Feykir


Feykir - 21.02.2007, Blaðsíða 6

Feykir - 21.02.2007, Blaðsíða 6
6 Feykir 08/2007 Alexandra Chernyshova ætlar að setja upp LaTraviata í Skagafirði Fallega söngkonan frá Hofsósi Alexandra Chernyshova söngkona vekur athygli hvar sem hún kemur. Fyrir fallegan söng, glæsilegan klæöaburö og fágaöa framkomu. Þessa dagana vinnur hún aö uppsetningu óperunnar LaTraviata og þaö ekki hjá íslensku óperunni heldur Óperu Skagafjaröar. Okkur langaöi að fá aö vita aöeins meira. Hann er örlítið þoku- Korsakov, Gilda frá óperunni kenndur dagurinn sem við hittumst. Eítir froststillur síðustu viku er hálf grátt um að litast og þegar rennt er inn á Hofsós er ekki hræðu að sjá. Allir í vinnu eða skóla. Hjónin Alexandra Chernyshova og Jón Hilmarsson, skólastjóri, taka vel á móti mér og inni hjá þeim er allt annað en grámygla. Heimili þeirra ber góðum smekk húsmóðurinnar fagurt vitni og inni í stofu á píanóið sinn heiðursstað. Jón mundar kaffivélina og við fáum okkur sæti. Viðtalið getur hafist og við hefjum söguna í Úkraínu. Afar og ömmur Alexöndru höfðu líkt og hún sjálf orðið fyrir áhrifum listagyðjunnar. Afinn var kvikmyndaleikstjóri, amman leikkona og bróðir hennar óperusöngvari. -Síðan kemur pabbi minn og hann er lögfræðingur og mamma hún er prófessor í bókmenntum og starfar sem slíkur. Mamma og pabbi voru því alltaf að reyna að lieina mér inn á sínar brautir. Ég átti að vera lögfræðingur eða eitthvað slíkt. Það má þó ekki misskiljast að ég hafi orðið fyrir miklum þrýstingi þannig. Þau vildi mér aðeins það besta og fannst að framtíðin væri betri ef ég lærði eitthvað hagnýtara en söng, rifjar Alexandra upp. Alexandra kemur frá Kænu- garði þar sent búa um 4 milljónir manna og til gamans má geta að í borginni eru yfir 200 leikbús. Eða eins og eitt leikhús á hvern íbúa Hofsóss. Listagyðjan sleppti þó ekki alveg heilli kynslóð því fáðir Alexöndru er ljóðskáld sam- hliða lögfræðistörfunum og hefur gefið út fjórar Ijóðabæk- ur. Sjálf byrjaði Alexandra ung að læra á píanó og síðar tók söngnámið við. Samhliða því að taka há- skólagráðu í ensku, spænsku og bókmenntum. Eftir nám var hún fastráðin við óperuna í Kiev og söng þar nokkur stór hlutverk á borð við Zarevna Lebed frá óperunni Skazka o zare Saltane eftir Rimskiy - Rigólettó eftir G. Verdi, Gosi úróperunni Gosi eftir O.Bilash o.fl. -Þetta óperuhús hafði þá sérstöðu að það var líka með óperur fýrir börn og var með verk sem voru að höfða meira til yngra fólks, segir Alexandra. Eins og gefur að skilja fór allur tími Alexöndru í námið og sönginn. 16 ára görnul söng hún með útvarpssinfóníu Úkraínu. 18 ára söng hún fyrst í óperunni og lék þá strák. 22 ára hafði hún síðan lokið tveimur háskólagráðum. -Það var því ekki mikill tími fýrir stráka og skemmtanir og ég þurfti að hafa mikinn sjálfsaga til þess að halda öllu því sem ég var að gera. Eins höfðu foreldrar mínir mikinn metnað fýrir rnína hönd og þrýstu á ntig að taka eitthvað alvöru nám meðsöngnum. Námsferill minn hafði alltaf verið mjög góður og þau vildu styðja mig til mennta. Eftir að ég hafði með láði lokið námi í tónlistaháskóla sáu þau hins vegar að söngurinn var mitt líf og hafa síðan þá stutt mig á þeirri braut. Ást við fyrstu sýn Alexandra hefur lagt stund á söngnám í Þýskalandi og á Italíu og sumarið 2003 lá leið hennar til Spánar. Um sumarið vann hún sem túlkur fyTÍr börn frá Chernobil sem þetta sumarið höfðu sumardvöl á spænskum heimilum. Um haustið átti síðan leið hennar að liggja til Madrid, nánar tiltekið í Escuela Superior de la Musica de la Reina Sofia. Skóli sem er ætlaður atvinnutónlistarmönnum sem búnir eru með meistaragráðu. Það er skemmst frá því að segja að þetta sumar breytist allt. Jón nokkur Hilmarsson hafði skellt sér í sumarffí til Barcelona þar sem hann koma auga á þessa líka gullfallegu stúlku. Alexandra vill fá að eiga þessa sögu fýrir sig