Feykir


Feykir - 21.06.2007, Page 9

Feykir - 21.06.2007, Page 9
24/2007 Feykir 9 Sunnan kirkju 2. júní 2007. Horft i norðaustur. I bakgrunni, kirkjan frá 1892, Drangey blá og Barnaskólinn gamli frá 1908. Frá vinstri: Elín Tómasdóttir Ingveldarstöðum, Hjörtína Vagnsdóttir, Rósa Sighvats „á Stöðinni", Birna Euðjónsdóttir, Sigrún Angantýsdóttir, Hulda Vilhjálmsdóttir, Jóhanna Valdimarsdóttir, Ingunn Vilhjálmsdóttir frá Áshildarholti, Erla Lárusdóttir frá Hólakoti, Maria Jóhannsdóttir frá Daðastöðum, Sigurfinnur Jónsson frá Steini, Úlfar Sveinsson Ingveldarstöðum, Steinunn Hallsdóttir, Óiafur Pálsson, Magnús Pálsson Ögmundar, Gunnar Ágústsson frá Kálfárdal, Margrét J. Gunnarsdóttir og Hörður Ingimarsson. Á myndina vantar Óskar Jónsson ogAðalheiði, Björn Björnsson og Sigurgeir Pórarinsson ersiðarum daginn komu í hópinn. Mynd: ÓAB Hörður Ingimarsson skrifar__________________________________________ Altt fram streymir árogdagar Það var á uppstigningardegi 30. maí fyrir fimmtíu árum að séra Helgi Konráðsson fermdi börn í Sauðárkrókskirkju. Honum til aðstoðar var séra Björn Björnsson á Hólum í Hjaitadal við útdeilingu sakramentis, en heilsu séra Helga var tekið að hraka er hér var komið sögu og var þetta næst síðasti hópurinn er hann fermdi í kirkjunni. Fermingarbörnin voru tuttugu talsins. Fimm úr gamla Skarðshreppnum og þrjár stúlkur framan úr Blönduhlíð. Krakkarnir úr Króknum voru því bara tólf talsins, stríðsárabörn fædd 1943. Og við fermingarsystkinin komum saman 2. júní s.l. til að minnast tímamótanna. Fimmtíu ár liðin og þrem dögum betur. Það var eins og fyrri daginn, „Rósa á Stöðinni” átti frumkvæðið að því að koma saman. Á þjóðhátíðardaginn í fjTra var haldið upp á 100 ára aífnæli Símans á Króknum og það með veglegum hætti á gömlu „Stöðinni” og þar var nánast ákveðið að koma saman að ári í tilefni 50 ára fermingarafmælis. Síðar voru svo haldnir smá fundir innan um hveitipokana og kornfleksið í Skaífó og símar óspart notaðir og allir sáttir unt framhaldið. Svo rann upp laugardag- urinn 2. júní árið 2007. Himnesk blíða um allan „Fjörð” samskonar veður sem á fermingardaginn hálfri öld fyrr. Sá sem þessar línur hripar á blað varmætturí miðju hádeginu til að halda bílastæðinu sunnan kirkjunnar hreinu svo þar gæti farið fram myndataka með allt í réttum hlutföllum í bakgrunni. Tveir eða þrír héldur það ekkert sérstaklega kristilega athöfh að halda bílastæðunum hreinum sunnan við kirkju. Á slaginu eitt var Óli Arnar mættur til myndatökunnar og fólkinu raðað eítir stærð og neðstir í hallanum þeir stæðilegustu. Þá var gengið til kirkju. Baldvin Kristjánsson með- hjálpari og nærri jafnaldri okkar leiddi okkur til sögu kirkjunnar og las okkur bænir. Við þjöppuðum okkur saman syðst og fremst í kirkjunni eins og við gerðum oft þegar við vorum börn. Við sungum þrjá sálma inn á milli frásagna og bæna, „Ó þá náð að eiga Jesúm” og „Ástarfaðir himin hæða” sem Jón Þ. Björnsson kennari og skólastjóri lét okkur tíðum syngja í upphafi skólagöngu okkar. Svo var nú Jón líka meðhjálpari í um hálfa öld í kirkjunni. Hann gleymist okkur ekki sem hann þekktu. í lokin sungum við „Hærra minn Guð til þín”. Jóhann Bjarnason organisti og handanvatnamaður lék undir í forföllum Rögnvaldar Valbergssonar. Sóknar- presturinn okkar, séra Guðbjörg Jóhannesdóttir, var einnig fjarverandi á leið til Kaupmannahafnar að verja lokaritgerð sína á danskri grund. Eftir um klukkustundar dvöl í kirkjunni gengum við brosandi út í sólsldnið. Sæl með stundina, ráðsett, ekld sami spenningurinn og hálfri öld fyrr er fermingarveislur biðu á hvers manns borði. Leiðin lá út í gamla Krókinn. Það var við hæfi því Aðalgatan hafði magnaðan seið og dróg oJckur til sín öll okkar uppvaxtarár. Við byrjuðum í Safiiaðar- heimilinu, gamla Spítalanum, þar sem verið hefur sýning í tilefni