Feykir


Feykir - 21.02.2007, Blaðsíða 2

Feykir - 21.02.2007, Blaðsíða 2
2 Feykir 08/2007 Viðbygging Barnabæjar á Blönduósi Háskólinn á Hólum Framkvæmdir gangavel Framkvæmdir vió nýbyggingu leikskólans Barnabæjar á Blönduósi ganga vonum framar en í vikunni var lokið við að steypa gólfplötu byggingarinnar. Viðbyggingin mun stór- bæta aðstöðu bæði starfsfólks og nemenda og er mikil ánægja með framkvæmdina Láta hvorki nemendur né starfsfólk yfirstandandi framkvæmdir fara í taugarnar á sér. Verkið er í höndum Stíganda ehf og er áætlað að viðbyggingin verði tekin í notkun með haustinu. Leiðari Elska skaltu nágranna þinn Það hefur löngum loðað við mannskepnuna að öfundast út í nágramiann. Líða eins og grasið sé alltafgrænna hinum megin. Spilin beti'i á hinni hendinni og svoframvegis. Allir eru að gera það gott nema ég stendur í textanum. Sem nýbúi á Norðurlandi Vestra hefég orðið vör við sveitaríg sem mér er sagt að sé meira í gamni en alvöru. En öllu gamnifglgirjú einhver alvara. Börnin okkar alast upp við það að heyra hvemig hlutirnir séu nú ómögulegir þarna hinum megin við lækinn og að þessi og hinn staðurinn sé svo miklu verri en okkar. Sjálfhefég gaman afþessu upp að vissu marki en ég heflíka aðeins hugleitt hversu miklu við gætum áorkað tneð aukinni samvinnu. Mikið rosalega myndi ég samgleðjast nágrannakonu minni efég vaknað upp viðþað einn morguninn að rósin í garðinum hennar væri orðin stór og gróskumikil meðfallegum blómum. Börnunum hennar gengi vel og þau hjón væru bæði hamingjusöm og í góðri vinnu. Þau væru þá glaðleg útí við, við myndum skiptast á skemmtilegum kveðjum og sögum úr hinu daglega lífi. Hver veit nema reynsla þeirra og mín gætí blandast saman íþeim sögum á þann hátt að allir græddu. Ég bý á Sauðárkróki en ég tel að það sé gottfyrir mig að það sé blómlegt atvinnu- og mannlíf í Húnavatnssýslunum báðum. Ég tel að það sé gottfyrir börnin mín aðjafnáldrarþeirra hinum megin við lækinn alist upp í heilbrigðu umhverfi og góðu íþróttalífi. Á þann hátt getíþau hist oftar og staðiðfyrir íþróttakeppnum og skemmtunum. Á þann hátt geti þau stundað saman nám í öflugumframhalds- og háskólum í heimabyggð og tekið síðan viðþeirri góðu arfleifð sem við skiljum eftirþeim til handa. Það sem ég er að reyna að segja er: Mikið væri lifið nú skemmtílegra efvið skiptumst á afleggjurum afrósinni góðu og græddum þannig upp garða okkar allra en ekki bara einn. Lærðum að metra nágranna okkar deila með honum reynslu okkar og læra afhans. Boðorð dagsins ef boðorð mættí kalla erþví. Elska skaltu nágranna þinn. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 8982597 Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykir Utgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Saudérkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Arni Gunnarsson, Askell HeiðarÁsgeirsson, Herdis Sæmundardóttir, Óiafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri S ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Simi 455 7176 Biaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson feykir@krokur.is Örn Þórarinsson Prófarkaiestur: Kari Jónsson Áskriftarverð: 295 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 350 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Simi 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Vel heppnuð háskólakynning opnaði kynninguna í Borgar- leikhúsinu að viðstöddum rektorum skólanna og gestum. Bás