Feykir - 08.11.2007, Side 8
8 Feykir 42/2007
Jónína Friðriksdóttir garðyrkjubóndi á Laugarmýri á og
rekur Garöyrkjustöðina að Laugarmýri. Stöðin hefur
veriö starfrækt frá árinu 1947 en hana stofnaði
Friðrik Ingólfsson, garðyrkjufræöingur og faöir Jónínu.
Fyrirtæki vikunnar -
Garóyrkjustöðin á Laugarmýri
Ræktar sitt lítið
af hverju
Alls eru 7 gróðurhús á
Laugarmýri og í þeim
ræktar Jónína margar
tegundir. Sjáif segir Jónína
að ekki sé hægt aö tala um
sérhæfingu í þessari grein
heldur stjórni markaðurinn
framboði stöðvarinnar
hverju sinni.
-Ég hef reynt að vera með
sitt lítið af hverju og nógu lítið
ntagn í hverri tegund til þess að
þetta gangi. Það getur stundum
verið flókið að stúdera allar
þessar tegundir og hugsa um
þær svo þær dafni sem best. En
hugsunin er alltaf sú að rækta
þær ekki í það miklu magni að
ég þurfi að flytja vöruna langan
leið á markað. Heldur framleiði
ég meira fyrir heimamarkað og
þessar nágrannabyggðir, segir
Jónína.
Sjálf vinnur Jónína í
gróðrarstöðinni en seinni part
vetrar og á vorin tekur hún
húsmæður í sveitinni í vinnu.
-Það verður svo mikið um að
vera þegar ég þarf að koma
sumarblómunum til og selja
þau síðan að þær hafa verið
mér innan handar konurnar
hérna í kring aðallega þó Björk
í Laugardal, að ógleymdri
fjölskyldunni.
Fyrir utan sumarblóm og
þessi fjölæru er Jónína með
tré og runna auk þess sem hún
ræktar stofublóm og afskorna
Kalla. En Kallar voru notaðir í
brúðarvönd Díönu prinsessu á
sínum tíma.
Viðskiptavinir Jónínu
eru síðan blómabúðirnar á
svæðinu auk þess sem alltaf
er eitthvað um að fólk komi
beint til hennar að versla. En
hefur Jónína þá beint því að
fólki að hringja á undan sér til
þess að það fari nú örugglega
ekki fyluferð í sveitina. Þá gerir
hún einnig tilboð í ræktun
sumarblóma fyrir sveitarfélög.
Hveitigras er
spennandi nýjung
Eins helsta nýjungin hjá
Jónínu, þessa dagana, er
svokallað hveitigras sem
er ræktað í bökkum sem
innihalda vikuskammt af
grasinu. Grasið er síðan
pressað og drukkið í skotum
eða blandað saman við drykki
sem fæðubótaefni. Ræktun
þessi er þó enn á tilraunastigi
og er Jónína að láta rannsaka
fyrir sig hvort unnt verði að
pressa grösin og frysta og
koma þeim þannig í sölu til
neytenda. Eins og staðan er
í dag er hægt að kaupa hjá
Jónínu þar til gerðar pressur
til þess að pressa grasið og
síðan kaupir fólk áskrift
af bökkunum hjá henni.
Hveitigrasið er notað sem
fæðubótaefni og þykir ríkt
af vítamínum. -Það er talað
um að inntaka á grasinu auki
blóðflæði og því sé það mjög
gott fyrir þá sem þjást af gigt
og jafnvel við krabbameini.
Bragðið er bara svona ekta
grasbragð og því hafa margir
brugðið á það ráð að blanda
þessu út í einhverja drykki.
Jónína segir að það sé ekkert
mál að pressa safann en engu
að síður sé það draumurinn
að hægt verið að þróa aðferð til
þess að selja grasið pressað og í
neytendaumbúðum.
í kynningarefni ífá Lamb-
haga segir orðrétt - Nýkreistur
hveitigmssafinn er það hollasta
sem maður ncerir kroppinn d.
Sífelltfleiri fá sér skot af þessutn
dökkgræna safa á hverjum degi.
Safmn er pressaður úr lífrcent
ræktuðu hveitigrasi og bragðast
eins og nýslegið gras. Hveitigras
safinn er mjög orkugefandi
og inniheldur meðal annars
mikið magn blaðgrænu sem
talin er geta aukið árangur í
ræktinni. Auk þess hefur hún
bakteríueyðandi virkni. Er
blóðhreinsandi og býr fyrir
trilljón öðrum heilsubætandi
áhrifum.
Áhugasamir geta farið í
Þreksport og smakkað grasið
en Jónína hefur að undan
förnu kynnt grasið góða þar.
Föndrað með Herdísi:: Námskeið í Gimb
Gomlum
handbrögðum
haldið víð
Undanfarið hefur Kompan
boðið upp á námskeið í
gimbi. Gimb er gömul
aóferð og líkist einna
helst hekli.
Notuð er heklunál við að
gimba og er hægt að gimba
nokkrar mismunandi tegund-
ir og aðferðir. Á námskeiðinu
hjá Herdísi var kennt að gimba
barnateppi, sjöl og trefla.
Kennari á námskeiðinu var
Friðfinna Lilja Símonardóttir,
frá Barði í Fljótum. Gimbið
lærði Lilja af vinkonu sinni en
gimb er gömul aðferð sem
ekki hefúr að það vitað er verið
kennd hér á landi frá þvi um
ntiðja síðustu öld. Hefúr
aðferðin þó ekki glatast heldur
gengið kvenna á milli.
Mikill áhugi var á
námskeiðinu og sóttu 13
konur fyrra námskeiðið og
sökum þess hversu vel það
var sótt verður annað
námskeið haldið 20. og 27.
nóvember.
Nóg að gera allt árið
En er eitthvað að gera svona
yfir háveturinn?
-Já, já það þarf auðvitað að
sinna því sem er í húsunum
og síðan er ég að rækta
Hýasintur sem ég verð með
í sölu núna fýrir jólin. Bæði
inni á Krók, á Blönduósi og
líka á Egilsstöðum. Einnig
verður hægt að kaupa þær
hérna hjá mér, svarar Jónína
og er greinilega hissa á þessari
spurningu um dauðann tíma.
Svo þú ert bara bjartsýn á
framhaldið?
-Já, ég er það svo langt sem
maður þorir að hugsa til
framtíðar því auðvitað get ég
svissast úr vinnu hvenær sem
er. Ég er hins vegar ekki tilbúin
að hætta og fýrst ég sturtaði
mér út í þetta hveitigras
verkefni verð ég að vonast til
þess að það gangi.
Er arftaki í sjónmáli?
-Það væri þá kannski helst
tengdasonurinn, ég veit það
ekki. Þau eru alla vega komin
hingað til að vera. Hins vegar
toga hestarnir meira í þau en
blómin. í það minnsta enn sem
komið er, segir Jónína og hlær.
Þeir sem vilja hafa samband
við Jónínu geta hringt í síma:
898-8039