Feykir


Feykir - 23.11.2005, Síða 6

Feykir - 23.11.2005, Síða 6
6 Feykir 44/2005 versnar.” Annað hafðist ekki af honum við þær aðstæður og hélt áfram með sínar hjólbörur eða sleða. Líklega hefur þessi sérviska orðið til þess að óvandaðir menn lugu upp á hann sögu af því að hann lagði sig um miðjan daginn í divaninn í eldhúsinu sem var á móti dagatalinu á norðurveggnum og þá dreymdi kall að utan um einn daginn var rauður hringur og réði hann strax á þá leið að þann dag mundi heldur en ekki skipta til hins verra með tíðarfar. Ekki sá hann töluna á dagatalinu og fór á sörnu leið næsta dag en þá sagðist hann vera búinn að setja undir þann leka og efþessi draumur kærni til sín í þriðja skipti gæti hann fullráðið hvenær ótíðin kæmi á fyrir alvöru. „Ég nefnilega legg mig með gleraugun á Hilmir Jóhannesson skrifar nefmu. ” Draumar í sófanum dreymdi mig um daginn að ég væri staddur á sveitarstjórn- arfundi. Þið skulið ekki misskilja mig, þetta var ekki martröð, þvert á móti, Ijúfur draumur í fallegu umhverfi með fallegri tónlist, allt í eðlilegum litum og steríó. Þarna kom hver mann- vitsbrekkan af annari og talaði af fúllu viti og yfirvegun og fóru jafnvel með vísur og spakmæli sem féllu fagurlega að umræðuefninu og upplýstu málin og brutu viðfangsefnin fullkomlega til mergjar. Það var ánægjuleg samkoma. Nú má enginn misskilja þetta og halda að ég sé að sproksetja sveitarstjórnina, það er fjarri lagi. Satt að segja hef ég ekki í mörg ár setið eða hlíýt á fund í þeirri nefnd og hálf skammast mín fyrir vikið. Víst er mögulegt að raunveruleikinn sé alveg jafn fallegur og ánægjulegur eins og sófadraumurinn var. Hitt þótti mér sorglegast að þegar ég vaknaði sat ekkert fast í hausnum á mér af þeirri speki sem svefnfarirnar voru upp- fullar af, sama hvað ég grufl- aði. Kom mér þá í hug mesti veðurspámaður Húsvíkinga, Helgi í Skógargerði, sem var bóndi í þvi sveitarfélagi þó hann væri bæði smár og grannur, álíka og fjórtán ára piltur. Helgi bjó með nokkrar kýr snertuspöl ofan við bæinn og gjörnýtti svo sín föng að hann seldi alla mjólkina við húsdyr nágrannanna og fengu færri en vildu, því þetta var kostamjólk. Óspillt af meðhöndlun ogbakteríudrápi enda vísast laus við slík aðskotadýr. Mjólkina flutti hann á sjálfum sér, hafði hjólbörur á sumrin en sleða á vetrum og menn mátu sannað að það hafi verið smæsta hestafl sem notað var til flutninga á tuttugustu öld- inni. Ekki ætlaði ég að ræða um búháttusnilli Helga eða velheppnaðan lífsmáta þeirrar fjölskyldu heldur hversu merkilegur veðurspámaður hann var. Aldrei var hann dapur þó ótíð væri, sem vissulega bitnaði þó illa á mjólkur- póstinum, alltaf hress og til í spjall við þá sem hann taldi þess verða og gat þá rætt af djúpri alvöru um ástandið og var aldrei neinn bilbug á honum að sjá. Aftur á móti var hann dapur þegar tíðin var góð og svaraði gjarnan ef menn töluðu um blíðuna: „Já, það er vísast rétt - en hann verður vondur þegar hann Þetta ráð Helga í Skógargerði vil ég nota mér þegar sveitarstjórnarfundur verður næst haldinn í sófanum mínum því ég er ábyrgur borgari og vil gjarnan nema þá speki sem þar er uppi höfð og þó sérstaklega vísurnar og mundi ef til vill segja frá því í Feyki ef heppnin er með. Gæti þetta, ef vel tekst til, orðið jafnvel til hjálpar okkar sveitarstjórn sem vissulega stríðir í