Feykir


Feykir - 06.03.2008, Blaðsíða 12

Feykir - 06.03.2008, Blaðsíða 12
12 Feykir 09/2008 5. - 7. bekkur Árskóla Furðuverur og tvær úr Tungunum Líflegar verur settu svip sinn á árshátíð miðstigs Árskóla sem haldin var í sfðustu viku. Leikarar framtíðarinnar stigu á stokk, léku, dönsuðu og jafnvel sungu áhorfendum til ómældrar ánægju. Alls voru fjórar sýningar á árshátíðinni og voru krakkarnir því orðin vel æfð í atriðum sínum og léku líkt og um atvinnumenn væri að ræða. Ljósmyndari Feykis var á staðnum og tók þessar skemmti- legu myndir. ( TÖLVUPÓSTURINN ) Leikfélag Blönduóss frumsýnir á föstudagskvöldið gamanieikinn Tveir tvöfaldir eftir Ray Cooney í þýóingu Árna Ibsen. Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir en alls taka átta leikarar þátt í sýningunni. Feykir sendi Ingrid tölvupóst og forvitnaðist örlítió meira um verkið. Önnur sýning á verkinu veróur sunnudaginn 9. mars kl. 16:00. Leikstjóri meö flensu > > > Hvað er að frétta frá Blönduósi? -Allt gott, Veðrið er gott en hefði mátt vera betra þann tíma sem ég er búin að vera hérna. Annars gengur allt sinn vanagang hér á Blönduósi. En af þér sjálfri? -Jú takk ágætlega. Fékk flensu og er búin að vera með hana í 2 vikur sem er dáiítið erfitt þegar maður er að æfa svona mikið en iss, ég hristi þetta af mér. Nú hefur þú dvalið á Blönduósi í smá tfma hvernig kanntu við þig? -Jú bara ágætlega. Allir eru vingjarnlegir og góðir héma. Hefur verkið verið sýnt áður hér á landi? - Já í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Hverjir fóru með aðalhlutverk þá? -Það sem ég man, Hilmir Snær og Öm Árnason, held ég. Hvernig gekk að fá leikara í verkið? -Bara mjög vei. Hefur þú leikstýrt áður hjá Leikfélagi Blönduóss? -Já ég leikstýrði Smáborgarabrúðkaupi eftir Berthold Brecht að mig minnir fyrir þremur árum. Hvaða verkefni tekur við hjá þér næst? -Ég ætla að taka mér smá fn' og svo fer ég á Patreksfjörð að dytta að húsi sem ég á þar. Nú er blaðið þessa vikuna með fermingarþema, það er því ekki hægt annað en biðja þig að lokum að rifja aðeins upp þinn fermingardag? -Ég man að ég leið vítishvalir því ég þurfti að vera með slöngulokka og í klumpskóm með háum hælum og það var ömurlegt fyrir mig því ég er soddan strákastelpa. > > > Þú ert að frumsýna Tvo tvöfalda með Leikfélagi Biönduóss á föstu- daginn, hvernig verk er þetta? -Þetta erfarsi, einn misskilningur út í gegn. grín og mikið gaman. Mikið Hvar verður verkið sýnt? - Á Hótel Höll ífélagsheimilinu á Blönduósi 'SAUÐÁRKRÓKUR SKAGASTRÖNDæ BLÖNDUÓS, I HVAMMSTANGl^ 1 ’akureyri VÖRUMIÐLUN?Af9re^slur 1 Reykjavik og Akureyri; Flytjandiog Landílutningar/Samskio f AFGREIDSLA BLÖNDUÓSI g Æ simi 455 6606 ^ 1 pql A> tm \lEYKJAVÍK \ - Jjflf

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.