Hólaskóla þótti sérstaklega fallegur og og vakti athygli hversu vel spilað var úr því rými sem hann fékk úthlutað. Starfsmenn og kennarar ásamt nemendum Hólaskóla stóðu vaktina í básnum. Margir lögðu leið sína í básinn og var fólk áhugasamt. -Surnir vissu allt um Hóla, aðrir minna og enn aðrir komu affjöllum. Eflausteigaeinhverjir þeirra sem heimsóttu okkur eftir að leggja leið sína til okkar næsta haust. Vonandi ákveða sem flestir að stunda háskólanám í Skagafirði - tökum vel á móti þeim, segir Sólrún Harðardóttir hjá Hólaskóla. Allir háskólar landsins kynntu námsframboð sitt með kynningum á þremur stöðum í höfuðborginni laugardaginn 17. febrúar. Frá kynningu Hólaskóla - Háskólans á Hólum um helgina. Háskólinn á Hólum var með sína kynningu í Borgarleik- húsinu ásarnt Háskólanum á Bifröst, Háskólanum í Reykja- vík, Háskólanum á Akureyri, Listaháskóla íslands og Land- búnaðarháskóla íslands. KHÍ og Hí voru í eigin húsnæði. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra Skagafjörður Afurdir kúnna aukastenn Kýrin Búbót á Egg í Hegranesi mjólkaði mest Skagfirskra kúa á síðasta ári. Hún skilaöi 10.692 kílóum af mjólk. Þetta er mesta magn sem kýr í héraðinu hefur mjólkað á einu ári til þessa. Næst varð kýrin Frekja á Tunguhálsi II með 10.390 kíló, en hún átti einmitt gamla metið í afúrðum sem var 10.631 kg. Þriðja í röðinni varð Örk á Hgg með 10.214 kíló, næst var Lukka í Keldudal með 10.008 kíló og fimmta í röðinni Komma á Egg með 9.936 kg. og sjötta Slaufa á Flugumýri með 9.902 kg. Tekið skal fram að hér er eingöngu horft á mjólkurmagn og ekki tekið tillit til verðefna. Meðalafurðir kúabúa í Skagafirði voru þær mestu hingað til. Alls voru 54 kúabú sem tóku þátt í skýrsluhaldi í lok ársins 2006 og var meðal nyt á þeim 5.561 kíló eftir hverja árskú. Þetta var 160 kg. meira magn en árið á undan og 178 kg. yfir landsmeðaltal. Skagfirsku búin eru líka yfir landsmeðaltali hvað íjölda árskúa varðar, eru að jafnaði með 37.5 k)T en landið er með 33.3 kýr. Afurðahæsta búið var Tunguháls II með 7.233 kg. eftir hverja kú og Egg fýlgdi fast á eftir með 7.111 kg. Næst varð Flugu- mýri með 6.698 kg. Þetta er í fýrsta skipti sem meðalnyt á búi í Skagafirði fer yfir 7.000 kg. eftir árskú en nú náðu tvö bú þessum glæsilega árangri. ÖÞ: Kýrnar á Tunguhálsi II skiluðu að jafnaði mestu mjólkurmagni á siðasta ári. mynd ÖÞ Óánægja með útsendingarskilyrði Stöðvar 2 Verið að vinna í málinu Umræða þessu kom upp á spjallsíður Skagafjarðar. com um helgina og fram hafa komið óánægjuraddir úr hinum ýmsu áttum. Vandamálið virðist vera að sumir eru að ná of góðu merki inn í hús til sín á meðan aðrir eru með of veikt merki. Alla vega er þetta sú skýring sem gefin er upp hafi einstaklingar samband við þjónustuver Stöðvar 2. Hvort sem merki er of veikt eða sterkt þá virðist vandamálið vera það saman. Útsendingin dettur út í tíma og ótíma eða þá að myndin frýs á skjánum. -Það er maður ffá okkur á leiðinni norður að athuga hvað getur verið að. Við höfum ekki fengið það mikið af kvörtunum til okkar en um ieið og við heyrðum af þessari umræðu sendum við mann af stað norður til þess að athuga málið, segir Katrín Ósk Einarsdóttir, þjónustustjóri þjónustuvers 365 miðla. Kristín ítrekar að sér þyki það leiðinlegt að óánægja sé komin upp en verið sé að vinna í málinu og gert ráð fyrir lausn á því hið allra fyrsta.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.