Feykir


Feykir - 21.02.2007, Blaðsíða 8

Feykir - 21.02.2007, Blaðsíða 8
8 Feykir 08/2007 Feyki lá forvitni á að vita aðeins meira um þá menn og konur sem veljast í efstu sæti framboðslista stjórnmálaflokkanna í Norðvesturkjördæmi. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra reið á vaðið og svaraði nokkrum iaufiéttum spurningum. Sturla Böðvarsson Sjálfstæðisflokki svarar Hugsjónastarf --------------------------------) Nefndu 10 atriði sem þú og þitt framboð hefur staóið fyrir á síðustu fjórum árum og kemur að einhverju leyti við íbúa á Norðurlandi vestra. 1. Nýr vegur um Norðurárdal í Skagafirði, um Þverárfjall og ákvörðun um GSIVI samband þar ásamt lagningu nýs strandvegar á Sauðárkróki og vegagerðar við Vindheimamela. 2. Uppbygging á Hólum hefur verið studd á allan hátt og sérstaklega ferðamálabraut skólans. 3. Samningur samgönguráðuneytis um Grettistak, Selasetur og Gestastofu á Þingeymm. Samningur við Markaðsskrifstofu Norðurlands ásamt stórfelldri markaðs- og landkynningaraðgerð- um sem hafa leitttil fjölgun ferðamanna um allt land. 4. Styrkur samgönguráðuneytis og útboð á áætlunarflugi til Sauðárkróks. 5. Stórfelldarhafnarframkvæmdirá Skagaströnd og Sauðárkróki. 6. Öflug varðstaða varaformanns fjárlaganefndar fyrir skóla, sjúkrastofnanir, söfn og landbúnaðinn við afgreiðslu fjárlaga hverju sinni. 7. Flutningur starfa og stofnana í landshlutann. Þar má nefna innheimtuskrifstofu sekta á Blönduósi o.fl. 8. Samningur fjarskiptasjóðs um stafrænar útsendingar um gervihnött til sjófarenda ogtil dreifbýlisins. 9. Fyrirtækinu Forsvari á Hvammstanga var falin veigamikil greiningarvinna og forritun við að koma upp gagnveitu um íslenskan sjávarútveg. Afraksturinn verðurgagnaveita um íslenskan sjávarútveg og er að finna á fisheries.is. 10. Matís ohf. tók til við rekstur lceprotein á Sauðárkróki og tekur þátt í verkefnum í fiskeldi með Háskólanum á Hólum. Stefnt er að víðtækari uppbyggingu og tækifærum í þróun verkefna og nýsköpun í Verinu m.a. í samstarfi við fyrirtæki sem hlotið hafa styrk til slíks frá AVS sjóðnum. Sturla i skoöunarferð í Norðurárdal. Hversu lengi hefur þú starfað í stjórnmálum? „Fyrstu beinu afskipti mín af stjórnmálum var þátttaka í starfi ungra sjálfstæðismanna á Snæfellsnesi. Á námsárunum í Reykjavík tók ég þátt í starfi flokksins og 1967 var ég kjörinn í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Árið 1974 var ég ráðinn sveitarstjóri í Stykkishólmi, en þar hafði D- listinn náð hreinum meirihluta, og var þar sem sveitar- og bæjarstjóri og síðast einnig sem bæjarfulltúi til ársins 1991. Áriðvar 1991 var ég kjörinntil setu á Alþingi sem þingmaður Vesturlandskjördæmis. Frá árinu 1999 hef ég verið sam- gönguráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis frá árinu 2003.” Hvað er það við stjórnmálin sem heillar þig? „Allt starf að stjórnmálum er hugsjónastarf í mínum huga. Það sem hefur drifið mig áfram í störfum mínum er viljinn til þess að hafa áhrif á þróun þjóðfélagsins og viljinn til þess að breyta samfélaginu. Þátttaka í stjórnmálum er kjörinn vett- vangur til þess. Mikil samskipti við fólk, ferðalög og kynni af landinu er það sem er heillandi við stjórnmálin.” Af hvaða máli ertu stoltastur? „Sem pólitískur bæjarstjóri í Stykkishólmi er ég stoltast- ur af uppbyggingarstarfinu þar og því að hafa fengið að starfa með góðu fólki og halda meirihluta í bæjarstjórn Stykkishólms í tuttugu ár og í síðustu kosningum, þar sem ég var í framboði, fékk D-listinn tæp 70% sem ég tel að bendi til þess að ég geti verið stoltur af þeim ferli mínum. Sem þingmaður og ráð- herra er ég ánægðastur með að hafa fengið samþykkta nýja löggjöf um samgönguáætlun, ferðamálaáætlun og íjarskipta- áætlun. Að fá þessar ályktanir samþykktar á Alþingi og sjá árangur af þessum áætlunum í öllum landshlutum og hafa nú komið í gegnum ríkisstjórn og þingflokka tímamóta sam- gönguáætlun sem mun valda byltingu í landinu.” Lumar þú ekki á einni góðri sögu úr baráttunni? „Þrátt fyrir að starf stjórn- málamannsins sé að jafnaði stöðugt puð og þras þá eigum við skemmtilegar stundir með góðu fólki. Ein skemmtilegasta og um leið óvæntasta uppákoman sem ég kynntist var þegar við Valdimar heitinn Indriðason vorum í framboðsferð í stórhríð og ókum fram á frambjóðend- ur Bandalags jafnaðarmanna sem höfðu verið með okkur á framboðsfundi í Búðardal. Við ókum Heydal á velbúnum bíl og ösluðum yfir skaflana og ókum framá þessa ágætu frambjóðendur sem höfðu látið öllum illum látum við okkur á fundinum. Þeir voru á fremur illa búnu ökutæki svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þeir máttu eiga líf sitt undir hjálp okkar í blindhríð en þeir voru á spariskónum og illa klæddir eins og þeir hefðu ætlað að skreppa á milli húsa í höfuðborginni. Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir því hvernig veðrið er á fjallvegum. Þeir náðu sér ekki á mikið flug gegn okkur á fundum eftir þetta og urðu í raun góðir kunningjar okkar eins og gerist mjög oft með okkur sem störfum saman í stjórnmálunum þrátt fyrir að vera pólitískir andstæðingar.” Hver eru þín áhugamál utan stjórnmálanna? „Sagnffæði, verndun gamalla húsa, hestamennska og flugu- veiði.” Skiðasvæðið I Tindastóli heimsótt é dögunum. Sturla ásamtjóni Magnússyni frá Veg- agerðinni, Viggó Jónssyni umsjónarmanni skiðasvæðisins og Brynjari Pálssyni. Snjóframleiðsla á skíðasvæði Tindastóls Meiri snjó Það sem af er ári hefur aðeins verið hægt að fara á skíði í fimm daga á móti 65 dögum í fyrra. Það er dýrt að láta mannvirkin standa ónotuð og hefur skíðadeild Tindastóls því hafið undirbúning þess að setja upp snjóbyssur. En hvað kosta herlegheitin? Viggó Jónsson, forstöðu- maður skíðasvæðis Tinda- stóls, segir að nú þegar hafi verið lagt í mikla vinnu til þess að mögulegt verði að hefja snjóframleiðsluáskíðasvæðinu næsta haust. Búið er að kaupa rör sem þarf í verkefnið og komir niður um 600m af þeim en það sem uppá vantar verður lagt í sumar. Gert er ráð fyrir að kaupa fjórar byssur til þess að anna framleiðslu á svæðinu en ekki er búið að fá endanlegt tilboð í snjóvélarnar þannig að ekki er vitað nákvæmlega upp á krónu hvað þetta kostar en það fer eftir gengi og þessháttar óvissu þáttum. En þetta eru alit þekktar stærðir og engin vandamál með það í sjálfúm sér. Reiknað er með að þetta muni kosta um 23.000.000 með öllu. - Á skíðasvæði Dalvíkinga hefur verið framleiddur snjór með góðum árangri í 1 ár og eins í Hlíðarfjalli á Akureyri. -Ef við ætlum okkur að hafa hér skíðasvæði sem treystandi er á er nauðsynlegt að setja þennan búnað upp eins og dæmin sanna nú í vetur. Það er ekki gerlegt fyrir nokkurt fyrirtæki að vera rekið með svona óvissu eins og skíðadeild Tindastóls rekur þetta í dag. Skíðasvæðið í Tindastól er svo sem ekki einkamál Skíðadeildarinnar heldur er þetta gríðarlegt mál fyrir férðaþjónustuna yfir vetrartímann, og þetta tel ég að sé einnig hagsmunamál fyrir Húnverska ferðaþjónustu ekki síður. Ég tel að Húnvetningar eigi að sýna það í verki að þeir vilji starfa með okkur að þessu verkefiii að byggja upp í Tindastólnum. Veðurfársleg skilyrði sem þurfa að vera til staðar eru frost og vatn og við vitum hvernig það hefur verið í Tindastól, segir Viggó. - Hvað kostar að reka snjóbyssurnar á ári? -Rekstrarkostnaður á svona kerfi er náttúrlega brcytilegur það fer svolítið eftir því hvernig það er upp byggt og hversu margar vélar eru teknar en hver vél er um 25 KW og svo þarf dælu sem er um 90KW og þá vitum við aflið en okkur vantar þá tímann sem við þurfum að keyra vélarnar. Svæðið þjónustar í dag Skagafirði og Húnavatnssýslum og er mikill metnaður Sklðadeildar Tindastóls að bæta svæðið enn frekar. Það er algerlega ljóst að deildin getur ekki haldið svona áfram það sér það hver maður. Á góðu ári koma um 8000 manns á skíði og stendur svæðið þá undir sér. Komi hins vegar ár eins og í ár koma eðli málsins samkvæmt fáir í brekkurnar og svæðið er rekið með tapi. Reikningsdæmið er því að mati þeirra skíðamanna ekkert flókið. Eigi svæðið að lifa af fleiri svona vetur verði að koma til framleiðsla á snjó. Við leyfúm Viggó að eiga síðasta orðið. -Skíðadeild Tindastóls horfir björtum augum fram á veginn og er hvergi bangin. Það er ekki eins og þetta sé eitthvað risa verkefni, við höfum séð það svartara, það er bara að vinna í málunum þá ganga hlutirnir upp.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.