ströngu eins og stundum áður. Þetta segi ég því sjaldan hefur mér fundist eins gaman að hlusta á pólitíkusa þvarga um dægurmálin og þótti mér rnikil breyting orðin á. Satt best að segja er þessi hópur nú ekki alskemmtilegur. í fram- haldi af þessurn spaklegu hugleiðingum tók ég þá ákvörðun að leggja mig alltaf með blað og blýant við hendina. Auðvitað getur farið þannig, eins og stundum áður í rnínu lífi, að fallegasti draumurinn verði argasta martröð, en það er náttúrulega annar handleggur. Að vonarströnd mig tekur tímans straumur, tálvonirnar aldrei geta ræst. Stundum verður dýrðlegasti draumur djöfuls martröð, þegar hann kemur nœst. Hilmir Jóhannesson gómsætt j gott hjá/Jóní/VGM/ ^ Nú er aðventan á næsta leiti með stressi og önnum ásamt jólahlaðborðum veitinga- staðanna. Af því tilefhi gef ég tvær uppskriftir af ljúffengum forréttum úr sjávarfangi sem mun skreyta jólahlaðborð Kaffi Króks. Sá fyrri er ljúffeng síld í appelsínusósu. Appelsínusíld 200 g kryddsíld í bitum 1 stk raudlaukur í sneiöum Sósa: 1 stk appelstína skorin í bita 1 stk laukurskorinn i bita 2 stk lárviðarlauf I bolli olívuolía I bolli hvítvínsedik I bolli tómatpuré 1 bolli púðursykur 6-8 stk svört piparkorn Allt sem fer í sósuna er sett í matvinnsluvél og maukað saman. Smakkað tii með salti og pipar. Þá er laukurinn og síldin hrærð út í sósuna og látið standa í kæli í að minnsta kosti 12 klukkustundir. Borið ffam með rúgbrauði og smjöri. Skelfisk- og rjómaostterreine (kœfa) 200 g rækjur 200 g hörpuskel (soðin) 200 g humar (soðin) 1/2 græn paprika (söxuð) 1/2 rauð paprika (söxuð) 2 stk sitrónur (safi + börkur afannari) I tsk sítrónupipat 100 ml hvítvín 200 g rjómaostur 6 blöð matarlím (hvert blað 2 g) salt og pipar Matarlímsblöðin lögð í bleyti í kalt vatn. Síðan tökum við hvítvín, sítrónusafa, rjómaost og hitum við vægan hita í potti. Hrært stöðugt í. Þegar ost- blandan er orðin mjúk og þunn þá er matarlímið tekið úr vatninu og brætt saman við ostblönduna. Smakkað til með salti og pipar, fiskmetið og grænmetið sett út í og allt saman fært upp í skál eða fat sem ætlað er að bera fram í. Berist ffam með ristuðu brauði og fersku salati. Jólaglögg 1 bolli sykur 2 stk kanilstangir 5 stk negulnaglar 100 g rúsínur 1/2 sítróna I stk appelsina 50 g möndluflögur 1 líter vatn Sykur, kanill, negull, rúsínur og vatn sett í pott og soðið í 10 - 15 mínútur. Þá er safa og röspuðum berki af appelsínu og sítrónu bætt útí ásamt möndlum. Látið sjóða þar til vökvinn hefur gufað upp um helming. Þá er bætt út í einni flösku af rauðvíni ásamt líkjör eða vodka eftir smekk. Borið ffarn með piparkökum! Kveðja, Jón Daníel EFeykir hefur fengið Krók til að sjá um matarhorn í Feyki og er upplagt að áskrifendur setji upp kokkhúfuna og reyni sig við uppskriftir Jóns. Hrá- efnið sem Jón Dan notar er hægt að nálgast í Skagfirðingabúð. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur Stefán Árnason ffá Sauðárkróki lést á Landsspítalanum 20. nóvember. Útförin fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 28. nóvember kl. 13.00 Ingibjörg Stefánsdóttir, Viktor Elvar Viktorsson, Brynhildur Stefánsdóttir, Haukur Stefánsson, Helga Árnadóttir Helgi Baldursson, Páll Sigurðsson Sigríður Ólafsdóttir, Guðjón H. Árnason Ingibjörg Ottósdóttir, og barnabarn

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.