Feykir


Feykir - 21.02.2007, Blaðsíða 10

Feykir - 21.02.2007, Blaðsíða 10
lO Feykir 08/2007 Félagsstarf eldri borgara á Löngumýri 10 ára Stendur í blóma Félagsstarf eldri borgara í Skagafirði stendur í mikium blóma og þéttskipuð dagskrá flesta daga vikunnar fyrir þá sem áhuga hafa á að vera með. Nýlokið er þorrablóti og innan fárra daga leggur stór hópur land undir hjól og brunar á sparidaga á hótel Örk í Hveragerði svo það er í mörg horn að lita hjá þessum dugmikla og glaðværa hóp. Hinar reglubundnu sam- verur fara að mestu fram í Ljósheimum og á Löngumýri, en þar var þess minnst á dögunum að nú í febrúar voru liðin 10 ár ífá fyrstu skipululögðu samkomunni fyrir eldri borgara. 1 stuttu ávarpi Helgu Bjarnadóttur formanns félags eldri borgara í Skagafirði rifjaði hún upp aðdragandann af starfinu á Löngumýri sem var hugarfóstur hennar og Margrétar heitinnar forstöðukonu, en þeim stöllum datt í hug að auglýsa samkomur af þessum toga sem síðan hafa verið óslitið hálfsmánaðarlega ffá hausti og fram á vor og ævinlega vel sóttar. Dagskráin er í mjög föstum skorðum á þessum dögum. Fyrst er sungið dátt við undir- leik Kristjáns Stefánssonar ffá Gilhaga, en síðan er lesið eða farið með gamanmál þar til spilamennskan hefst. Aðeins er gert hlé á henni til að gera veislukaffi þeirra Helgu Bjarna og Indu í Lauftúni góð skil, en þær ásamt Kristjáni bera hitan og þungan af starfinu ffemra og hafa í öll þessi ár sveigt borð undan veitingum. í tilefni þessara tímamóta heiðraði vígslubiskupinn á Hólum Jón Aðalsteinn Baldvinsson samkomuna og fór vítt um í sínu líflega ávarpi. Helga setur samkomuna. Þrenningin sem sér um Löngumýrarsamverurnar af stakri prýði ásamt vígslubiskupi. Fv. Helga Bjarnadótir, Kristján Stefánsson, Inda i Lauftúni og Jón Aðatsteinn. Alltaf eru nokkrir i Briddsinum þó fleiri einbeiti sér i vist. Umsóknir um styrki Menningar- og kynningarnefnd og Félags- og tómstundanefnd auglýsa eftir umsóknum um styrki til menningarviöburöa og til æskulýðs- og tómstundamála á fyrri hluta ársins 2007 Nánari upplýsingar gefa: Sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs: sími 455 6000; netfang heidar@skagafjordur.is Æskulýðs- og tómstundafulltrúi: sími 455 6000; netfang mariabjork@skagafjordur.is í styrkumsókn skal koma fram markmið verkefna og áætlanir um framkvæmd þeirra sem skulu vera skýrar og raunhæfar hvað varðar kostnaö, tímasetningar og kröfur til ábyrgðarmanna. Listrænt og/eða fræðilegt gildi verkefnisins þarf aó vera Ijóst. Sýnt skal fram á að styrkurinn sé líklegur til aö efla æskulýðs-, tómstunda- og menningarstarfsemi í Skagafirði. Með umsóknunum skulu fylgja upplýsingar um umsækjendur og ábyrgóarmenn. Tekió skal fram fyrir hvað styrkurinn er ætlaður, önnur fjármögnun tilgreind og ársskýrsla viðkomandi umsækjanda lögö fram sé hún til. Umsóknum skal skilað fyrir 12. mars 2007 í Ráðhús, Skagfirðingabraut 17-21 eða með tölvupósti í netfangið skagafjordur@skagafjordur.is Menningar- og kynningarnefnd Félags- og tómstundanefnd www.skagafjordur.is Skagafjörður Sáttmáli til sóknar í skólamálum í Skagfirði Verkefnastjórn verkefnisins Sáttmáli til sóknar í skólamálum í Skagafirði auglýsir eftir styrkumsóknum úr sjóðnum. Öllum er heimilt að sækja um stuðning eða koma með ábendingar til nefndarinnar og er einungis gerð sú krafa að um eflingu á skólastarfi í Skagafirði sé að ræða. Verkefnið spannar öll skólastig í héraðinu frá leikskólum til háskóla ásamt tónlistarskóla og farskóla. Ekki er gert ráð fyrir að veita styrki til bygginga skólahúsnæðis en hægt er að sækja um styrki til kaupa á tækjum og búnaði. Nánari upplýsingar á ks.is og skagafjordur.is Einnig má hafa samband við verkefnisstjórnina en hana skipa: Ásta Pálmadóttir, Einar Einarsson, Herdís Sæmundardóttir, Jón Hjartarson, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.