Feykir


Feykir - 06.03.2008, Blaðsíða 4

Feykir - 06.03.2008, Blaðsíða 4
4 Feykir 09/2008 Halldór Halldórsson og Karl Jónsson skrifa Fyrirmyndar- félag ISI Iþróttafélög eru þjónustufélög sem reiða sig á stuðning samfélagsins. Þau bjóða upp á þjónustu fyrir börn og unglinga sem heimilin greiða fyrir og þiggja í staðinn fn afnot af íþróttamannvirkjum samfélagsins og stuðning fyrirtækja og styrktaraðila. Það er því mikilvægt að starfsemi íþróttafélaga uppfylli ýmis skilyrði sem samfélagið leggur á herðar þeirra. VerkefniðFyrirmyndarfélag ISÍ er gæðaverkefni sem sniðið er að starfsemi íþróttafélaga. Á heimasíðu íþrótta- og Ólympíusambands íslands er m.a. þetta að finna um verkefnið: “Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög eða deildir látið gera úttekt á starfsemi sinni eða hluta hennar miðað við þær gæðakröfur sem íþróttahreyfingin gerir. Standist þau þessar kröfúr fá þau viðurkenningu á FYRIRMYNDARFÉLAG (Sí því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag eða Fyrirmyndardeild.” Verkefni þetta varðar að lang mestu leyti barna- og unglingastarf félaganna og það var á þeim nótum sem endurreist Unglingaráð körfuknattleiksdeildarinnar hafði frumkvæði að því að ráðast í að fá þessa gæðaviðurkenningu. Var verkefnið unnið í samstarfið við stjórn körfuknattleiksdeildar og aðalstjórn Tindastóls. Vinnuferlið fer þannig fram að félög aðlaga starfsemi sína kröfúm verkefnisins og marka sér stefnu í ýmsum málaflokkum er varða starfið. Þessir málaflokkar eru: • Umgjörð þjálfunar og keppni • Fjármálastjórnun • Frœðslustarf Skagafjarðardeild Rauða kross íslands Sjálfboðaliði heiðraður Aðalfundur Skagafjarðardeildar Rauða krossins var haldinn s.l. miðvikudag í ~ húsnæði deildarinnar. Ágætis mæting var eða um 16 féiagar. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa kom góður gestur, Paola Cardenas frá landsskrifstofu Rauða krossins, með fræðandi erindi um málefni innflytjenda, auk þess sem hún kynnti ný verkefni félagsins. Sjálfboðaliðinn Ragnar Berg Andrésson var heiðraður fyrir vel unnin störf í þágu deildarinnar. Hann hefúr um áraraðir selt dagatöl í Skagfirðingabúð fýrir hver jól frá Þroskahjálp ásamt skyndihjálpartöskum. Tók Ragnar við viðurkenningu ásamt nýrri Rauða kross peysu sem hann getur notað í óeigingjörnu sjálfboðastarfi fyrir deildina. í framboð til stjórnar voru að þessu sinni Sigrún Alda Sighvats og Jón Þorsteinn Sigurðsson. Var Jón Þorsteinn kjörinn í stjórnina til tveggja ára en Sigrún til eins árs. Sigrún Alda kom í stað Soffíu Þorfinnsdóttur sem starfað hefur með deildinni síðan 2003 sem ritari og umsjónamaður með heimsóknavinum. Einnig var kosið um nýjan formann deildarinnar þar sem Gunnar Rögnvaldsson, sem starfað hefur sem formaður deildarinnar s.l. 2 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. í framboði til formanns var séra Gunnar Jóhannesson, prestur á Hofsósi. Að auki var einn nýr varamaður kosinn í stað Sigrúnar. Var það Anna (Annýa) Szafraniec búsett á Sauðárlcróki. Er Gunnari Rögnvalds- syni og Soffíu Þorfinnsdóttur þakkað gott starf í þágu deildarinnar. • Félagsstarf • Foreldrastarf • Forvarnir • Jafnréttismál • Umhverfismál Ot úr vinnu þessari kernur handbók sem inniheldur stefnu og marlcmið íþróttafélaga sem hljóta þessa viðurkenningu. Handbókin er í stöðugri endurskoðun og mikilvægt að hún þróist í takt við starfið. En afhverju að fara í svona verkefni? Fyrirmyndarfélagsverkefnið veitir félögum gullið tækifæri til þess að ntarka sér stefnu og setja sér markmið. Með því móti róa allir í sömu átt í starfinu og allir vita hvert kúrsinn er settur hvort sem um er að ræða stjórnendur, notendur þjónustunnar eða samfélagið í heild sinni. Handbókin verður öflugt og gott vinnuskjal og starfið verður opið og gegnsætt sem í senn veitir stjórnendum þess aðhald og gerir það aðgengilegt fyrir alla. Síðast en ekki síst er það okkar mat að það sé aðeins tímaspursmál hvenær opinberir aðilar fara að gera það að kröfu sinni að íþróttafélög hafi fengið þessa gæðavottun. Ályktun aðalfúndar Tindastóls frá 21. febrúar gefur fýrirheit um það að innan tveggja ára verði allar deildir innan T indastóls orðnar Fyrirmyndardeildir og getur félagið þá í heild sinni boðið upp á gæðavottað starf í þágu barna og unglinga í Skagafirði. Handbók körfuknattleiks- deildarinnar verður aðgengileg á heimasvæði deildarinnar á vefsíðunnitindastoll.isoghenni dreift fyrir næsta tímabil inn á öll heimili iðkenda. Starfsemi körfuknattleiksdeildarinnar og sér í lagi unglingaráðs mun nú smátt og smátt færast yf'ir í anda þessa verkefnis og mun fólk verða vart við ýmsa hluti er tengjast því á næstu vikum og mánuðum. F.h. Körfuknattleiksdeildar Tindastóls Halldór Halldórsson formaður Karl Jónsson formaður Unglingaráðs Lee Ann Maginnis skrifar SUS-dagur á Blönduósi Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna kom saman á SUS- degi á Blönduósi, laugardaginn 1. mars. Átján SUS-arar mættu á svæðið ásamt stjórn Jörundar, félags ungra Sjálfstæðismanna í A-Húnavatnssýslu. Margt var á dagskrá og má þar m.a. annars nefna heimsókn Adolfs Berndsens, oddvita sveitarstjórnar Skaga- strandar og nefndarmann í norðvestumefndinni. Adolf fræddi SUS-ara um hlutverk norðvesturnefiidarinnar, at- vinnumál og margt fleira sem snertir Austur-Húnavatnssýslu. SUS-arar kíktu einnig í heim- sókn á Heimilisiðnaðarsafúið þar sem vel var tekið á móti þeim. Dagurinn var einnig nýttur í að rnóta stefnu SUS næsta árið. Bæjarfúlltrúarnir Kári Kárason og Ágúst Þór Bragason kíktu einnig í heimsókn og er ekki hægt að segja annað enn að dagurinn hafi heppnast fúllkomlega. Mikil ánægja var með daginn meðal SUS-ara. Hægt er að skoða fleiri rnyndir ffá SUS-degi á heimasíðu Jömndar, www. jorundur.bloggar.is Lee Ann Maginnis Formaður Jörundar r Termingamyndatöffur minnuin á að panta myndatöjumar tímaníega fyrstur Jem u rfyrstu rfœr 6esta tímann fCestir viCjafara í myndatöfufyrirfermingu og Ciafa myndimar tiCsýnis ífermingaveisCunni fCúnvetningarJffJf. (Effjögurfermingar6öm foreCdrar) eðafCeiri taCa sig saman um aðfá mig á staðinn get ég kgrnið tiCyCfar Skgga-Stúdíó e6f. Við 6úum tiC6oðskprtið JAðaCgötu 19, Sauðárkrók, f/drþigl S: 453-5310 / 869-7497 J

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.