Feykir


Feykir - 21.02.2007, Blaðsíða 7

Feykir - 21.02.2007, Blaðsíða 7
08/2007 Feykir 7 Alexandra, Jón og Alexander heima i stofu. Það að setja upp óperu og ætla sér að gera það af metnaði og alvöru er bæði dýrt og erfitt verkefni og er því stjórnað frá eldhúsborðinu heima hjá þeim Alexöndru og Jóni. -Sjálf er ég söngkennari og reyni að koma til móts við fólkið í kórnum með því að leiðbeina því og gefa áfram það sem mér hefur verið kennt, segir Alexandra. Aðeins verður ein sýning af LaTraviata og verður hún í upphafi Sæluviku, sunnudag- inn 29. apríl. Hópurinn hefur tekið upp lagið Libiano og mun það vera á leiðinni í spilun. í framhaldinu ætla þau síðan að gera myndband við sama lag. Frábærir útgáfutónleikar Fyrir utan það að vera að setja upp óperu sem einhverjir rnyndu ætla að væri fúllt starf er Alexandra í fullu starfi sem söng- og tónlistakennari. Er með 7 nemendur sem eru að læra á píanó og 17 söngnemendur. Þá fer hún einu sinni í viku inn á Akureyri og kennir söng í forföllum Michael J. Clarke, er með spænskunámskeið hjá Farskólanum og fýrir jólin gaf hún út geisladisk. Það er því ljóst að hvort heldur sem Alexandra býr í Kiev eða á Hofsósi þá finnur sér alltaf nóg að gera. -Mig hafði lengi langað til þess að gefa út geisladisk og lét verða af því núna í haust. Það var mjög erfitt að velja lög, livernig tónlist ætti að vera á bak við og svo framvegis en ég er mjög ánægð með útkomuna. Ég hélt útgáfutónleika í Miðgarði sem tókust frábærlega. Áhorfendur voru um 200 og ég gaf mig alla í tónleikana enda skiptir það mig ekki máli hvort ég er að syngja fyrir 200 eða 5000 . Það eina sem skiptir mig máli er að ég nái að skila mínu allra besta og að áhorfendur fái það sem þeir komu til þess að sjá. Ég er þannig að upplagi að ég geri alla hluti með sama metnaði. -Mitt tækifæri til þess að fijúga Alexandra hefur ekki þetta óperusöngkonu útlit sem við erum að venjast enda voru söngkonur hér áður mun eldri þegar þær stukku fram á sjónarsviðið. Hún er ekki nema 27 ára og lítur frekar út fýrir að vera poppstjarna en óperusöngkona. -Þetta eru bara breyttir tímar. Ég set mig ekki í neinar stellingar hvað ldæðaburð varðar bara vegna þess að ég er kiassísk söngkona. Það eru að koma frant ungir söngvarar í dag og við erum ekki að koma fram í þessum mildu og stóru kjólum og fötum sem áður tíðkuðust, segir Alexandra. Tíminn flýgur og við þurfum öll að fara að huga að öðru. Lokaorðin eru Alexöndru. -I Skagafirði er mikil sönghefð og því tel ég jákvætt að setja upp óperu hér. Auðvitað er þetta líka mitt tækifæri til þess að fljúga og það fékk ég ekki nema gera það sjálf. Við erurn ákveðin í því sem í þessu stöndum að vera með sýningu á heimsmæli- kvarða og það er gott að finna fýrir þeim stuðningi og athygli sem þetta verkefni er að fá. Okkar markmið er síðan að skemmta áhorfendanum og gefa honum örlítið af okkur sjálfum í leiðinni. Hægt er að fræðast meira um Alexöndru, hlýða á tónlist hennar og horfa á myndbönd á netinu. Slóðin er vmw.simnet.is/chernyshova Liverpool síðan 1982 Magnús Helgason, forstöðu- maður rekstrarsviðs Byggðastofnunar. Hvert er uppáhalds liðið þitt? -Liðið mitt er Liverpool. Það var 1982 þegar ég ákvað að það væri félagið mitt. Það var einfaldlega besta liðið á þeim tíma. Það hafði unnið 1. deildina það ár og var eitt besta félagsliðið í Evrópu. Þetta voru góðir tímar og kempur eins og Kenny Daglish, lan Rush, Alan Hansen, og Bruce Grobbelar léku þá með liðinu. Síðan þá hef ég fylgt því í gegnum árin. Og þó að maður sé orðinn langeygur eftir sigri í Úrvalsdeildinni þá hefur liðið staðið sig vel