Feykir


Feykir - 21.02.2007, Blaðsíða 11

Feykir - 21.02.2007, Blaðsíða 11
08/2007 Feyklr 11 FæUFæBw %iiv <2} QJ NEMENDAFÉLAG FJÖLBRAUTASKÓLA NORÐURLANDS VESTRA F.h. NFNV, Ragnhildur Friöriksdúttir, ritstjóri Molduxa og Pálmi Þór Valgeirsson, forseti NFNV dbj (s 4 RásFás 93,7 Nemendafélag FNV hefur um árabil rekiö útvarpsstöðina RásFás. Óhætt er að segja að útvarpsreksturinn hafi gengið í gegnum ýmislegt á þessum árum og er það í raun mesta furða að nemendum hafi tekist aö V halda honum starfandi. Síðasta skólaár sömdu íjölbrautaskólinn, nemenda- félagið og Skagafjörður um kaup á nýjum útvarpssendi þar útsendingar gamla sendisins náðu yfir mjög takmarkað svæði og gæðin ekki góð. Nýja sendinum var komið fýrir en aldrei var klárað að ganga ffá nokkrum lausum endum, stillingum og fleiru, svo að útvarpssendingar gæti farið í loftið fýrir alvöru. Það var ekki fýrr en núna rétt fýrir jól sem gengið var frá þessum lausu endum og sendirinn loks tilbúinn til notkunar. Samningur RásFás og sveitarfélagsins Skagafjarðar fól meðal annars í sér að nemendafélagið myndi taka upp og útvarpa sveitar- stjórnarfundum sem síðan verði hægt að nálgast á www. skagafjordur.is og er það mjög hentugt fýrir þá sem vilja hlusta á fundina en sjá sér ekki fært að mæta. Þegar allt þetta var komið í höfn, birtist önnu hindrun. Við sáum ekki ffam á það að fjármagn nemendafélagsins væri ekki nóg til að geta staðið undir útsendingum allan sólarhringinn, þar sem STEF gjöldin eru drjúg, og var þá brugðið á það ráð að leita eftir samstarfiviðaðraútvarpsstöð. Rætt var við nokkrar stöðvar en að lokum var samið við útvarp Sögu og felur sá samningur m.a. í sér að þau fái að senda út á okkar tíðni þegar útsendingar RásFás eru ekki í gangi. Núna stendur yfir skipu- lagning á nýju útvarpshljóð- veri innan veggja skólans og mun það vera stærra og betra en það sem nú er í notkun. Aðstaðan verður byggð með þeim skilyrðum að upptökur og útsendingar verði eins fagmannlegar og mögulegt er. Næst á dagskrá hjá nemendafélaginu verður að setja saman dagskrá og finna áhugasama þáttastjórnendur til að koma þessu af stað fýrir alvöru. Væntanlega verða mjög athyglisverðir þættir á við “plötu vikunnar”, spjall við ýmsa Skagfirðinga og fleira. Við viljum minna fólk á að skoða www.nfhv.is reglulega, þar munu koma upplýsingar um dagskrá útvarpsins og fleira tengt nemendafélaginu. Einnig má benda á að einhverjir einstaklingar hafa áhuga á að vera með þátt, eru þeir hvattir til að senda tölvupóst á netfangið nemo@fhv.is. Hver veit nema að þú verðir næsta útvarpsstjarna Islands! Duggi ótrúlega góður! Gunnar Gunnarsson húsvörður eða Duggi eins og hann er gjaman kallaður, fær hrósið frá okkur að þessu sinni en hann er búinn að reynast nemendafélaginu ótrúlega góður. Hann er alltaf tilbúinn að hjálpa til við allt og gefur sér tíma i að stússast með okkur þegar stórir sem smáir viðburðir í skólanum eru að nálgast. Duggi er mjög svo vinalegur maður og það er auðvelt að tala við hann, svo er hann líka “algersnillingur” einsog margir vilja orða það. Við viljum nota tækifærið og þakka Dugga kærlega fyrir frábært samstarf og vonum að sjálfsögðu að það eigi eftir að halda áfram. • Þorsteinn þýskukennari ogJón Gnarrværu góðir félagar ■ Rúmlega 90 manns komu að uppsetningu söngleiks NFNV á þessu ári • Ámi Þór Þorsteinsson nemandi skólans komst áfram í eðlis-, efna- og stærðfræðikeppnum framhaldsskólanna í fyrra ■ Helgi Hrannar og Kristinn Tóbías, nýsveinar í húsasmíði frá FNV unnu til heiðursverðlauna fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi í húsasmíði árið 2006. ■ Krökkunum í verknáminu tókst að brjóta sófa sem var búið að styrkja með jámstoðum • Pálmi, forseti NFNV, er margoft skammaður á fundum fyrir að geta ekki verið kyrr ■ Síðustu ár hafa iðnnemar frá FNV verið á verðlaunapalli í öllum greinum í Islandsmóti iðnnema Ingileif leysir vandamálin Eftir nokkra umhugsun ákváðum við að námsráðgjafi og kennari við FNV, Ingileif Oddsdóttir yrði fyrir valinu að þessu sinni. Ingileif á þennan titil fyllilega skiliö fyrir það eitt að vera frábær námsráðgjafi. Það er alltaf hægt að leita til hennar ef einhver vandamál eru til staðar, hvort sem þau varða námið, vinina,fjölskylduna,skólann sjálfan eða nánast hvað sem er og hún er alltaf tilbúin að hlusta og gerir sitt besta til að leysa vandamálið og gera gott úr hlutunum. Það er ótrúlega þægilegt að vita af svona manneskju innan skólans því oft koma upp vandamál sem geta reynst erfið og þá er um að gera að leita sér hjálpar. Við óskum Ingileif til hamingju með titilinn og vonum að við fáum að njóta hennar sem lengst. 2i. feb:: Söngkeppni NFNV á sal skólans Undankeppni fyrir Söngkeppni Framhaldsskólanna á Akureyri 8. - 9. feb:: Opnir Dagar í FNV Líf og fjör í Fjölbraut! 10. mars:: Árshátíð NFNV Galakvöld í íþróttahúsinu. Auðunn Blöndal verður veislustjóri, matur, skemmtiatriði, kosningar og ýmislegt fleira. 24. mars:: Paintball-ferð Farið verðurtil Reykjavíkur með stóran hóp af krökkum og farið í Paintball. 14. apríi:: Söngkeppni Framhaldsskólanna og skautaferð Haldin á Akureyri ( HIÁLPARHELLAN ) Húsráður Eiríksson gróf í kistu sína og fann fleiri lauflétt húsráö Húsráö Reykingarlykt Til að minnka stórlega reykingarlykt og jafnvel eyða henni, eftirt.d partý er gott að taka glas af vatni og hella út í edik % og Ví>. Síðan er glösin sett á ofnana í íbúðinni/húsinu. Eitt glas á lítinn ofn, tvö glös á stóran ofn. Verið búin að setja þetta á ofnana áður en partýið byrjar og leyfið þessu að standa yfir nótt. Daginn eftir ætti ekki að finnast nein lykt. Blek Blekbletti úr fötum má reyna að ná úr með mjólk. Ef blek fer í föt er ágætt að setja mjólk ískál og láta blettinn liggja ofan í henni yfir nótt, þetta má að sjálfsögðu bara gera við föt sem má þvo. Blóð Blóðblettir nást vel úr fötum ef þú nuddar þeim upp úr saltvatni og köldu vatni, oft er gott að láta flíkina liggja smá tíma í saltvatni áður hún er svo þvegin. Best er þó að gera þetta áður en blóðið er þornað. Óhrein jakkaföt Stundum kemur fyrir að maður gleymir að fara með jakkafötin í hreinsun áður en maður fer að skemmta sér. Þaðertil eitt ráðvið því. Þaðer aðtaka hjartarsalt ogsetja íglas af vatni og látið eyðast alveg upp. Sfðan tekur maður bursta og dýfir í vatnið og burstar aðeins yfir fötin, hengir þau síðan til þerris út og þau eru eins og ný komin úr hreinsun. Þetta nær samt ekki úr stórum blettum en fötin virka hrein og öll lyktfer.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.