Feykir


Feykir - 06.03.2008, Blaðsíða 9

Feykir - 06.03.2008, Blaðsíða 9
09/2008 Feykir 9 Bjartur dagur og fagur Á pálmasunnudag fermir Sigríður sín fyrstu fermingar- börn og segir hún að þessi fyrsti fermingarárgangur eigi eftir að skipa sérstakan sess í huga hennar. En hvemig skyldi fermingardagur sókn- arprestsins hafa verið? -Minn fermingardagur var sólríkur og skemmtilegur, við vomm fermd saman í Silfrastaða- kirkju, ég og Addi nágranni minn. Ég man að það þyrmdi alveg yfir mig þennan dag, mér fannst ég orðin svo fullorðin, rifjar Sigríður upp brosandi,- Veislan var heima í Tungu, þar sem fjölskylda og vinir glöddust með mér. Ég fékk Polaroid myndavél í fermingargjöf sem framkallaði myndina strax. Ulu heilli fengust ekki í hana filmur nema í takmarkaðan Börnin sér til altaris í dag koma mörg fermingar- barna ffá blönduðum heim- ilum, það er að segja foreldrar þeirra hafa skilið og eru jafhvel komnir með nýja fjölskyldu. Fermingardagurinn er því oft fyrsti dagurinn sem virkilega reynir á samstöðu þessara fjölskyldna. Sigríður segir að við þessu hafi forveri hennar í starfi brugðist með því að láta fermingarbörnin ganga ein og sér til altaris og síðan koma kirkjugestir á eftir. Hún sagði mér að sér hefði verið þakkað þetta á hverju ári. I sumum fjölskyldum getur það verið viðkvæmt hver á að fara með barninu til altaris og hver ekki, en með þessari aðferð þarf ekkert að spá í það. Ég veit ekki til þess að nágrannaprestarnir hafi altarisgönguna með þess- um hætti. Nær tengslum við fermingarbörnin Hvað með fermingarbarna- fræðsluna hefúr hún mikið breyst frá því að þú fermdist? -Já, ekki síst sökum þess að í dag hefjum við fræðsluna með vikuferð í Vatnaskóg. Þar förum við í hefðbundna fermingarffæðslu fyrir hádegi en eftir hádegi velja krakkarnir sér viðfangsefni eftir áhuga, undir eftirliti og leiðsögn. Þá er farið á báta, í íþróttahúsið, heita potta og ýmislegt fleira. Á kvöldin eru haldnar kvöld- vökur og messur, enda mikil áhersla lögð á helgihald, söng og bænir. Þarna gefst manni tækifæri til þess að kynnast krökkunum og mynda tengsl við þau. Þessi upplifun krakk- anna er ekki ósvipuð því að fara í sumarbúðir. Síðan hitti ég þau reglulega ff am að fermingu auk þess sem þeim er skylt að koma í messur og kyrrðarstundir. Það er liðið á kafiibollann og tímabært að slá enda í spjall okkar. I upphafi, áður en Sigríður ákvað að láta vígja sig til prests ákvað hún að gefa starfinu tækifæri því ffeistandi var það. Hvernig skyldi það leggjast í hana svona eftir þennan reynslutíma? -Það leggst vel í mig, starfið er þakklátt og oftast skemmtilegt og alltaf lærdómsríkt, svarar Sigríður að lokum. tíma en þetta var mikil græja. Síðan man ég að ég fékk þrjá útvarpsvekjara og ýmislegt fleira nytsamlegt dót og bækur sem ég á enn, t.d Biblíu sem Guðmundur á Egilsá gaf mér, bætir hún við. Heldur þú að dagurinn sem þín fermingarbörn eiga í vændum sé í miklu ffábrugðin þínum? -Nei, ég held ekki. Það er alltaf stór dagur í lífi unglings þegar hann fermist og þar af leiðandi gjarnan töluvert tilstand á heimilinu. Finnur þú fyrir því í starfi þínu að það sé fólk sem ekki hefur efni á að ferma bömin sín? -Nei, sem betur fer verð ég ekki vör við það. FERMINGARBÖRNIN SVARA FYRIR SIG ) Kristveig Anna Jónsdóttir Af hverju ákvaðst þú að láta ferma þig? -Ég er ekki alveg viss en maður þarf að staðfesta skímina. Hvenær er stóri dagurinn? -16 mars. Er langt síðan þú og