Feykir


Feykir - 15.03.2007, Blaðsíða 5

Feykir - 15.03.2007, Blaðsíða 5
n/2007 Feykir 5 íþróttafréttir Fjölnir- Tindastóll 94-87 Tap gegn Fjölni Tindastoll lek siðasta leik sinn i korfunm þetta timabilið i gærkvöldi og mættu liði Fjölnis í Reykjavík. Fjölnir þurfti nauðsynlega að sigra leikinn deild. Fjölnismenn fóru betur af stað í leiknum en Tindastóls- menn náðu yfirhöndinni og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 24- 27. Nemenja Sovic fór mikinn í liði Fjölnis og hélt þeim inni í leiknum, gerði 22 stig í fyrri hálfleik. Fjölnismenn klóruðu til að halda sæti sínu í efstu eitt stig af Stólunum í öðrum leikhluta og staðan 42-44 fyrir Tindastól í hálfleik. Leikmenn Fjölnis komu ákveðnir til leiks í þriðja leikhluta og hreinlega gerðu út uni leikinn, gerðu 29 stig á meðan Stólarnir gerðu aðeins 13 og því 14 stiga rnunur á liðunum eftir leikhlutann. Leikmenn Tindastóls spýttu aðeins í lófana í fjórða leikhluta en það dugði skammt og Fjölnismenn fögnuðu sigri 94- 87 og sæti í efstu deild. Tindastóll hafnaði því í níunda sæti í Iceland Express- deildinni í veturenliðinu varfjTÍr mót spáð ellefta sæti og þar með falli. Það er þvi ekki svo vitlaust að óska Tindastólsmönnum til hamingju með árangurinn. Stig Tindastóls: Svabbi 17, Zeko 15, Gulli 15, Karim 15, ísak 11, Helgi Rafn 10 og Jujcic 4. HEILBRIGÐISSTOFNUNIN SAUÐÁRKRÓKI AUGLÝSIR Gamlar myndir/munir úr sögu sjúkrahúss í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að Sjúkrahús Skagfirðinga hóf starfsemi sína er fyrirhugað að setja upp sýningu í Safnaðarheimilinu (gamia sjúkrahúsinu) í maí. Ef þú þú lesandi góður átt gamlar myndir/ muni sem tengjast starfseminni á einn eða annan hátt, þætti okkur vænt um að þú hefðir samband við Herdísi Klausen hjúkrunarforstjóra í síma 455 4011. Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki Heilbrigðisstofnunin 'rjffí^* Sauðárkróki (-------------------------------------------------------------------\ VEGAGERÐIN SAUÐÁRKRÓKI :: ÁRANGURS- OG EFTIRLITSDEILD Við leitum að sumarstarfsmanni með stúdentspróf, eða sambærilegt, þarf að vera með góða raungreina- og tölvukunnóttu og bílpróf. Starfið er fólgið í eftirliti- og skróningu vegbúnaðar og þjónustuþátta um allt land, ásamt sléttleikamælingu vega. Nánari upplýsingar í síma 522 1713 (Valgeir) og 522 1740 (Einar). Umsóknir berist fyrir 1. apríl n.k.: Arangurs- og eftirlitsdeild Vg, Borgarsíðu 8,550 Sauðárkrókur eða á netfang vk@vegagerdin.is/eg@vegagerdin.is. VEGAGERÐIN Árangurs- og eftirlitsdeild SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Tveirgóðir kos tir tií að ávcocta spariféð sitt KS-bókin er með 5% vexti, bundin f 3 ár og verðtryggð Samvinnubókin er með lausri bindingu, 12,75% vextir Hafið þið séð betri vexti? ( TIPPLEIKUR FEYKIS ) Magnús Helgason mætir Árna Stefánssyni Maggi v Árni Stef Ráðhússtipparamir Halldór og Heiðar hafa alveg lippast niður í tippinu þegar þeir hafa lent í klónum á Magga Helga; fyrst féll dómarinn 6-3 og nú Heiðar með sömu markatölu sem þýðir að hann fékk 10 færri rétta en hann hafði sjálfur gert ráð fyrir. Maggi spyr hvort Dóri hafi nokkuð hjálpað Heiðari?! Varamaður Heiðars er enginn annar en garpurinn Árni Stefánsson sem segir það heiður að taka þátt í leiknum og reiknar fastlega með að fá 13 rétta. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi, yfirskokkari Skagfirðinga og fþróttakennari við FNV heldur með Birmingham City í enska og hefur valið Mastersmanninn og Svíþjóðarfarann Jakob Frímann Þorsteinsson sem sinn varamann! LEIKVIKA 9 1. Tottenham - Watford 2. Blackburn - West Ham 3. Chelsea - Sheff Utd 4. Middlesbro - Man City 5. Reading - Portsmouth 6. Wigan - Fulham 7. Derby - Cardiff 8. Luton - Ipswich 9. Norwich - Stoke 10. Plymouth - Crystal Palace 11. Sheff Wed - Wolves 12. Southend - Leeds 13. Sunderland - Hull Leó Örn heldur með "stóra lióinu í Liverpool // Leó Örn Þorleifsson var eitt sinn sprækur á línunni hjá KA. Nú er hann forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga. Og hvaða lið ætli það sá sem á hug hans allan í enska boltanum? „Everton er mitt lið. Það var nú þannig þegar ég var yngri að ég hélt með West Ham og bróðir minn með Man Utd. Ég er afskaplega tapsár maður að eðlisfari og þegar West Ham tapaði 6 - 0 fyrir Man Utd gat ég ekki hugsað mér að halda áfram með því liði enda var þetta þvílík hneisa og óbærileg stríðni sem ég fékk frá bróður mínum." Hefur þú einhvern tímann lent f deilum vegna áhuga þíns á Everton? „Þegar maður heldur með Everton (sem er stóra liðið í Bítlaborginni) er nú ekki annað hægt heldur en að lenda í smá deilum við aðila sem halda með litla liðinu í borginni. Það hefur þó allt verið á góðum nótum." Hefur þú farið á leik með Everton? „Nei ég hef ekki enn farið á leik með þeim en á örugglega eftir að skella mér á Goodison Park við tækifæri." Ef þú átt börn, hvernig hefur gengið að ala þau upp í trúnni á liðið? „Ég er nú ekki að blanda krökkunum inn í þetta þau verða sjálf að fá að velja sitt lið íboltanum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.