri hugmyndum sem komið hafa fram um að byggja upp sérhæfð vísindastörf utan höf- uðborgarinnar. Náttúmstofúm- ar em byggðar upp sem sjálf- eignarstofnanir sem hafa bæði sjálfstæðan fjárhag og verk- efnaval, en em í eign og á- byrgð þeirra sveitarfélaga sem gert hafa samning við ríkið um rekstur þeirra. I tilfelli Náttúm- stofú Norðurlands vestra em Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur þau einu sveitar- félög sem hingað til hafa gert rekstrarsamning við ríkið. Ár- lega leggur ríkið um 7,5 millj- ónir í starfsemi hverrar náttúm- stofú og rekstrarsveitarfélög rúmar 2 milljónir, þannig að það fasta fjármagn sem hver stofa hefúr til ráðstöfúnar er tæpar 10 milljónir. Að auki hafa stofúmar verið að sækja til sín styrki í sérverkefni ým- isskonar. Uppbygging náttúm- stofa er kostnaðarsöm og tíma- frek enda þurfa þær að koma sér upp dýrum sérhæfðum tækjum og hugbúnaði, sem off á tíðum em ekki til staðar á þeim stöðum sem stofúmar byggjast upp á. Einnig fer vemlegur tími í upphafi að “- sanna “ tilvist stofanna og marka þeim sess innan við- komandi sveitarfélaga. Sá upp- byggingartími hefúr að meðal- talið tekið 2-3 ár. Til að spoma við miklum kostnaði á upp- byggingu hverrar stofú stofú- uðu forstöðumann stofanna SNS samtökin fýrir um ári síð- an. Megin tilgangur þeirra var að samræma stefnumótun stof- anna, stuðla að sameiginlegri uppbyggingu þeirra og verk- efnaöflun, og ekki síst að deila á milli sin sérhæfðum verkefn- um. Þetta hefúr verið gert til að stofúmar í sameiningu geta tekið að sér verkefni sem spanna flesta þætti náttúmvís- indanna, þar sem hver stofa hefúr þróast út í ákveðna sér- hæfmgu. Dr. Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúmstofu Norðurlands vestra hefúr veitt SNS samtökunum formennsku fýrsta starfsárið. Hann sagði að starf samtakanna hafi gengið vel fýrir sig þrátt fýrir að nokkrar væringar hafi verið síðastliðna mánuði meðal ann- ars samfara breytingum á lög- um um Náttúmstofúr sem tók gildi vorið 2002 og í kjölfar nýafstaðinna sveitastjómar- kosninga. Þorsteinn telur þó eðlilegt að slíkt gerist en bend- ir þó á að tryggja verði að upp- bygging stofanna geti gengið eðlilega fýrir sig og að þær fái svigrúm til að halda áfram þeirri uppbyggingu sem þegar hefúr verið lagt út með. Hvað framtíðina varðar tel- ur Þorsteinn að hún sé björt, en bendir þó á að vel þurfi þó að halda á spilum. Greinilegt er að bæði ríkið og sveitarfélög þurfi að hlúa betur að uppbyggingu þeirra sér í lagi með að beina til þeirra auknum verkefnum. Þorsteinn bendir á að með auknum kröfúm um rannsókn- ir á sviði náttúmvísnda sem em að koma fram meðal annars frá ESB þurfi að stórauka slíkar rannsóknir. Hann bendir á að náttúrustofúmar séu kjörin grundvöllur til að taka að sér verkefúi á þessum sviðum og þar sem um hreina aukningu á náttúrurannsóknum sé að ræða þá er ekki verið að taka atvinnu frá fólki á höfúðborgarsvæðinu og færa út á land. Slíkt sé mjög mikilvægt að nýsköpun geti líka farið fram út á landi. Bar Par Hofsósi Fimmtudag 17. apríl kl. 21 Lokasýning: Föstudaginn langa kl. 23. Miðapanatanir í síma 893 0220 kl. 14-16 sýningardagana.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.