Feykir


Feykir - 06.03.2008, Blaðsíða 8

Feykir - 06.03.2008, Blaðsíða 8
8 Feykir 09/2008 Séra Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur á Sauðárkróki er að fara að ferma sín fyrstu fermingarbörn Alsæl með flottan fermingarárgang Séra Sigríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur við Sauðárkróks- kirkju fermir nú í vor sín fyrstu fermingarbörn. Árganginn segir hún fjörugan og skemmtilegan og bætir við að trúlega eigi hann eftir að vera í uppáhaldi hjá henni. Feykir ræddi við séra Sigríði um preststarfió, fermingar, lífið og tilveruna. Sigríður er alin upp í Flatatungu í Akrahreppi og naut hún á uppeldis- og mót- unarárum sínum samneytis við ömmu sína og alnöínu sem var mjög trúuð. - Amma var orðin fullorðin og gaf sér góðan tíma til að kenna mér bænir og segja mér sögur úr Biblíunni, svarar Sigríður aðspurð um hvort hún hafi alltaf verið trúuð. Áhugi á því að vinna með fólki auk þess að þykja guðífæðin spennandi nám varð síðan til þess að þegar að háskólanámi kom ákvað Sigríður að fara í guðfræðina. Var þó ekkert endilega ákveðin í að láta síðar meir vígja sig til prests. Guðífæðina kláraði hún árið 2004 en þá bjó hún ásamt eiginmanni sínum Þórarni Eymundssyni á Hólum þar sem hann starfar semreiðkennari. -Ég var á þessum tíma að vinna við Hóladómkirkju þar sem ég tók á móti ferðamönnum, sýndi kirkjuna og hafði umsjón með helgihaldi. Það var mjög góð reynsla, segir Sigríður sem síðan var vígð til afleysinga við Sauðárkrókskirkju þann 15. október 2006. Þá tveggja barna móðir, yngra barnið Þórgunnur nokkurra mánaða gömul, og Eymundur Ás íjögurra ára. Söfhuðurinn er stór, það stór að hann er á mörkum þess að þurfa tvo presta. En skyldi eitthvað hafa komið nývígðum prestinum á óvart? -Já, til dæmis hvað fólk ber mikið traust til kirkjunnar eða prestsins síns og er því, sem betur fer, duglegt að leita til hans með ýmis mál. Sálgæslustarfið er stærri hluti af starfinu en ég hafði reiknað með fyrirffam. í lága drifinu á mánudögum Eftir að hafa leyst Guðbjörgu af í nokkra mánuði tók við óvissutímabil hjá Sigríði. Hún leysti af á Siglufirði og var eins og hún orðaði það sjálf, hálfgerður farandprestur. Eða þar til 1. ágúst 2007 þegar hún var ráðin í fúllt starf sóknarprests við Sauðárkrókskirkjusókn. Sjálf segir hún að margir hafi haft á orði við sig hvort hún treysti sér í þetta starf með þungt heimili, en EymundurÁs, eldra barn hennar, er bundinn við hjólastól. —Allt hefur þetta nú gengið upp með góðra manna hjálp. Við réðum okkur sænska vinnukonu sem hjálpar til við heimilisstörf og barnagæslu. Auk þess búum við Tóti að því að hafa stórfjölskylduna í kringum okkur og höfum því þéttriðið hjálpamet ættingja sem er ómetanleg aðstoð, segir Sigríður. Vinnutími prestsins er óreglulegur þó er miðað við að einn virkan dag í viku eigi hann ffí. Sigríður hefur mánudag sem ffídag en bætir við að eðli starfsins sé slíkt að stundum korni upp eitthvað sem verði að sinna og þá skipti engu máli hvort sé mánudagur, dagur eða nótt. En á mánudögum reyni hún að vera í lága drifinu eins og hún orðar það. í kirkjunni er boðið upp á upp á fjölbreytt starf og hefúr Sigríður með sér starfsfólk svo það geti gengið upp. Ég reyni að vera með krökkunum í Prökkumnum, þau eru 6-9 ára og miklir fjörkálfar. Stundum stendur þannig á að ég er upptekin við annað. Off er ekki hægt að reikna út að morgni hvernig dagurinn verður. Kann ekki endilega allt Skref prestsins eru misþung og segir Sigríður að það sé aldrei hægt að búa sig undir hin þungu skref. Skrefin þar sem presturinn þarfað banka upp á og tilkynna um andlát ástvinar eða fjölskyldumeðlims. Eins er stór hluti starfsins að sinna hlutverki sálusorgarans. En hver skyldi vera sálusorgari prestsins? - Prestur er auðvitað alltaf bundinn trúnaði en ég fæ handleiðslu hjá fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Kirkjan bíður prestum upp á hand- leiðslu sem er mjög gott og nauðsynlegt fýrir prestinn að sækja sér. Það er ekki endilega þannig að maður kunni allt þó maður sé útskrifaður úr skóla og gott er að geta leitað til kollega sem búa að meiri reynslu, með ráð varðandi starfið. Hvernig gengur þér að anna þetta stóru prestakalli? -Stundum vantar fleiri klukkutíma í sólahringinn til þess að sinna öllu sem þarf að sinna en þá getir maður bara eins og maður getur. Það getur víst enginn gert meira en það. Mikilvægt er að gera sanngjarnar kröfur til sjálfs síns og kunna sér hóf. Annars er hætta á að maður klári sig á skömmum tíma, það er vel þekkt í prestastétt. Á hinn bóginn eru algjörg forréttindi að hafa nóg að gera og að fá að taka þátt í gleði og sorgum sóknarbarnanna. Margt skemmtilegt kemur upp, ég frétti eftir syni mínum að hann hefði sagt í leikskólanum að mamma sín réði hvað öll börn á Sauðárkóki heita, segir Sigríður og hlær. -Hann er mjög áhugasamur þegar ég kem heim frá því að skíra og spyrhann gjarnanhvað éghafi látið barnið heita. Þórgunnur er enn full ung til að vera við messu hjá móður sinni. Það sýndi sig í jólamessunni þegar heimasætan hrópaði hátt og snjallt: „Mamma mín" og ætlaði að hlaupa upp að altarinu, pabba hennar og stóra bróður til lítillar gleði. Varla von að hún áttaði sig ekki á því að þarna væri mamma í vinnunni og ekki við hæfi að hlaupa til hennar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.