Feykir


Feykir - 21.02.2007, Blaðsíða 3

Feykir - 21.02.2007, Blaðsíða 3
08/2007 Feyklr 3 Skagafjörður Heimir og Bólu - Hjálmar Karlakórinn Heimir mun laugardaginn 10. mars næst komandi, halda heilmikla tónleika í íþróttahúsinu í Varmahlíó. Mun dagskrá tónleikanna verða helguð minningu Bólu- Hjálmars og verður farið yfir sögu hans í ljóði, myndum, sögu og söng. Stefán Gíslason, kórstjóri Heimis, hefur samið nokkur lög við ljóð skáldsins en Agnar í Miklabæ hefur yfirumsjón með handritsgerð. Einnig koma að verkefninu nemendur í Akraskóla, séra Hjálmar Jónsson og Páll Dagbjartsson, svo einhverjir séu nefndir. Nánar má fylgjast með verkefninu á heimir.is auk þess sem Feykir mun fjalla nánar um málið þegar nær dregur. Skólamál í Skagafírði Sáttmáli til sóknar Verkefnisstjórnin er skipuð til fjögurra ára eða meðan að verkefnið varir. Hana skipa; Ólafur Sigmarsson, sem er formaður, Ásta Pálmadóttir, Einar Einarsson, Herdis Sæ- mundardóttir, Jón Hjartarson og Páll Dagbjartsson. A síóasta aðalfundi Kaupfélags Skagafjarðar var samþykkt aó leggja 70 milljónir króna til eflingar á skólastarfi í héraöinu og kæmi það gegn 30 mkr frá sveitarfélögunum héraðsins. Var þetta tilboð kallað “sáttmáli til sóknar í skólamálum i Skagafirði” Það var síðan á haust- mánuðum sem sveitarfélögin samþykktu að vera með og var sáttmálinn staðfestur með formlegri undirritun skömmu síðar. I stuttu máli gengur átakið út á það að kaupfélagið leggur til 70 milljónir á fjórum árum í verkefnið gegn 30 milljónum ffá sveitarfélögunum. Sérstök verkefhisstjórn sér um að úthluta þessum fjár- munum til valinna verkefna á næstu fjórum árum og eru 25 milljónir til úthlutunar á hverju ári. Verkefnisstjórnin er nokkuð óbundin af úthlutun fjármunanna nema að því leyti að þeim er ekki ætlað að fara í hefðbundnar fjárfestingar s.s. byggingar. Þá er stjórninni heimilt að verja 40 % af fjármagninu til kaupa á tækjum og búnaði. Framundan er hjá stjórninni að auglýsa eftir styrkumsóknum og funda með starfsfólki skólanna í Skagafirði til að kynna sér stöðu mála og áherslur á hverjum stað. Verkefnisstjómin mun hvort tveggja úthluta styrkjum eftir umsóknum og ábendingum og eins mun stjórnin styðja við verkefni sem hún velur sjálf og telur til eflingar á skólastarfi í Skagafirði. Öllum er heimilt að sækja um stuðning eða koma með ábendingar til nefndarinnar og er einungis gerð sú krafa að um eflingu á skólastarfi í Skagafirði sé að ræða. Þetta verkefni spannar öll skólastig í héraðinu frá leikskólum til háskóla ásamt með tónlistarskóla og farskóla. ©410 4161 Landsbankinn Útibúiö á Sauöárkróki SAUDÁRKRÓKUR SKAGASTRÖNDa BLÖNDUÓS. \HVAMMSTANGU, 1 JAKUREYRI .REYKJAVÍK VÖRUM l£)l_UNi'Afgrei^slur 1 ReYkiavlk ogAkureyri; Flytjandi og Landflutningar/Samskio Jón í efsta sæti Alþingiskosningar 2007 Framboðslista Vinstri Grænna fyrir Norðvestur- kjördæmi skipa; 1. Jón Bjarnason, alþingismaður 2. Ingibjörg Inga Guðmunds- dóttir, íþróttafræðingur, Tálknafirði, 3. Björg Gunnarsdóttir, landfræðingur, Hvanneyri 4. Ásmundur Daðason, bóndi, Lambeyrunt 5. Jenný Inga Eiðsdóttir, ljósmóðir, Sauðárkróki 6. Hjördís Garðarsdóttir, ferðamálafræðingur, Akranesi 7. Guðmundur Jónsson, tónlistarmaður, Syðra Ósi 8.1.árus Ástmar Hannesson, kennari, Stykkishólmi 9. Jóna Benediktsdóttir, aðstoðarskólastjóri, ísafirði 10. Rósmundur Númason, verkstjóri, Hólmavík 11. Rún Halldórsdóttir, læknir, Akranesi 12. Halldór Brynjúlfsson, bifreiðarstjóri, Borgarnesi 13. Telma Magnúsdóttir, háskólanemi, Steinnesi 14. Hákon Frosti Pálmason, háskólanemi, Sauðárkróki 15. Gunnar Njálsson, sjómaður, Grundarfirði 16. Harpa Kristinsdóttir, stuðningsfulltrúi, Hofsósi 17. Lilja Rafney Magnúsdóttir, verkakona, Suðureyri 18. Jón Fanndal Þórðarson, verslunarmaður, Hnífsdal uim 'sB, pL S| Sl WtM&l 01

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.