Feykir


Feykir - 12.07.2007, Page 6

Feykir - 12.07.2007, Page 6
6 Feyklr 26/2007 Sjálfboðaliðarnr fimm; Aina, Tora, Kjersti og Alex frá Noregi og Kristín fremst fyrir miðri mynd. Kristín Una Sigurðardóttír, vann sem sjálfboðaliði íKína í níu mánuði Að upplifa drauma sína Kristín Una er nýkomin heim frá Kína eftir 9 mánaða dvöl þar við sjálfboðaliðastörf. En hvernig skyldi nú 19 ára stelpa frá Sauðárkróki hafa endað í norðvesturhluta Kína að vinna sem sjálfboðaliði? Kristín sendi Feyki ferðasögu sína. Kristín Una er nýkomin heim frá Kína eftir 9 rnánaða dvöl þar við sjálfboðaliðastörf. En hvernig skyldi nú 19 ára stelpa frá Sauðárkróki hafa endað í norðvesturhluta Kína að vinna senr sjálfboðaliði? Kristín sendi Feyki ferðasögu sína. -Þegar ég var lítil sagði ég eitt sinn við matarborðið heima: “Þegar ég verð stór þá ætla ég til Kína, læra kínversku og ganga Kínamúrinn.” Þetta voru nú háleit markmið lítillar stelpuskjátu sem gerði sér kannski ekki alveg grein fyrir því hvað heimurinn væri nú stór, já eða Kínamúrinn langur! Ég man að amma Gógó, sem var í heimsókn, spurði mig hvað ég ætlaði nú að borða í Kína því að ég hafði veriðmeðeinhverjarkenjaryfir matnum. -Kínverjar borðuðu ekkert nema hrísgrjón og sterkan mat. Ég taldi það ekki til stórvandamála, ég tæki bara með mér nesti! Þá var nú hlegið við matarborðið og ég fór í fýlu því fólkið gerði bara grín að mér og þessum framtíðaráformum mínum. Sá hlær best sem síðast hlær segir máltækið og því hlæ ég núna, nýkomin heim frá Kína Svona kom þetta til Eítir eitt ár í MR bauðst mér að fara til Noregs í alþjóðlegan menntaskóla, Red Cross Nordic United World College (RCNUWC). Þangað hélt ég galvösk og mun aldrei sjá eftir því. Skólinn er einn af 12 United World Colleges í heiminum og vistin þar var mikið ævintýri og efni í aðra grein út af fyrir sig. Eftir tveggja ára nám við RCNUWC býður skólinn útskriftarnemum upp á sjálfboðaliðastörf víðs vegar um allan heim. Þar á meðal var samstarfsverkefni við Ningxia University í Kína. Þarna sá ég gullið tækifæri til að láta drauminn um Kínaförina rætast. Ég var ekki alveg á þeim buxunum að fara beint í háskóla eftir menntaskóla, langaði að taka ntér smá frí, skoða mig um í heiminum og láta gott af mér leiða áður en ég hæfi háskólanám. Þetta var því alveg kjörið fyrir mig og ég sótti um að fara til Kína. Eins og áður kom fram er þetta samstarfsverkefni milli Red Cross Nordic UWC(RCNUWC) ogNingxia Universtity og verkefnið er styrkt af Fredskorpset Norway, sem eru nokkurs konar friðarsveitir Noregs. Árlega sendir RCNUWC 5 unga sjálfboðaliða frá Noregi og jafnvel öðrum Norðurlöndum til Ningxia og þaðan korna 2 sjálfboðaliðar til RCNUWC. Markmið verkefnisins er að auka skilning milli landanna tveggja og þessara ólíku menningarheima og vekja fólk til umhugsunar um málefni fatlaðra.Ninxia er lítið sjálfstjórnarhérað í norðvesturhluta Kína og heitir fullu nafni Ningxia Hui Autonomous Region. Það er eitt af fátækustu héruðum Kína og meirihluti íbúanna tilheyrir minnihlutahópnum Hui sem er múslimskur. Loftslagið er mjög þurrt enda liggur héraðið ekki langt undan Góbíeyðimörkinni. Höfuðborgin, sem telur um 900.000 íbúa, heitir Yinchuan og þar bjó ég. 19 ára háskólakennari I Yinchuan vann ég við að kenna munnlega ensku. Helming vinnustundanna kenndi ég við Ningxia University og þar kenndi ég enskunemum á öðru ári. Áður en ég fór til Kína og sagði fólki frá því hvað ég væri að fara að gera; að kenna munnlega ensku í háskóla, hljómaði það hálf skringilega. Stelpan, nýútskrifuð úr menntaskóla, að fara að kenna háskólanemum! Einnig urðu nemendur mínir hissa þegar þeir uppgötvuðu að kennarinn væri ári yngri en þeir. Þrátt fýrir það þá gat ég nú orðið þeim að liði og hjálpað þeim að bæta framburðinn hjá sér og hlustun, því þó þeir kynnu mikið af málfræði og hefðu góðan orðaforða þá reynist munnlegi- og hlustunarþáttur enskunámsins Kínverjum oft erfiður. í fyrstu kom mér á