Feykir


Feykir - 15.03.2007, Blaðsíða 4

Feykir - 15.03.2007, Blaðsíða 4
4 Feykir 11/2007 Unnið við brú á Gönguskarðsá Ársfundur Landbúnaðarháskóia íslands Búið að steypa báða brúarstólpana Myndin er tekin 19. febrúar sl. er nyrðri brúarstöpullinn á Gönguskarósá var steyptur. Horft er í norðaustur. Málmey, Þórðarhöfði og austurfjöllin í bakgrunni. Brúarfræmkvæmdir við Gönguskarðsárós. Mynd: hing Syðri brúarstöpullinn var svo steyptur þriðjudaginn 6. mars í norðan íræsings veðri, 2-4 gráðu hita og ekki félegt til nryndatöku þann daginn. Brúarstöplarnir eru nriklir að umfangi og standa hátt. Það verður mikið verk að slá upp undir brúargólfið og einhver ósköp af stáli fara í verkið. Brúarsmíðin ætti nú að ganga vel með vorið á næsta leiti. Jafndægur í næstu viku og sólargangurinn ört hækkandi. Hörður Ingimarsson Húnaþing vestra______________________________ Færa á mörk þéttbýlis Sveitastjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt að auglý- sa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002 - 2014. Auglýstereftirbreytingum tillögu að deiliskipulagi fyrir sem snúa að því að færa mörk útivistarsvæðið i Kirkju- þéttbýlis við Hvammstanga hvammi dags. 01.03.2007. til austurs til samræmis við Húnvetnskir hestamenn Stórsýning á laugardag Árleg Stórsýning húnvetn- skra hestamanna verður haldin í Reiðhöllinni Arnargerði klukkan átta nk. laugardagskvöld. Á sýningunni verða sýnd kynbótahross og gæðingar úr héraði auk þess sem góðir gestir koma í heimsókn. Meðal atriða verða “Rauðu dívurnar” úr Húnaþingi Vestra, ræktunarbússýning Reynis Aðalsteinssonar og fjölskyldu og atriði í þeirra umsjá. Þá verða sýnd nokkur afkvæmi Gusts ífá Hóli. Börn og unglingar verða með atriði, en öflugt unglingastarf er hjá hestamönnum bæði á Blönduósi og á Hvammstanga. Landbúnaður mikilvæg atvinnugrein Ársfundur Lbhí verður haldinn í íþróttashúsi Varmahlíðarskóla næst komandi föstudag og verður hann opinn almenningi frá klukkan 14:10 þann dag. -Við ákváðum þegar við fórum af stað með þennan skóla að vera með ársfund á hverju ári og vera með hann úti á landi. Fara og hitta það fólk sem við erum að vinna fýrir. Við vorum á Selfossi í fyrra og ræddum þá meðal annars skipulagsmál í dreifbýli. í ár ákváðum við síðan að koma í Skagafjörð. Þar er landbúnaður mikilvæg atvinnugrein og margir af okkar viðskiptavinum sem þar búa. Á fúndinum ætlum við að ræða kornrækt og hrossarækt sem eru stekar greinar í Skagafirði. Við erum að vinna að kynbótum í korni fyrir bændur og síðan skrifuðum við nýlega undir samning við Hólaskóla um samstarfvið kennslu í fýrstu háskólagráðu í hestafræðum. Verður sá samningur kynntur á ársfúndinum. Síðanbaralangaði okkur að koma i Skagafjörð og það var ekkert flóknara en það, segir Ágúst Sigurðsson rektor við Landbúnaðarháskóla íslands. Herdís A. Sæmundardóttir skrifar Traust atvinnulíf er undirstaða velferðar Við íslendingar höfum horft upp á gríðarlegar samfélagslegar breytingar á undanförnum árum. Efnahagsumhverfið allt hefur gjörbreyst og atvinnulífinu og fjármálastofnunum hefur verið skapað umhverfi sambærilegt við það sem gerist í öðrum löndum hins vestræna heims sem við erum hluti af og berum okkur saman við. í þessu umhverfi eru falin mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í útrásarhug og þessi umbreyting hefur vissulega skilað íslensku þjóðinni miklum tekjurn. Ríkissjóður íslands stendur afar vel og er nánast skuldlaus. Hvar sem mælistikan er sett niður í samfélaginu er ísland framarlega í flokki í alþjóðlegum samanburði. Að sama skapi hefur atvinnuleysi verið útrýmt og þjóðin þarf rneira að segja