Feykir


Feykir - 21.06.2007, Qupperneq 2

Feykir - 21.06.2007, Qupperneq 2
2 Feyklr 24/2007 Löggufréttir frá Blönduósi Hraðakstur og árás á lögreglumann Erilsamt var hja logreglunni a Blonduosi um helgina. Mjog mikil umferö var í gegnum bæinn og margir teknir fyrir of hraðan akstur, sá sem hraðastur fór var á 154 km/klst. Tvö umferðaróhöpp voru á sunnudag. Annað þeirra var aftaná akstur, þar senr þrír bílar komu við sögu og einn bíllinn eyðilagðist. Til allrar lukku meiddist enginn í þessum óhöppum. Það senr stendur einna helst upp úr eftir helgina er að lögreglumaður varð fyrir árás. Maður var sóttur á Skagaströnd eftir að hafa verið til vandræða og keyra átti honum til síns heirna á Blönduósi. Á leiðinni trylltist ntaðurinn og réðst á lögreglumann, senr slapp þó ómeiddur frá atvikinu. Maður- inn gistir nú fangageymslur rneðan að rannsókn á málinu stendur yfir. Sumarhátíðin Bjartar nætur Fjöruhlaðborð í Vatnsnesi Um Jónsmessuna hefur á annan áratug verið haldin vegleg sumarhátíð í Hamarsbúð á Vatnsnesi. Að þessu sinni verður umrædd hátíð haldin laugardaginn 23. júní og hefst kl. 19:00. Sýningin hefúr verið haldin viðÞetta er orðinn árviss viðburður þar sem húsfreyjurnar á Vatnsnesi framreiða margs- konar sælkerarétti sem sumir hverjir eru afar fáséðir á borðum landsnranna. Mikið er lagt upp úr að matföngin á hlaðborðinu séu allt í senn: Fjölbreytt, sérstök og í fyrsta gæðaflokki svo flestir geti fLmdið eitthvað við sitt hæfi í mat og drykk. Fjöruhlaðborðið er löngu landsþekkt og sækja gestir þangað um langan veg til að njóta þeirrar sérstöðu sem þarna er í boði. Áhugasömum skal bent á að matseðillinn er birtur á www. northwest.is Fastur liður í sumarhátíðinni eru tvær áhugaverðar göngu- ferðir sem famar eru þennan sarna dag og endar göngufólk ferðimar \rið fjöruhlaðborðið. Önnur er frá Þorgrímsstöðunr, ffarn Miðtungu niður með Hlíðarfjalli að Hamarsbúð. Af Vatnsnesfjalli er mjög víðsýnt í góðu skyggni. Gönguleiðin er krefjandi. Brottför verður kl. 12:00 á hádegi ffá Þorgríms- stöðurn. Upplýsingar geflir Þóra Kristín í sínra 451 2668. Hin gönguleiðin er ströndin ffá Stöpurn að Hamarsbúð. Um 7 krn löng leið sem flestir geta gengið. Gott útsýni til Stranda- fjalla. Brottför kl. 16:00 ffá Stöpum. Upplýsingar gefúr Jónína í síma 846 7636. Leiðari Flutningabílstjórar og mótorhjólaökumenn eru bestafólk Þaðfer örlítið í taugamar á mér hinn einhæfi málflutningur kollega minna á þá leið að vandi þjóðvegarins sé öðrufi'emur tveimur tegundum ökumanna að kenna. Sjálf er ég mikið úti á þjóðvegum landsins og verð að segja að ég hefekkert út á þessar stéttir ökumanna að setja. Það erflutningabílstjóra og mótorhjólaökumenn. Það var ekkiflutningabíll og það var ekki mótorhjól sem tókfram úr sjúkrabíl meðforgangsljósin á á 130 km hraða um liðna helgi. Það var ökumaðurfólksbíls sem var tekin undir áhrifum fikniefna um helgina. Það var ökumaður á fólksbíl sem lá svo mikið á að hann fórfram úr á blindhæðþegar ég var á ferðinni á dögunum. Staðreyndin er sú að það er ekki hægt að velja úr tvoflokka ökumenn og staðhæfa aðþeir séu óalandi og óferjandi á vegum úti. Flest hjól og stór ökutæki sem ég á samskipti við úti á vegutn eru tilfyrirmyndar. Síðan eru það svörtu sauðirnir setn skemmafyrir hinuin. Þeir eru á öllutn tegundum ökutækja og úr öllum stigum þjóðfélagsins. Ung kona á jjölskyldubíl var tekin fyrir ofsaakstur um helgina en hún var á 132 km hraða. Þetta þætti ekkifrétt og sést ekki. Hins vegar er ég alveg vissutn að þetta Itefur gerst oftar en einu sinni. Það að missa einhvern sér nákomin úr bílslysi er hræðileg lífsreynsla og hana hefég reynt oftar en ég kæri tnig um að ræða hér. Ábyrgðin er okkar allra og okkur ber öllum að sýna tillitsemi og varkárni á vegum úti. Hættum að fordæma aksturslag annarra og lítum öll sem eitt í eigitt barm. Katmski erþað allt sem þarf. Keyrum varlega í sumar og komum heil heim. