Feykir


Feykir - 25.02.2004, Síða 5

Feykir - 25.02.2004, Síða 5
8/2004 FEYK3R 5 F - • w&iK,æBðrt- &; m / K 1 > 'V ■ * ' Pétur kempulegur, fyrir miðri mynd Mynd/ÖÞ. Pétiir á Hraunum segir frá þorrablótunum Um fyrri helgi var þorri blótaður á Ketilási í Fljótum og var fjölennt á Asn- um að venju, um 140 manns sem telst ágætt á fámennri sveit. Þegar ritari þessa pistils var fyrir margt löngu á bamaskemmtun á Ketilási um jólin, brást það ekki að Pétur Guðmundsson bóndi á Hraunum tilkynnti fund hjá væntanlegri þorrablótsnefhd meðan á samkomunni stóð. Pétur er sá maður sem sjaldnast hefur látið sig vanta, enda ffemstur í flokki þeiira sem endurvöktu þorrablót Fljótamanna í byijun sjöunda áratugs síðustu aldar. Á blaðamannstið ritstjóra Feykis hjá Degi á Akureyri fyr- ir 17 árum síðan var tekið viðtal við Pét- ur á Hraunum, sem þar er titlaður einn af félagslyndustu og lífsglöðustu mönnum sveitarinnar. Hér á eftir kemur þetta viðtal við Pétur, enda það væntan- lega fallið í gleymskunnar dá. „Það mun vera langt síðan farið var að halda þorrablót hér í Fljótum. Þegar ég kom í Fljótin 14 ára gamall með for- eldrum mínum í Nefstaði í Stíflu 1938 vom þorrablótin í algleymingi. Ég átti heima á Nefstöðum til ársins 1945 að allt undirlendi Stíflu fór undir vatn við gerð Skeiðsfossvirkjunar. Þá fluttu for- eldrar mínir í Hraun. Á þessum ámm og og áður vom haldin tvö þorrablót í sveitinni. Stíflubúar stóðu fyrir blóti í Miðgarði, sem var hús í eigu ung- mennafélagsins, nokkurskonar félags- heimili Stífubúa og stóð það neðan við húsið á Melbreið. Veggir þess em enn að nokkm uppistandandi. Hitt blótið var í höndum neðri sveitunga og haldið á Ketilási. Setti fólk ekki fyrir sig að fara á þessar skemmtanir um langan veg á skíðum, en þegar hesta- og sleðafæri var gott var sá ferðamáti notaður. Þorramaturinn var framreiddur í trogum eins og gerist á blótunum á Ket- ilási enn í dag. En þá dmkku menn af stút og vom drykkjarföng að mestu heimatilbúin. Skemmtiatriðin í þá daga vom aðallega ræðuflutningur og söng- ur. Síðan var að sjálfsögðu stiginn dans fram á morgun og ég man að í eitt skipt- ið var sólin komin upp þegar haldið var heimleiðins. Það þarf ekki að orðlengja hvað þessar skemmtanir vom mér ung- lingnum minnisstæðar og maður var al- veg í sjöunda himni á meðan á þeim stóð og lengi á eftir. Þama voru menn hressir og kátir og héldu ræður. Ég man sérstaklega eftir ræðu sem Jóhann P. sem byggði hótelið í Haganesvík, faðir Siguijóns skipstjóra, flutti einu sinni í Stíflunni og var að þakka móttökumar eins og títt var með boðsgesti á blótun- um. Jóhann var ansi skemmtilegur karl sérstaklega þegar hann hafði fengið sér smá bragð. 1 ræðunni hældi hann Stíflu- mönnum fyrir hvað þeir væm miklir víkingar, hraustir og miklir og sagði: „Ef helvískur Rússinn kæmi, mundi ég vilja stofna herdeild héma í Stíflunni. Þá mundi ég setja í ffemstu víglínu þá Þor- vald á Deplum og Jón á Móafelli. Jón í Tungu mundi ég hafa fyrir herforingja, þótt hann sé lítill, Napoleon var ekki stór.” Það var mikið hlegið að þessari ræðu, Svona gat þetta verið skemmti- legt maður. Og svo var það söngurinn. Þeir vom feiknamiklir söngmenn Stíflumenn, Þorvaldur á Deplum var söngstjórinn og organistinn Þorlákur sem þá var á Gautastöðum og seinna á Gautlöndum, var alltaf sóttur þegar hann var nærtæk- ur. Hann gaf sko tóninn. Mér er sérstak- lega minnisstæður Slétthlíðingur einn sem off var gestur á blótum í Stíflunni. Ásgrímur nokkur bóndi á Skálá. Stór og mikill maður með ógurlega bassarödd, svo mikla að ég held að hann hefði get- að sungið bassa á móti mörgum. Og hann var líka svo músíkalskur að hann vissi alveg hvemig átti að syngja bassan í öllum lögum. Þá man ég líka eftir nafna Ásgríms ffá Karlsstöðum í Ólafs- firði. Hann hafði gaman af að halda ræður, en var svolítið gjam á að mistala sig og að því var oft hlegið. Eitt sinn sagðist hann hafa fæðst sex ára á Berg- hyl í Fljótum. Ásgrimur þessi var ákaf- lega gestrisinn maður þrátt fyrir fátækt og þegar Fljótamenn voru á leið til Ólafsfjarðar var ekki við annað kom- andi en að þeir stönsuðu og fengu ein- hvem viðurgjöming. Þorrablótin lágu niðri í Fljótum í all- mörg ár, en vom síðan endurvakin fyrir liðlega 20 ámm. Þetta em ákaflega skemmtilegar og góðar samkomur og skemmtiatriðin yfirleitt fjölbreytt. Þar á meðal er alltaf fluttur annáll ársins í gamansömu formi og oft grínkvæði. En einhvem veginn finnst mér blótin nú hvert öðm lík og stansa ekki eins í hug- anum og þau sem ég upplifði þegar ég var unglingur.” KOSTABÓK - Stighækkandi vextir eftir tímalengd Hentar vel fyrir reglubundin sparnað og lægri innborganir www.kbbanki.is KB BANKI Sauðárkróki s: 455 5300 Hofsósi s: 453 7400 Varmahlíð s: 453 8200

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.