að flytja inn vinnuafl í stórum stíl til að vinna þau verkefni sem verið er að fást við víða um land. Sem betur fer er víða mikill kraftur í atvinnulífinu þótt tækifærin í þeim efnurn sé misskipt. Þannig staðfestir nýskýrsla sem Byggðastofnun vann í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla íslands að hagvöxtur hefur alls staðar verið jákvæður nenia á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, en á þessum tveimur svæðum var hann neikvæður. Þetta rímar í sjálfu sér alveg við það sem ég hef séð gerast á þeim umliðnu árum sem ég hef gegnt formennsku í stjórn Byggðastofnunar. Það sem fyrst og fremst einkennir breytingar undan- genginna ára í byggðamálum er mikill uppgangur á nokkrum stöðum á landinu, ekki síst á Mið-Austurlandi vegna virkjunarvið Kárahnjúka og uppbyggingar álvers í Reyðarfirði. Því miður hefur neikvæð umræða og afstaða til virkjunar og uppbyggingar stóriðju skyggt allt of ntikið á þá jákvæðu þróun sem orðið hefur á þessu svæði í kjölfar þessara rniklu franikvæmda. Fréttir um fjölgun hvers kyns fyrirtækja í verslun og þjónustu eða möguleika sveitarfélaga til að byggja þjónustu og afþreyingu fjTÍr sína íbúa á þessum svæðum hafa verið af skornum skammti ogþað hefur lítið farið fyrir áhuga á að skoða þær jákvæðu hliðarverkanir sem framkvæmdirnar hafa haft fyrir fólk og fjTÍrtæki. Áhrifin eru hvergi nærri komin fram en augljóst að Mið-Austurland mun njóta áhrifanna í mestum mæli þegar til lengdar lætur en áhrifanna mun einnig gæta í öllu samfélaginu. Þá vil ég einnig nefna að áhrifa vaxtar á höfuð- borgarsvæðinu gætir á æ stærra svæði umhverfis það. Þannig má halda fram að jaðrar þess nái nú upp fyrir Borgarnes og austur á Selfoss og jafnvel lengra. Það skal heldur ekki dregið úr þeim gríðarlegu og jákvæðu áhrifum sem uppbygging háskólanna í kjördæminu hefur á samfélagið umhverfis þá. Ég tel reyndar að uppbygging og efling menntakerfisins á öllum skólastigum sé einna mikilvægust fyrir þróun einstakra byggða til framtíðar. En þrátt fyrir að margt afar jákvætt hafi átt sér stað í þróun byggðanna á undanförnum árum eru líka dökkar hliðar á búsetuþróuninni og þróun í atvinnuháttum sem verður að bregðast við. Það er mín skoðun að það þurfi nú vel skilgreint átak af hálfú stjórnvalda, einkafyrirtækja og stofnana til að styrkja stöðu einstakra svæða og koma hreinlega í veg fyrir hrun í atvinnumálum og búsetu, ekki síst á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Vaxtarsamningar sem víða hafa verið gerðir eru spor í þá átt, hugmyndafræði þeirra byggir einmitt á samvinnu margra aðila. Gallinn er bara sá að enn eru allt of litlir peningar í þeim samningum og þeir þurfa jafnffamt að vera mun víðtækari og ná til mun fleiri aðila víðast hvar. Byggðaáætlun fjTÍr árin 2006-2009 sem samþykkt var á Alþingi í vor er leið, gerir í raun ráð fyrir slíku átaki. Byggðaáætlunin er það tæki sem við sem störfúm í stjórnmálum eigum að nota í baráttunni fyrir traustari búsetu- og atvinnugrunni landsbyggðarinnar. Það verður ekki ítrekað nóg að traust atvinnulíf er forsenda allrar velferðar og velsældar fólks. Við sem búum á landsbyggðinni þurfum stöðugt að vera í leit að nýjum atvinnutækifærum og megum ekki láta úrtölur, svartsjnii og öfgar trufla okkur í þeirri leit. Áföll þau sem Vestfirðingar nú upplifa í atvinnumálum er gleggsta dæmið um hve mikilvægt það er að skoða með opnum hug öll þau tækifæri sem við höfum til að byggja upp traust og stöðugt atvinnulíf. Herdís Sœmundardóttir Skipar 2. sœti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördœmi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.