en Jón kemur því að að málið hafi ekki verið neitt flókið. Ást við fýrstu sín hafi verið málið og um haustið hélt Alexandra ekki áfram í söng-námi sínu heldur flutti hún til Keflavíkur. Jón, ekki síður metnaðarfullur, vann þá sem umsjónarmaður Garðalunds, félagsmiðstöðvar í Garðabæ, samhliða því var hann í viðskiptafræði og hafði lokið kennaramenntun. -Það voru viðbrigði að koma til Keflavíkur. Svo fáir á ferli og húsin svo lítil. Mér fannst eins og þau væru bara dúkkuhús. Ég kom hingað í byrjun nóvember og það var allt svo dimmt úti og síðan keyrði maður til Reykjavíkur og það var öll leiðin upplýst. Það fannst mér mjög sérstakt því að í Úkraínu er rafmagnið nrjög dýrt og ekki svona mikið af ljósum. Það tók mig tíma að átta mig á þessu og til þess að byrja með gekk ég um og slökkti öll ljós til þess að spara, rifjar hún upp og þau hjón hlæja bæði. Skapar eigin tækifæri Eftir að Alexandra flutti til íslands fór hún þrisvar sinnum í prufu eftir að auglýst hafði verið effir óperu- söngkonum. Einu sinni var henni hafnað vegna þess að hún var atvinnusöngkona, í hin skiptin var henni hrósað fyrir fallegar háar nótur en ekkert varð úr. J -Þetta er mjög þröngur hópur sem kemst að hér á landi og þetta eru einu aug- lýsingarn- ar sem hafa verið síðan ég flutti. Auðvitað langar mig að syngja í óperunni og ég tel að það yrði ekkert mál þrátt fyrir að ég búi hér. Það dreymir allar söngkonur um að fá að syngja í óperunni með hljómsveit á bak við sig en á meðan það er aðeins ein ópera hér á landi þá verður það erfitt. Þess vegna kviknaði sú hugmynd að setja á svið óperu hér í Skagafirði, segir Alexandra. Hún segir að það hafi komið sér mjög á óvart þegar hún kom hingað í fjörðinn og fór að rekast á bændur sem aldrei höfðu menntað sig neitt í söng en réðu engu að síður við það að stökkvað upp á svið sem fúllskapaðir söngvarar. -Þvílíkir náttúruhæfileika- menn, það eina sem þá hefur kannski vantað er að læra að lesa nótur, annað hafa þeir frá náttúrunnar hendi, segir Alexandra með aðdáun í röddinni. Sjálf kemur hún til með að fara með hlutverk Violettu sem er aðal kvenhlutverkið. -Ari Jóhann Sigurðsson sem býr í Varmahlíð, æðislegur tenór, ætlar að syngja hlutverk Alfredo, Þórhallur Bárðarson frá Blönduósi syngur hlutverk Germont og Sigurður Skag- fjörð ætlar að syngja hlutverk Dourphol. Alls eru átta einsöngvarar 1 sýnmgunm. Síðan auglýstum við eftir fólki í kórinn. Það var örlítið erfitt að fá karlmenn í kórinn því margir eru í öðrum kórum og félagsstörfum og hafa því ekki mikinn tíma en þetta hafðist allt saman. Við erum búin að fá 20 konur og 11 karla í kórinn og erum við að æfa á fullu þessa dagana. Óperan er á ítölsku og því er þetta svolítið erfitt fyrir fólk að ná tökum á henni en það er allt að koma. Tom R. Higgerson hefur verið mjög hjálplegur og komið sterkur inn í verkefnið en hann er frábær píanisti. LaTraviata er í fullri lengd um 3 tímar á lengd en Alexandra segir að það hafi verið of langt fyrir áhorfendur ,langt og erfitt, og því hafi þau ákveðið að fara í styttri útgáfu sem er um 2 tímar. -Þetta er blanda af tónleika- og leikútfærslu og við höfum fengið 143 manna kammer- hljómsveit frá Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands til þess að spila með. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar verður Guðmund- ur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands. Þettaersamstarfsverkefni Óperu Skagafjarðar og Sin- fóníuhljómsveitar Norður- lands. Þá verður mikið vandað til með uppsetninguna meðal annars með Ijósasýningu og dönsurum. Það var mjög erfitt að finna nótur fyrir þessa tegund hljómsveit- ar og vorum við Jón búin að liggja yfir því á netinu í langan tíma. Ég held svei mér þá að hálf Úkraína hafi verið komin í málið en loks fúndum við réttu nóturnar í London.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.