af 100 ára afmælis Spítalans, en húsið var fullbyggt 1906 og formleg starfsemi hófst í ársbyrjun 1907. Allt var skoðað hátt og lágt en kæfandi hiti í húsinu stytti dvölina. Það var stormað í Bakaríið og nærst og drukkið kaffi. Róbert Óttarsson, nýr eigandi að bakaríinu síðan í fyrra (tók við af föður sínum, sem hafði tekið við af Gutta bakara fýrir margt löngu), skírði fyrir okkur vinnsluferilinn við baksturinn. Margir þekktu til Bakarísins frá fyrri tíð og þótti tæknibyltingin mikil. Róbert var með þróttmikla og lifandi frásögn, fullur af gleði og framtíðarsýn. Leyndardóntinn um körfúbrauðin, þau eðalbrauð, var hann nærri búinn að segja okkur að fullu, en enginn hafði skriffæri og minninu tekið að hraka hjá ýmsum. Það eina sem skyggði á heimsóknina í Bakaríið var að „Rósa á Stöðinni” fékk ekki Napóleonsköku. Þær munu nú vandfundnar í bakaríum. Minjahúsið var með á dagskránni þar sem áður var Pakkhúsið með Haraldi Sig, Jóni sveitamanni og Árna í Skriðu og fleira góðu fólki. Á móti okkur tók Guðný Zoéga fornleifafræðingur og sagði frá og skírði myndir um fornleifarannsóknir í Skagafirði, m.a. heima á Hólum, Kolkuósi, Glaumbæ og víðar. Svo voru verkstæði Nikkaranna skoðuð og síðast en ekki síst söðlasnu'ðin Ögmundar Magnússonar. Maggi Palla Ögmundar sem eitt sinn bjó í Sigurhæðum sunnan og ofan ldrkjunnar hafði gaman að minnast Ögmundar afa síns. Hafgolan hrærði í suðvestan hægri og mildri golu og það rigndi dálítið en nóg til að tefja útimyndatöku. Svo brast á með sólskini og stillilogni og skroppið var á Kaffi Krók og fengin dálítil hressing í Gunnþórunnarstofu. Það var masað heilmikið, sagðar sögur og gamanmál. Nú voru komnir í hópinn Óskar Jónasson, Aðalheiður og Björn Björnsson fréttaritari Morgunblaðsins en þetta fólk var við vígslu minnisvarða um Jónas Kristjánsson lækni og frumkvöðul og stofnanda að N.f.l. íslands 1937 í Hótel Tindastóli. Minnisvarðinn er sunnan „Nýja” sjúkrahússins sem tekið var í notkun 1961. Jónas var læknir á Sauðárkróki 1911 - 1938. Vestan flæðisólskin stráði geislum sínum á göngu okkar til Jarlsstofú í Hótel Tindastóli þar sem kvöldverður hófst um miðaftan. Jarlsstofan er dálítill ævintýraheimur útaf f)TÍr sig. Hlaðinn grjóti frá Reykjum á Reykjaströnd úr nágrenni Grettislaugar. Tuttugu og tvö settumst við að snæðingi, þrettán fermingarsystkinin með mökum. Mætingin eins og búist hafði verið við. „Rósa á Stöðinni” las úr „biblíunni sinni” minningabók úr skólanum ffá 1956-1957 og fór á kostum. Rósa er harði diskurinn í okkar hópi. Björn Björnsson, inaðurinn hennar Biddu á Bakaríinu, ersögumaður af Guðs náð og skemmti okkur mildð og vel. Óskar Jónsson sagði sj úkrahússögur og ofurlítið um Dubba jafiialdra okkar sem ekki gat komið til samfúndanna. Gunnarfrá Kálfárdal, sagði „Ýtu Kela” sögur sem hafnar eru tíma og rúm. Bidda á Bakaríinu sagði gamansögur af Geira bróðir sínum og Hannesi Péturssyni skáldi, er þeir hittust eitt sinn í bókabúð í Reykjavík. Skrifarinn rifjaði upp eitt og annað um skáldin á Króknum á öldinni sem leið. Byrjað á kímnisskáldinu ísleifi Gíslasyni. Síðan Gísla Ólafssyni frá Eiríksstöðum. Næstur var Friðrik Hansen, nýrómantískt skáld á sinni tið, en ljóð hans urðu landsþekkt á „vængjum söngsins”. Haraldi Hjálmarssyni ffá Karnbi voru gerð nokkur skil og þeir margbreytilegu strengir er bærðust innra með honum. „Bláir eru dalir þínir Iryggðin mín í norðrinu” eftir Hannes Pétursson voru loka stefið en í upphafi kynningar var lesið ljóð eftir Guðmund skólaskáld staðfært með skáldaleifi af skagfirsku umhverfi. Borðhaldinu lauk að fimm stundum liðnum og allir fóru hver til síns heima, sælir og glaðir í lund. Endartekinn fermingardagur að kveldi kominn, ólíkur þeim fyrri en eigi að síður eftirminnilegur. Hörður Ingimarsson

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.