Feykir


Feykir - 21.02.2007, Blaðsíða 5

Feykir - 21.02.2007, Blaðsíða 5
08/2007 Feykir 5 Gunnar Oddsson skrifar Borð víxlaranna Valdimar Guðmannsson skrifar Traustur leiðtogi Þad fór ekki fram hjá neinum hvorki stuðningsmönnum Samfylkingarinnar eða hvað þá heldur andstæðingum hennar að með glæsilegu kjöri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til formanns Samfylkingarinnar var kominn kvenskörungur með mikla reynslu og stjórnunarhæfileika í hóp stjórmálaforningja á íslandi. Ég vil taka það fram að ég er mjög hreykinn af því að hafa átt þátt í þeirri kosningu ekki síður en þeim góðu minningar frá kosningarbaráttu Vigdísar Finnbogadótturásínum tíma og glæsilegum sigri hennar í forsetakosningunum þá. Það hefur hins vegar ekki dulist neinum sem fylgist hafa með stjórnmálum undanfarna mánuði að andstæðingar okkar óttast ekkert meira en konuna í brúnni og kannski ekki að ástæðulausu. Þeir hafa notað öll tækifæri sem hugast getur til að gera málflutning hennar tortryggilegar í augum almennings. Þar má einu gilda hvort rætt er um okurvexti, matvælaverð, skuldasöfnun heimilanna eða landbúnaðarmál, svo fátt eitt sé nefnt. Mér hefur reyndar stundum dottið í hug að undanförnu hvort að á íslandi sé skipulagður karlrembuhópur sem leggi sig allan fram við að koma í veg fyrir pólutískan frama hjá konum, sama í hvaða flokki þær sækja fram. Nýjustu dæmin eru Siv Friðleifsdóttir, Jónína Bjartmarz og Margrét Sverrisdóttir. Þar sem Ingibjörg Sólrún náði markmiði sínu beinast nú öll spjót að henni og ganga sumir býsna langt. Það er áhyggjuefni ef við félagar hennar í Samfýlkingunni teljum að hún eigi ein að sjá um alla kosningarbaráttuna en aðrir Samfylkingarfélagar geti bara slappa af og beðið eftir koningunum 12. maí n.k. Það er von mín að þessar áhyggjur mínar séu ekki á rökum reystar. Við þurfum margar barátturæður eins og gamli karlinn úr brúnni Jón Baldvin Hannibalsson þrumaði yfir okkar er sóttu kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norð- vesturkjördæmi er haldið var að Reykjum í Hrútafirði skömmu fyrir jól. Að lokum vil ég skora á alla sem aðhyllast félags- hyggju og jöfnuð að bretta upp ermar og fara að vinna ötulega að glæstum sigri Samfylkingarinna 12. maí n.k. Baráttukveðjur X-S Valdimar Guðmannsson formaður Sa mfylki nga rfélags A-Húnvatnssýslu Blönduósi Samtök um náttúrvernd á Norðurlandi Alyktun Norðurvegur, eins og hann hefur verið kynnturfrá hendi fyrirtækisins Norðurvegar ehf, er fráleit hugmynd. Það sem eitt og sér útilokar slíkan veg er að veglína hans skerí miðju Friðlandið í Guðlaugstungum sem var friðlýst með reglugerð í desember 2005. SUNN leggjast auk þess gegn áformum um gerð Norðurvegar um Kjöl ffá Gullfossi að Silfrastöðum í Skagafirði af eftirfarandi ástæðum: • Framkvæmd þessi er í hróplegu ósamræmi við hugmyndir um lítt snortin víðerni á hálendi íslands og þá upplifun sem ferðalag í óbyggðum milli jökla veitir ferðafólld. Endurbætur á núverandi vegi um Kjöl koma vel til greina ef þær ffamkvæmdir falla að landinu. • Sú stytting sem næst með þessari vegtengingu milli Reykjavíkur og Akureyrar er ekld nema um 22 km, sé teldð tillit til styttinga sem áformaðar eru á liringveginum á næstu árum, auk þess sem vegur, sem á meirihluta leiðarinnar er yfir 500 rnetra yfir sjávarmáli, er varhugaverður að vetrarlagi. • Gerð vegarins er í andstöðu við skoðanir sérffæðinga Vegagerðarinnar um upp- byggingu þjóðvegakerfisins og samrýmist ekki ffamkominni samgönguáætlun samgöngu- ráðherra fyrir árin 2007-2018, þar sem lögð er megináhersla á að bæta samgöngur milli byggðakjama og styrkja núver- andi hringveg, einkum á leiðinni Reykjavík-Akureyri (sbr. Fram- kvæmdafféttir Vegagerðarinn- ar, 5. tbl., 2005). • Veglínan sem Norðurvegur leggur ffam er ný mestalla leiðina, bæði um hálendið og á leiðinni upp úr Skagafirði, þar sem hún fer yfir verðmæt landsvæði, m.a. votlendi. Það er helber ósvífhi af hálfu stjórnarformanns Norðurvegar að halda því fram aðtveggja til þriggja metra hár vegur sé afturkræf ffamkvæmd. Dettur einhverjum heilvita manni í hug að slíkum vegi verði ekið aftur í námur? • Gjaldtaka á vegum upp á eða um hálendið yrði alvarleg aðför að umgengnisrétti almennings að hálendinu. Stjórn SUNN, 14. febrúar2007 Fyrir svo sem 2000 árum, var borðum víxlaranna velt um koll og þeir reknir út úr Musterisgarðinum. Næsta Ijóst er að starfsemi víxlaranna hefur ekki