undandfarin ár, eins og sigur í Meistaradeild Evrópu 2005 og FA bikarnum 2006 sýna. Hefur þú farið á leik með llðlnu? -Ég fór árið 2001 til Dortmund í Þýskalandi og sá þar úrslitaleikinn í Evrópukeppni félagsliða milli Liverpool og Alaves, sem Liverpool vann. Það var mögnuð stemming, bæði fýrir og eftir leikinn og upplifunin ólýsandi. Leikurinn var bráðskemmtilegur, hraður og spennandi og mörg mörk, fór í framlengingu og lauk með gullmarki. Ég hef hins vegar ekki farið á Anfield en hef sett mér það að markmiði að fara ekki seinna en á næsta keppnistímabili. Hefur þú einhverntímann lent í deilum vegna áhuga þíns á þessu liði? -Aðalega fær maður skot á sig þegar liðinu gengur illa. Það er þó alltaf í góðu. Þeim er þó svarað í sömu mynt. En það eru margir sem fylgjast með enska boltanum og allir hafa þeir sína skoðun. Ef þú átt börn, hvernig hefur gengið að ala þau upp í trúnni á liðið? -Þegar þau koma þá verður allt gert til að tryggja að þau fylgi Liverpool að málum. (MITTLIÐ ( TIPPLEIKUR FEYKIS ) Halldór Halldórsson mætir Guðmundi Guðmunds Halldór v Guómundur Halldór Halldórsson dómari virðist ætla að leggja tippara Byggðastofnunar í gras hvem af öðrum. Eftir að hafa sigrað Halldór V 6-5 í 7. leikviku tekst hann nú á við Guðmund Guðmundsson sérfræðing og landfræðing hjá þeirri ágætu stofnun. Guðmundur er stuðningsmaður hinna himinbláu Coventry, sem leika að vísu ekki í efstu deild, og hefur hann valið Magnús Helgason - starfsmann Byggðastofnunar - sem sinn varamann. Nú verður spennandi að sjá hvort Guðmundi tekst að blása í tippglæður þeirra Byggðastofnunarkappa. LEIKVIKA 8 1. Charlton - West Ham 2. Liverpool - Sheff. Utd. 3. Middlesbro - Reading 4. Watford - Everton 5. Colchester - Burnley 6. Crystal Palace - Luton 7. Hull - Birmingham 8. Leicester - WBA 9. Norwich - Coventry 10. QPR - Plymouth 11. Southampton - Ipswich 12. Sunderland - Derby 13. Wolves - Leeds Knattspyrna 3. deild Hvöt og Tindastóll I snúnum riðli Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 16. febrúar riðlaskiptingu 3. deildar karla fyrir keppnistímabilið 2007. I ár taka 29 félög þátt í deildinni og eini fúlltrúi Skagfirðinga að þessu sinni er lið Tindastóls sem er í C-riðli. I riðli með Stólunum eru tvö lið sem toppuðu sína riðla í 3. deildinni síðastliðið sumar, Hvíti riddarinn og Hvöt, og því ljóst að það verður hart barist. Auk Tindastóls, Hvíta riddarans og Hvatar frá Blönduósi eru í C-riðli lið Skallagríms og nýliðarnir í Berserkjum (tengist Víkingi Reykjavík) og Álftanes (tengist FH í Hafiaarfirði). Það eru semsagt sex lið í C-riðli og því verður leikin þreföld umferð. 1. deild kvenna Stólarnir með á ný Knattspyrnudeild Tinda- stóls hefur tekið þá ákvörðun að senda á ný meistaraflokk kvenna til þátttöku í 1. deild íslandsmótsins. Tveir riðlar eru í 1. deildinni og munu tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í úrslitakeppnina og tvö lið síðan flytjast upp í Landsbankadeild 2008. Liðin sem verða með Tindastóli í B-riðli eru þessi: Fjarðabyggð, Hamrarnir, Höttur, Leiknir Fáskrúðsfirði, Sindri og Völsungur. Powerade-mótið Jafntefli og jafntefli Knattspyrnukempur Tinda- stóls léku nýlega við Magna Grenivík í Powerade-mótinu og endaði leikurinn með jafntefli, hvort lið skoraði fimm mörk. Helgina þar á undan léku Stólarnirvið Huginn Seyðisfirði og sá leikur endaði einnig með jafiitefli, 2-2. Tindastóll hefúr nú spilað fjóra leiki í mótinu, tapað einum leik en gert þrjú jafntefli. Liðið á eftir að spila tvo leiki, fýrst gegn Völsungi frá Húsavík og Dalvík/Reyni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.