óvart hvað nemendurnir voru fákunnandi í ensku, flestir þeirra á svipuðu stigi og meðal nemandi í 8. bekk á íslandi. Ég skildi þó fljótlega ástæðuna á þessunt mun. Ólíkt því sem gerist á íslandi og í mörgum örðum vestrænum löndum þá er ensku hvergi að finna í umhverfinu í Kína, allt er á kínversku. Á íslandi höfum við meirihluta tónlistar, sjónvarpsefnis og kvikmynda á ensku og við högnumst óneitanlega mikið á því þegar við förunt að læra ensku og það gerir okkur nárnið mun auðveldara. Kínverjar hlusta á kínverska tónlist, horfa á kínverskar sápuóperur í sjónvarpinu og kínverskar kvikmyndir. í Ningxia eru útlendingar einnig sjaldséðir fuglar og fæstir Kínverjar stíga nokkru sinni út fyrir landssteinana. Þeir fá því enga þjálfun í að tala eða skilja tungumálið sem þeir eru að læra. Þar liggur munurinn og ástæðan fýrir því að ég gat unnið sem kennari í Kína. Það var gaman að kenna í háskólanum. Nemendur mínir voru að stærstum hluta stelpur og ég fékk því góða innsýn í líf og hugsunarhátt ungra kínverskra stelpna. Það var sérstakt að ganga í fýrsta sinn inn í skólastofu nreð 30 nemendum. Allir sátu kyrrir í sætum sínum, höfðu hljótt og biðu eftir því sem kennarinn hefði að segja. Frá fýrstu mínútu sýndu þeir mér mikla virðingu sem ég hafði ekki einu sinni unnið mér inn. Það var frekar vandamál en hitt hvað nemendurnir voru tregir til að tala í byrjun. Þetta voru jú munnlegir tírnar þar sem markmiðið var að æfa sig í að tala en mér reyndist oft erfitt að virkja nemendurna. Það kom þó allt með kalda vatninu, ég lærði á nemendur mína og þeir urðu frakkari effir því sem á leið. „Mállaus kennir blindum” Ég eyddi aðeins helmingi vinnustundanna í háskólanum í Ningxia. Einu sinni í viku fórurn við sjálfboðaliðarnir 5 og kenndunt blindum og sjónskertum nuddurum að tala ensku svo þeir gætu átt samskipti við erlenda viðskiptavini sína. Þar sem nemendurnir voru flestir blindir eða sjónskertir þá var stærsta áskorunin í þessum tínrum að finna íjölbreyttar leiðir til að kenna svo við sætum ekki í klukkutíma og endurtækjum sömu setninguna aftur og aftur, þó endurtekningar væru vissulega stór og mikilvægur þáttur af kennslunni. Aðstæður til kennslunnar voru ekki þær bestu ákjósanlegu; við sátum ein- faldlega á nuddbekkjunum og það voru engin hjálpargögn til staðar og því reyndist stundum erfitt að gera kennsluna fjölbreytta. í byrjun nutum við aðstoðar túlka frá Ningxia háskóla en þegar líða tók á veturinn og við sjálfboðaliðarnir lærðunr nreiri kínversku urðum við sjálfstæðari og gátum unnið án hjálpar túlkanna. í þessum tímum lærðum við heilmargt sem mun vonandi korna nuddurunum og við- skiptavinum þeirra að góðum notum. I enda hvers tíma buðu nemendurnir okkur svo nudd sem var erfitt að neita. Þeir þekktu sannarlega hverja taug í líkamanum og vissu hvað þeir voru að gera þó þeir gætu ekki séð það. Á fimmtudögum í vetur fórurn við í grunnskóla fyrir blind og heyrnarlaus börn. Tveir af sjálfboðaliðunum kenndu blindum krökkum og þrírkenndu heyrnarlausum. í mínum bekk voru 13 heyrnar- lausir krakkar á aldrinum 15-17 ára. í byrjun vetrar naut ég aðstoðar túlks frá Ningxia háskóla sem túlkaði af ensku yfir á kínversku fyrir táknmálskennara sem svo sagði krökkunum á táknmáli hvað ég hafði sagt. Þegar þeir spurðu spurninga nráttu þær fara sörnu leið til mín, í gegnum báða túlkana. Þetta tók því allt tímann sinn en við notuðum töfluna einnig mikið í þessum tímum. Ég var nú svo heppin að með mér í tímum var einnig 14 ára kínverskur sjálfboðaliði, Lucy, sem talaði sérstaklega góða ensku og var altalandi á táknmáli. Eftir nokkrar vikur gáfum við Lucy túlknum og táknmálskennaranum frí því það var mun skilvirkara að Lucy túlkaði af ensku og yfir á táknmál. Lucy er sannarlega ein af aðdáunarverðustu manneskjum sem ég hef hitt. Hún er 14 ára og búin að læra táknmál af bókunr og heimsækir skólann a.rn.k. tvisvar í viku.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.