notið virðingar eða velþókn-unar almennings þar sem enginn lagði þeim lið, þegar Jesús veittist að þeim og rak þá út. Víxlararnir voru þó aðeins að stunda það sem nú er kallað viðskipti eða fjármálastarfssemi. Þeir voru að reyna að koma í verð einhverjum eigum er þeir höfðu tekið af mönnum, sem þeir höfðu lánað peninga. Allar götur síðan þetta skeði í Musterisgarðinum, hefur verið nóg framboð á mönnum sem hafa fetað slóð víxlarana og reynt að auðgast á lánastarfsemi, og ná til sín eigum annara með viðskipt- um og peningasýsli. í gegnum aldirnar naut þessi athafnarsemi aldrei virðingar almennings, en átti stundum hauka í horni þar sem voru spilltir og veikir valdhafar. Á síðustu öld var allri okurstarfsemi lengst af settar traustar skorður, hér á landi. Lög bönnuðu hærri vexti en 7% og þeir aðilar sem ekki virtu þetta ákvæði voru sóttir til saka. En svo skeður það á síðustu árum aldarinnar (rúmum áratug) að sporgöngumönnum víxlarana bætist heldur betur í búi. Þá eru komnir til áhrifa og valda stjórnmálamenn, sem ná saman um það að brjóta niður það blandaða hagkerfi, sem samfélag okkar hvíldi á, og innleiða í staðinn, óðann kapítalisma, þarsenr hið óhefta frelsi og ,, markaðurinn” áttu að blessa allt og alla. Er við bjuggum við bland- aða hagkerfið þar sem, félags- legu opinberu og einkafram- taki var jöfnum höndum beitt við framkvæmdir og úrlausn mála, náði þjóðin á undraskömmum tíma að byggja upp efnalega sterkt velferðarsamfélag. Úr þeim eignum hefur einkavæðingin moðaðogerennað.Víxlararnir notuðu sér yfirráð sín á bönkunum með þeim hætti að margfalda erlendar lántökur og dæla þeim tjármunum út á þenslusvæðinu í Reykjavík og nágrenni. Uppskeran er eins og til var sáð, verðþensla sem hækkar verðtryggðar peningaeignir bankanna um tugi eða hundruð miljarða, vextir hækka linnu lítið og skuldir landsmanna að sama skapi. Bankarnir hafa aukið yfirdráttarlán af látlausri græðgi svo að nú mun yfirdrátturinn nema eins og einni Kárahnjúkavirkjun. Bara af þessum „lánaflokki” hirða bankarnir tugi miljarða á ári. Þannig starfar hinn frjálsi markaður! Víxlararnir og skriftlærðir, er þeir hafa í sinni þjónustu gera svo hróp að landstjórninni fyrir að bjóða út vegavinnu á Vestfjörðum fýrir 1-2 miljarða. Tala um ábyrgðarlausa hagstjórn. Á sama tíma kalla þeir á ljósmyndara og láta mynda sig við upphaf bygg- ingarframkvæmda í Reykjavík sem eiga að kosta 60 miljarða. Þenslan í hagkerfinu ekki nefnd. Einhverntíma var sagt „vei yður hræsnarar”. En víxlararnir og vinir þeirra vilja meira. Þeir heimta Ibúðalánasjóð sér til búdrýginda. Þjónkun fyrrverandi forsætisráðherra við víxlarana gekk svo langt, að tilkynna á blaðamannafundi, að hann hefði gefið nýjum ráðherra félagsmála Jóni Kristjánssyni fyrirmæli um að draga íbúðalánasjóð út af almennum markaði og breyta sjóðnum í heildsölubanka. Það varð að hafa bankana góða. Það hafði forgang, ekki hagsmunir fólksins sem var að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Með þessum „fyrirmælum” var formaður Framsóknar- flokksins að heimta að yfirlýst stefna flokksins væri þver- brotin og jafnframt sáttmáli stjórnarinnar um starfsemi Ibúðalánasjóðs. Góðu heilli höfðu félags- málaráðherrar Jón og Magnús fyrirmælin að engu. Eitt af síðustu verkum Halldórs Ásgrímssonar áður en hann lét af starfi forsætisráðherra, var að kalla til menn sem gera skildu tillögur um bætt starfskilyrði víxlaranna. Þó að gróði þeirra væri himinhár átti enn að bæta aðstöðu þeirra. Þeir sem kallaðir voru til þessara verka leggja nú til við ríkisstjórn að hún sjái til þess að hér verði víxlurunum reist traustustu borð sem um getur og undir þeim borðum verði besta skattaskjól veraldar, þá munu víxlarar úr öllum heimshornum streyma til okkar með starfsemi sína. Nýkjörnum formanni Framsóknarflokksins rnætti vera ljóst að þjónkun við óheftan kapitalisma, getur aldrei annað en aukið þann flótta frá flokknum sem magnast hefur síðustu ár. Framganga Jóns Sigurðssonar kann að ráða úrslitum um framtíð flokksins. Það samrýmist aldrei lífs- viðhorfum, hugsjónum og siðgæðisvitund, sem stefna Framsóknarflokksins var reist á, að skaffa víxlurunum betri borð. Nær væri að setja þeim þrengri starfsskilyrði. Athæfi þeirra og ágirnd er áþekk og forðum þegar borðurn þeirra var vellt um koll, og nýtur vonandi ekki meiri virðingar en þá. Gunnar Oddsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.