Feykir


Feykir - 15.03.2007, Síða 15

Feykir - 15.03.2007, Síða 15
n/2007 Feykir 15 Krístrún Ragnarsdóttir og Snorri Styrkársson í eldhúsinu við Skagfirðingabraut Einfaldur en áhrifa- ríkur kjúklingur Hjónin Snorri Styrkársson og Kristrún Ragnarsdóttir urðu við áskorun nágranna sinna þeirra Guðna og Kristbjargar og leggja fram uppskriftir vikunnar. Aðalréttinn fengu þau fyrst í New York og eftir mikla yfirlegu náðu þau að útbúa sína eigin útgáfu af réttinum. Þau Snorri og Kristrún skora á vini sína og nágranna með meiru, þau Jónu Hjaltadóttur og Arnar Halldórsson. Snorri og Kristrún i eldhúsinu. Aðalréttur Pabba kjúklingur 1 kjiíklingur fyrir 4 að hámarki Salt Pipar 150 ml Hunts Barbecue Orginal sósa 150 ml Stek & grillolja orginal frá Caj P. Þetta er afskaplega einfaldur réttur en áhrifaríkur. Hann er tilkominn sem eftirlíking af kjúklingarétti sem ég fékk á óþekktum grillstað á Manhattan fyrir áratug eða rúmlega það og slefaði yfir í bókstaflegri merkingu í margar vikur á eftir í hvert sinn er mér varð hugsað til Nýju Jórvíkur. Eftir mikla tilraunamennsku tókst okkur hjónunum að ná þessu bragði sem síðan hefúr reynst nánast eini kjúklingarétturinn sem þýðir að bjóða á okkar heimili. Olíunni er blandað saman í skál/bolla. Kjúklingurinn er hlutaður til helminga og settur í eldfast mót, saltaður og pipraður báðum megin og síðan er hann smurður með olíunni/sósunni, fýrst að innanverðu en síðan að utanverðu. Skiptir verulegu máli að spara ekki olíuna/ sósuna á kjúklinginn. Einnig má blanda örlitlu af vatni í eldfastamótiðáeftir. Þaðsem gerir þennan rétt enn betri, er að hafa kjúklinginn vel upp þýddan og ekki síður að gera hann kláran strax að morgni. Einnig er sveigjanleiki í eldamennskunni að steikja kjúklinginn fyrst með innrihlutann upp snúa honum siðan við eftir ca 30 mín steikingu og smyrja hann þá með sósunni/olíunni að utanverðu og steikja þannig það sem eftir er. Kjúklinginn þarf að steikja í um 1 og hálfa klukkustund í ofni við 180-200 C hita. Mikilvægt er að ná soði með sósunni/olíunni úr mótinu sem sósu á hrísgrjónin. Meðlæti er hrísgrjón, soðið af kjúklingnum og bananasalat. Salat Bananasalatið er einfalt; með ísberg, púrrulauk, papriku, tómat og síðan 1-2 bönunum. Allt skorið í hæfilega bita og blandað saman í skál. Eftirréttur Vanilluís með hnetusúkkulaðisósu ogþeyttum rjóma Vanilluís. 100 gr Sirius suðusúkkulaði 1 -2 dl mjólk 2 kúfaðar matskeiðar af Peter Pan Crunschy hnetusmjöri Þeyttur rjómi Sósan er gerð með því að hita við vægan hita í potti, súkkulaðið, mjólkina og hnetusmjörið, má ekki sjóða, þarf að hræra stöðugt í. Borið fram með þeyttum rjóma. Algjör kaloríubomba enda bragðgóður eftirréttur. ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 448 Heilir og sælir lesendur góðir. það er einn af þessum tr\'ggu vinum þessa þátta, Einar Sigtryggsson á Sauðárkróki sem leggur til fyrstu vísurnar að þessu sinni. Frambjóðendur fara á kreik fylki sitt að kattna. Staða þeirra virðist veik á velli stjórnmálanna. Allir vilja inn á þing okkar þjóð til baga. Eltir margann íslendittg erfið raunasaga. Pólitík ergrimm oggrá gamlir og ungir takast á, aukabitling allir þrá enga miskunn sína má. Frjálshyggjatt erfarsœl ettn finnst þó mörgum skrítið. Milli flokkafara mentt fyrirhafnarlítið. Sókttardjarfa Margrét mín í tnörgu ertufáum lík. Eflaust verða örlög þín áfratn bundin pólitík. Frjálslyndir konurnar kúga á karlrembu hugsjónir trúa. Sumir svíkja og Ijúga í sjálfskaparvíti búa. Hressum okkur með því að rifja næst upp þessa ágætu vísu Stephans G. Hlœjum þrótt í líf og Ijóð lúa þótt vér höfum. Kemur nóttin ttœðisgóð ttógu fljótt í gröfum. Fræg var hér á árum áður þessi kunna vísa Óla í Dal. Ég heffundi átt í dag með ýta kittdum, alsjáandi á eigitt hag attnars blindum. Þar sem veðurstofan boðar milt veður alla þá viku sem þessi þáttur kernur til með að vera í smíðum, er gaman að rifja næst upp aðra fallega vísu eftir Ólaf í Forsæludal. Þrautaleiðir þokastfjœr þíða ergreið t spori. Myndi seiða svona blœr sál til heiða á vori. I framhaldi af þessu er garnan að rifja næst upp þessa faliegu vísu Höskuldar frá Vatnshorni. Snjóitttt þíðirgóa góð gefast blíðir dagar. Móintt skrýðir geisla glóð glansa vtðir hagar. Þættinum hefur borist vísa sem nokkuð ljóst er að muni vera sléttubönd. Höf- undur Ásbjörn Jónsson, Borgarnesi. Bœtir Ijóðitt aldrei á illan gróður sálin. Kœtir hróður sjaldatt sá svíkurgóðu tnálin. Limra mundi næsta vers heita, veit ekki hver orti svo. Ég er ástfanginn uppfyrir haus líð ei öðruttt neitt kjaftæði og raus, ég er kraminn og kvalinn og kanttski alveggalinn en kvensemin takmarkalaus. Ragnar Á. Magnússon kenndur við Ketu á Skaga mun hafa ort þessa ágætu vísu er hann sá ungan mann láta vel að kærustu sinni. Ellitt gráa, blökk á brá bannarþrá til kventta. Hart er þá að horfa á hinafá að renna. Eftir mikla drykkjunótt mun Ragnar hafa ort þessa. Tœntdum skáluttt skríð égfrá skötnmin fyllir sinni. Hátimbraður, heilsan bág hotflð þrek og minni. Er Ragnar hugsar til liðinna ára verður þessi til. Þegar hretin hrannast á hugarlendur tnanna. Þá er gott að gattga hjá garði minninganna. Að lokum þessi eftir Ragnar. Þótt barist Sé um vit og völd vœnkast lítt mittn hagur. Drottinn nú er komið kvöld hvað varð afþér dagur. Sá ágæti hagyrðingur Bjarni frá Gröf í Víðidal mun hafa horft til baka á lífsleiðinni og ort svo. Lít ég stór í lífið skörð lengist milli vina. Grœnittgjarnir grafa íjörð gömlu kyttslóðina. Ef ég man rétt mun Bjarni hafa ort næstu vísu er hann var staddur erlendis og sent á póstkorti til vinar síns á Akureyri, Rósbergs G. Snædal. Gleðinnar éggettg um dyr Guð veit hvar ég lendi. Ég hef orðið fullur fyrr ogfarist það vel tir hendi. Verið þar með sœl að sintii. Guðtnundur Valtýsson Einksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.