Feykir


Feykir - 06.03.2008, Blaðsíða 15

Feykir - 06.03.2008, Blaðsíða 15
09/2008 Feyklr 15 Fermingarundirbúningurinn Er góða veislu gjöra skal Fermingarnar eru á næsta leiti og nú fer hver að verða síðastur að leggja lokahönd á undirbúning veislunnar. Salur, veitingar og skreytingar er eitt af því sem fyrst er bókað og planað. Allt skal vera klappað og klárt. En skyldi ekki vera eitthvað annað sem þarf að hafa í huga. Feykir lagði í ferðalag um veraldarvefinn og fann nokkur lauflétt ráð sem hafa ber í huga á síðustu metrum fermingarundirbúnings. Minnislisti fyrir pabba og strákana á neimilinu ■ Fjölskyldubílinn þarf að þrífa svo fermingarbarnið og fjölskyldan skíti sig nú ekki út á ferðalaginu í kirkjuna. • Ef það er snjór og hálka þá þarf að vakna snemma og moka og salt eða sandbera tröppur og gangstétt. Tilvalið verkefni fyrir ungu kynslóðina • Ef veislan á að vera heima er gott að yfirfara perur, fara yfir fjöltengi og slík praktísk mál í tíma. ■ Ef von er á mörgum börnum í veisluna skal gera ráð fyrir að þau hafi eitthvað annað við að vera en hlaupa stjórnlaust um. Tilvalið er að koma upp sjónvarpshorni þar sem góð mynd er í tæki. Taka til dótakassa, liti, litabækurog spil. Minnislisti fyrir fermingarbarnið ■ Það þykir sjálfsögð kurteisi að taka vel á móti gestum sínum, heilsa þeim öllum með handabandi og gefa sér smá tíma til þess að spjalla við frænkur og frændur. • Ef fermingarbarnið hefur það hlutverk að bjóða gesti velkomna með nokkrum orðum og bjóða þeim að gjöra svo vel er gott að vera búin að skrifa þau orð niður og æfa sig. • Ekki vera feimin/n að koma með þínar hugmyndir hvað veisluna varðar. Það er ekki nein ein uppskrift af fermingarveislu. Þetta er þinn dagur og þú átt númer eitt, tvö og þrjú að njóta hans. • Gerðu ráð fyrir gjafaborði þar sem gjöfunum er komið fyrir og gestir geti skoðað gjafirnar. Gott ráð er að geyma að taka þær upp þar til eftir veisluna og gera það þá í ró og næði með fjölskyldunni. v______________________________________________________________________/ Minnislisti fyrir hina ofurstressuou móöur fermingarbarnsins • Eftir að hafa hugsað fyrir öllu varðandi alla aðra í fjölskyldunni, taktu þér þá tíma og hugsaðu fyrir þérsjálfri. Taktu þértíma til að klæða þig, fara í greiðslu og líta vel út. Þetta erjú líka þinn dagur. • Flottar veitingar, pinnamatur og nýtískulegir réttir eru jú flottir á pappírum en ekki gleyma yngstu kynslóðinni. Pizzasnúðar, kleinur, muffins ogfleira íþeim dúrereitthvað sem alltafslærígegn ogætti að eiga heima með á borðum þarsem ungviðið er. ■ Ekki láta mömmu þína eða tengdamömmu taka þig á taugum á lokametrunum. Þær meina vel. Ef þær eru alveg að gera útaf við þig brostu þá bara blítt og segðu ákveðið: „Við erum nú eiginlega búin að ákveða að hafa þetta öðruvísi". Stimplaðu það síðan inn í minni þitt að þegar þú verður amma fermingarbarnsins þá munt þú ekki láta svona. Til minnis fyrir alla • Ekki gleyma að njóta dagsins, þetta eru tímamót sem aldrei koma aftur og eiga ekki að helgast að pirringi og stressi heldur kærleika og ást. ( ÚR ELDHÚSI LESENDA ) Hrefna Óska og Póröur Rafn kokka Súkkulaðikaka Þau Hrefna Ósk og Þórður Rafn á Blönduósi bjóða upp á uppskriftir vikunnar að þessu sinni. En þau bjóða upp á þrjár uppskriftir sem óspart eru notaðar á þeirra heimili. Þau Hrefna og Þórður skora á Stefán Þórarinn Ólafsson og Erlu ísafold og munu uppskriftir þeirra birtast í Páskablaði Feykis að hálfum mánuði liðnum. Rosalega góð súkkulaðikaka Hráefni: 200 gr. dökkt súkkulaði, t.d. Síríus Konsum 200 gr. smjör 4 stk. egg 3 dl. sykur 1 dl. hveiti 100 gr. heslihnetur gróft skornar. Kremið: 175 gr. dökkt súkkulaði, t.d. Síríus Konsum 1 stk. stórt Mars 1 dl. Grand Marnier Skvetta afrjóma Smjör og súkkulaði brætt yfir vatnsbaði og látið kólna aðeins. Egg og sykur þeytt saman. Súkkulaðibráðinni og eggjahrærunni blandað vel en varlega saman. Hveiti og heslihnetum blandað varlega saman við. Smelluform smurt og hveiti stráð yfir, deiginu hellt í og bakað í ca. 40-50 mín. við 180°c. Bökunartíminn er afar mismunandi á milli ofha, best að stinga gaffli í miðja kökuna til að athuga ástandið. Deigið á/má festast aðeins á gafflinum þegar hann er dreginn út, þó ekki of mikið. Kremið: Súkkulaði brætt yfir vatnsbaði (tekur dálítinn tíma að bræða Marsið). Grand Marnier og rjóma, bætt út í þar til kremið verður hæfilega þykkt. Best að setja kremið á þegar kakan er orðin köld. Skreytið eftir hugmynda- flugi, t.d. með jarðaberjum eða blæjuberjum. Kaldur réttur Hráefni: Grcen vínber Rauð paprika Skinka Camembert ostur Sýrður rjómi Brauð rifið niður Blaðlaukur Hráefhin eru skorin niður og öllu blandað saman. Hlutföll og magn er eftir smekk. Best fyrir hvern og einn að finna hvað honum finnst best. Sítrónulœri húsbóndans Hráefni: 1 stk. lambalæri 1 stk. hvítlauksrif, stórt 1 msk. engifer, ferskur og saxaður 1 msk. Dijon sinnep 2 msk. ólífuolía Börkur og safi úr 2 sítrónum. Rífið börkinn af sítrónunni með fínu rifjárni, kreistið safann úr ávextinum í aðra skál og geymið. Fínsaxið engifer og hvítlauk og blandið saman við börkinn ásamt Dijon sinnepi og olíu. Skerið rákir í fitulagið á kjötinu og aðeins ofan í það. Smyrjið maukinu í rákirnar og látið standa í 2 tíma. Þegar kjötið er sett í ofngrindina til steikingar, hellið sítrónusafanum þá yfir kjötið. Verði ykkur að góðu!!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.