Feykir


Feykir - 06.03.2008, Blaðsíða 1

Feykir - 06.03.2008, Blaðsíða 1
Ereitthvað að frétta? Hafðu samband - Síminn er 455 7 7 76 Séra Signóur Gunnarsdóttir sóknar- prestur á Sauðárkróki er að fara að ferma sfn fyrstu fermingarbörn. Alsæl með flottan fermingarárgang Séra Signður Gunnarsdóttir, sóknarprestur við Sauðárkrókskirkju fermir nú í vor sín fyrstu fermingarbörn. Árganginn segir hún ijörugan skemmtilegan og bætir við að trúlega eigi hann eftir að vera í uppáhaldi hjá henni. Feykir ræddi við séra Signði um preststarfió,fermingar, Iffió og tilveruna. „Það sýndi sig í jólamessunni þegar heimasætan hrópaði hátt ogsnjallt: "Mamma mín" og ætlaði að hlaupa upp að altrinu, pabba hennar ogstóra bróður til lítillar gleði...” sjá viðtal á bls. 8-9 Húnavatnshreppur Háhraðatenging Mikil óvissa nkir um áframhaldandi háhraðarenginu í Húna- vatnshreppi en frá þvf að hinn forni Svínavatnshreppur samdi við Emax um að fyrirtækið setti upp háhraðatenginu fyrir alla bæi hefur fyrirtækið gengði kaupum og sölum og er nú svo komið að tengingin slær inn og úr og enginn vill taka ábyrgð á málinu. Póst- og fjarskiptastofnun aðhefst ekkert sökum þess að nú þegar sé háhraðatengin til staðar í sveitarfélaginu. Þegar Húnavatnshreppur varð til var samið um að stækka dreifisvæðið þannig að allir íbúar sem þess óskuðu næðu netsambandi. Allt frá upphafi hefur gengið mjög brösulega með kerfið, bilanir hafa verið tíðar og hraði afar mismunandi. Sveitarfélagið fékk því óháðan aðila til að taka kerfið út. Skýrsla frá þeim aðila segir einfaldlega að kerfið sé illa upp sett og sé ekki söluvara. Eftir að Emax hafði gengið kaupum og sölum endaði þjónusta háhraðanets í sveitarfélaginu hjá Hive. Gaf það heimamönnum vonir um að aukinn metnaður yrði lagður í verkefnið en sú varð ekki raunin. Hefur netsamband undanfarið verið afskaplega stopult, bilanir tíðar og greinilega ekki forgangsatriði hjá rekstraraðila að sinna þessum viðskiptavinum sínum. Framámenn í sveitarfélgainu hafa margsinnis fundað með aðilum til að leita lausnar. Notandi fékk sl. föstudag þær upplýsingar í þjónustuveri Hive að Emax-hlutinn hefði verið seldur og yrði ekki þjónustaður af Hive framvegis. Hjá Emax fengust þær upplýsingar að gömlu starfsmennimir væru að yfirtaka reksturinn og þessa dagana sé unnið í molum að því að ná utan um þær beiðnir sem fyrir liggja og koma hlutunum í viðunandi horf. Fjarskiptasjóður hefur undan- farið unnið að útboðum sem snúa að því að færa öllum landsmönn- um háhraðatengingar en þar sem Fjarskiptasjóður álítur að háhraða- tenging sé þegar til staðar í Húna- vatnshreppi er hann undanskilinn í þeirri vinnu. Einar Kolbeinsson, bóndi í Bólstaðarhlið er einn þeirra sem orðið hefúr fyrir óþægindum að þessum sökum. -Sjálfúr get ég ekki verið án háhraðanettengingar, þó ekki væri nema vegna náms og starfs. Núverandi ástand hefúr valdið mér miklum óþægindum og er einfald- lega óþolandi með öllu, sérstaklega m.tL þess að fúllt gjald hefúr verið innheimt fýrir þjónustuna allan tímann, segir Einar. Listamiðstöð á Skagaströnd_ Byggðastofnun leggur til húsnæði Sveitarstjóm Skagastrandar hefur samþykkt að leggja 7 milljónir króna í Nes listamiðstöð ehf. sem staðsett mun verða að Fjörubraut 8, en Byggðastofnun mun leggja fasteignina sem hlutafé í listamiðstöðina. Fasteignina lagði Byggðastofúun sem hlutafé inn til lista- miðstöðvarinnar með því skilyrði að annað hlutafé verði að lág- marki 7 milljónir. Á fundi sveitarstjómar lá fýrir minnisblað sveitarstjóra þar sem tekin voru saman helstu atriði sem varða stofnun félags um listamiðstöð svo og drög að samþykktum og stofnsamningi. Þá lá fýrir fundinum rekstraáædun fýrir listamiðstöðina sem unnin er af Sigurði Sigurðarsyni verkefnis- stjóra. Var sveitarstjóra falið að auglýsa stofúfúnd á næstu dögum í samráði við Byggðastofnun. Ixus 70 Jí 9(1(1 M'Sl Ixus 75 -MOmse —ICTen^ill ehi!>|— TÖLVUDEILD TENGILS BORGARFLÖT 27 SAUÐARKRÖKl 7455 7900 VIÐ BONUM OG RÆSTUM! Daglegar ræstingar og reglubundið viðhald á bóni í fyrirtækjum og stofnunum Hringdu núna eða sendu tölvupóst Sími: 893 3979 * Netfang: siffo@hive.is Bílaviðgerðir hjólbarðavidgerðir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.