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 8982597 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykir Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauöérkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðérkrókur Bladstjorn: Árni Gunnarsson, Áskell HeiðarÁsgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Simi 455 7176 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson oli@nyprent.is, Örn Þórarinsson, Ragnhildur Friðríksdóttir. Prófarkalestur: KarlJónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Lúpínan er falleg en stundum er bara fullmikið afþvi góða. Stemma á stigu við útbreiðslu lúpínu Lúpínan að verða til vandræða íbúar Sauðárkróks, eins og íbúar annarra sveitarfélaga á landinu, hafa í gegnum árin getað fylgst vel með útbreiðslu lúpínu innan bæjarmarka sinna. Idaghefurþekjalúpínunnar stóraukist og er hún búin að leggja stór svæði undir sig og er farin að sækja í garða bæjarbúa og skógrækt þá sem hefúr verið ráðist í á þessu svæði. Þann 21. júní næstkomandi ætlarSveitafélagiðSkagafjörður og Náttúrustofa Norðurlands Vestra að reyna að freista þess að hefta útbreiðslu lúpínunnar ofan við bæinn. Aðstoð vantar frá bæjarbúum við að dreifa áburði á plönturnar til að gera jarðveginn næringarríkari svo lúpínan festi síður rætur þar. Áburðurinn verður staðsettur ofan við Vatnshús, við Háuhlíð til móts við Vatnshúsið og ofan við Hótel Áningu. Hafist verður handa um kl 20:00. Mannabreytingar í nefndum Blönduósingar fá nýtt fólk í brúnna A fundi bæjarstjórnar Blönduósbæjar þann 12. júní sl. urði nokkrar breytingar á skipan aðalmanna í nefndum bæjarins. Skipt var um formann í skipulags-, byggingar- og veitunefnd. Þar hætti Þorgils Magnússon, formaður nefndarinnar og Þórður Pálsson tekur við hans sæti. I fræðslunefnd hættir Helga Kristín Gestsdóttir, formaður nefndarinnar, og Zophonías Ari Lárusson tekur við hennar sæti. í æskulýðs- og tómstundarnefnd er líka ein breyting þar sem Þorgils Magnússon hættir og Þórhallur Barðason tekur við hans sæti. Menning Birkir Rafn gefurút sóióplötu Skagstrendingurinn Birkir Rafn Gíslason gaf á dögunum út sólóplötuna Single Drop. Plata þessi hefur verið i vinnslu síðasta eina og hálfa árið og tónlist hennar er tilraunakennt popp-rokk. Ýmsir tónlistarmenn spila og s)Tigja með Birki á plötunni, m.a. bræðurnir Ragnar Zolberg og Egill Örn Rafirssynir úr hljómsveitinni Sign og Ásta Sveinsdóttir sem til dæmis sungið hefur nreð Gus Gus. Útgáfutónleikar plötunnar voru fimmtudaginn 14. júní í Tjarnabíói í Reykjavík. Tónleik- arnir voru vel sóttir og ekki var annað að sjá en að áheyrendum líkaði vel. Platan er væntanleg í verslanir á næstu dögum. Blönduós Gamli skóli safnar munum Þann 8. febrúar varð “Gamli skóli” á Blönduósi 60 ára gamall. Af því tilefni verður opið hús í skólanum á Húnavöku 13. - 15. júlí næst komandi. Þá mun fólki gefast kostur á að skoða skólann og riíja upp garnlar minningar. Hugmyndin er að hafa til skoðunar gamlar myndir, myndaalbúm, bækur, húsgögn og eitthvað sem minnir á sögu skólans. í tilkynningu ffá skólanum óska stjórnendur skólans eftir gömlum munum úr fórum fyrrverandi nemenda.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.