þið fjölskyldan fóruð að plana daginn? - Já, það er svolítið síðan. Við emm búin að kaupa kertið, sálmabók, fötin, dúka og svoleiðis. Það er allt að verða klárt Hvaða væntingar hefur þú til fermingardagsins? -Ég held að hann verði bara góður og mjög skemmtilegur. Það verður öll fjölskyldan saman komin og hlátrasköllin munu dynja um húsið. Haukur Sindri Gissurarson Af hverju ákvaðst þú að láta ferma þig? ? -Það gera þetta allir og líka upp á trúna, ég ólst upp við þessa trú og vil því staðfesta hana. Hvenær er stóri dagurinn? -16. mars. Hvað finnst þér þú hafa lært á fermingarfræðslunni? -Bara svona um Jesú og allt sem hann gerði. Á að halda stúra veislu? -Já, já svona svolítið. Við leigðum sal úti í bæ og ég verð að játa að ég veit ekkert hvað á að bjóða upp á. Mamma sér um þá hlið. ?rmingardagurinn er stór dagur í lífi hvers unglings og margir vilja meina að leð þessum degi skilji milli barns og unglings. Oft eru krakkarnir þó Dinberlega sökuö um að ferma sig bara peninganna vegna og lítið standi á ak við heitin sjálf. Feykir hitti nokkur fermingarbörn í fermingarfræöslutíma g spurði þau út í ferminguna, veisluna og væntingar þeirra til stóra dagsins. :erma sig til aó staófesta trú sína Ása Svanhildur Ægisdóttir Af hverju ákvaðst þú að láta ferma þig? -Af því að ég trúi á guð og er með því að láta ferma mig að staðfesta þá trú. Eins til að allir sjái að ég trúi á guð. Hvenær er stéri dagurinn? -29. mars. Sumir segja að fermingarböm fermi sig í dag bara gjafanna vegna, hvað finnst þér um það? -Það er auðvitað gaman að fá gjafir en þetta gengur ekki út á það heldur ferminguna og staðfestingu trúarinnar. Sjálf veislan gengur lika út á að hitta ættingja ogfagna þessum áfanga. Hvað finnst þér fermingarfræðslan hafa kennt þér? -Mérfinnst hún hafa kennt mér margt, hún hefur kennt mér út á hvað þetta allt gengur og hvers vegna ég er að fermast Hvað guð gerði og svoleiðis. Af hverju ákvaðst þú að láta ferma þig? -Til að vera fermdur. Hvenær er stári dagurinn? 29. mars. Á að halda stéra veislu? -Pínu við ætlum að halda hana heima og það koma allir ættingjamir og við ætlum að bjóða upp á held ég bæði mat og kaffi. Ef þú mættir breyta einhveiju í fermingarfræðslunni og undirbúningnum hverju myndir þú breyta? -Engu, þetta er bara ágætt eins og það er. Jenný Sif Ólafsdóttir Af hverju ákvaðst þú að láta ferma þig? -Bara, staðfesta trú mína á guði. Hvenær er stóri dagurinn? -11. maí á Hvítasunnu en égfermist í Vopnafjarðar- kirkju. Ég er frá Vopnafirði og langar því að fermast þar með æskuvinum mínum. Hvemig á veislan að vera? -Það verður matur og ég held femningarveisluna með tveimur frændum mínum, við erum miklir vinir og okkur langaði til þess að halda þetta saman. Hefur fermingarfræðslan sjálf eitthvað breytt þínum hugmyndum varðandi ferminguna? -Nei, eiginlega ekki, við emm svo sem ekki búin að vera að læra neitt sérstakt. Guöjón Vilhjálmur Ágústsson Jónas Sigurjónsson Af hveiju ákvaðst þú að láta ferma þig? -Það er góð spuming maður, ég veit það ekki ég ákvað það af því að eldri systkini mín gerðu það, ég vil því bara halda þeim hefð. Hvenær er stór dagurinn? -16. mars á Pálmasunnudag. Tniir þú á guð? -Já, ég trúi á guð, mjög svo. Hvernig hefur fermingarfræðslan verið? -Hún hefur verið mjög, mjög skemmti- leg. Gaman að vera svona allir krakkamir saman og eins skemmtilegt allt sem við emm að gera.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.