Feykir


Feykir - 12.06.2008, Blaðsíða 11

Feykir - 12.06.2008, Blaðsíða 11
23/2008 FeykJr 11 íþróttafréttir 2. deildin í knattspyrnu karla Sorgir og sigrar á vellinum Tindastóll tók á móti Reyni Sandgerði á Sauðárkróks- velli í vikunni. Leikurinnvarsannkallaður markaleikur, átta sinnum lá tuðran í netinu og þar af fimm sinnum i marki gestanna. Ekki gekk eins vel hjá Strákarnir okkar þeir Ragnar Frosti Frostason og Gauti Ásbjörnsson kepptu á sfnum fyrstu mótum utanhúss á dögunum. Gauti hóf keppnistímabilið utanhúss á Lingby Games í Danmörku laugardaginn 31. maí sl. þar sem hann gerði sér lítið fyrir og stökk 4,30m í stangarstökki og varð í 6. sæti okkar mönnum á Blönduósi en Hvöt hefur ekki náð vindi í sín segl eftir að hafa rassskellt nágranna sína á dögunum og máttu Hvatarmenn þola sitt annað tap í röð í deildinni, að þessu sinni á móti Víði og fór leikurinn 3-1. á mótinu. Ragnar fór síðan af stað fjórum dögum síðar eða þriðjudaginn 3. júní. Mótið var MAI-Galan í Malmö í Svíþjóð, þar hljóp Ragnar 400m á 49,40sek og varð í 4. sæti. Hann á best 49,04sek utanhúss, en 48,82sek innanhúss. Góð byrjun á sumrinu hjá strákunum og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu. Frá búninganefnd Tindastóls Búningar Búninganefnd Tindastóls hefur verið að störfum frá því snemma í vor. Er nefndin annars vegar að móta reglur fyrir Tindastól varðandi búning félagsins fyrir utan keppnisgallana. Samhliða þeirri vinnu er unnið að því að fá tilboð og sýnishorn frá ýmsum aðilum með það að leiðarljósi að finna hagkvæman en um leið fallegan félagsgalla fyrir Tindastól. Að gefnu tilefni viljum við koma því á framfæri að ekki hefur verið samið við neinn einn framleiðanda um galla og þar til það verður gert verða Henson gallarnir sem eru seldir í Skagfirðingabúð opinberir félagsgallar Tindastóls. Nýir gallar eru væntan- legir næsta vetur. Frjálsar íþróttir Gauti og Ragnar Frosti á fullri ferð ( ÁSKORENDAPENNINN 1 Sr. Sigríóur Gunnarsdóttir skrifar Ekkert barn upplifi vinalausa æsku Á vordögum samþykkti Alþingi að halda umdeildu ákvæði inni í grunn- og leikskólalögum um að kennsla í skólum landsins skuli byggja á kristinni menningararfleið. Þessi samþykkt er mikið gleðiefni fyrir kirkjuna og alla sem láta sig varða kristna trú. Undanfarin misseri hafa verið gerðartilraunir, árangurslausar góðu heilli, til að bola kristinni trú út úr skólakerfinu. Kristni og kirkja hafa átt í vök að veijast og því verið haldið fram að ekki eigi að móta böm ítrúarefnum. Þeim sé hollara að ákveða um slíkt þegar þau hafi aldur og þroska til og ekki sé sæmandi að ala böm upp við kristin sið. Afskiptaleysi í nafni trúfrelsis er ekki sama og umburðariyndi. Hvaða skoðun sem menn vilja hafa á trúmálum þá er kristin menningararfleið grundvöllur velferðarsamfélagsins. Flestir telja eftirsóknarvert að búa í velferðar-og lýðræðis samfélagi þar sem riki réttlæti og öllum séu tryggð sem jöfnust lífsgæði. Hitt er annað mál hvemig tekst til að gera þessi hugtök raunveruleg og það er viðfangsefni stjómvalda á hveijum tíma. Á dögunum tók ég þátt í undirbúningsfundi fyrir stórmerkilegt verkefni sem senn verður hleypt af stokkum í Skagafirði. Verkefnið á að stuðla að því að ekkert bam upþlifi vinalausa æsku. Markmið erað auka vellíðan bama og unglinga og koma með fyrirbyggjandi aðgerðum í veg fyrir þá vanlíðan sem fylgir vinaleysi. Á fundinn kom fólk úr ólíkum áttum sem allt átti sammerkt að koma að ungdómi Skagafjarðar með einum eða öðrum hætti. Allt saman einvala lið með mikla reynslu og þekkingu á bömum og uppeldi. Þama varvelt upp frá ýmsum sjónarhomum spumingunni hvemig foreldrar, forráðamenn og aðrir uppalendur geta stuðlað að því að böm geti eignast vini. Hver em líklegust til að eignast vini? Það em bömin sem em félagslega sterk, hamingjusöm og sátt. Hvemig getum við stuðlað að því að gera bömin okkar sterk og hamingjusöm? Með því að kenna og innræta hvað er raunverulega eftirsóknarvert í lífinu, muninn á réttu og röngu og ekki síst virðingu fyrir öðmm og sjálfum sér. Allt þetta kennir kristin trú og enn fremur það að láta sig varða hvemig öðmm líður, sitja ekki hjá heldur að berjast gegn óréttlæti og hverskonar misrétti. Ertíl betra veganesti út ílífið? Sameiginleg niðurstaða fundarmanna varm.a. sú að ábyrgð okkar, hinna fullorðnu er ótrúlega mikil. Allt sem við gemm og allt sem við segjum er bömunum okkar fordæmi. Kannski hefði verið ráð að spenna bogann hærra og stefna að því að enginn íbúi í Skagafirði upplifði vinaleysi og einsemd? Vináttuverkefnið er lofsvertframtak og spennandi að sjá hverju framvindur. Ég skora á séra Sigurð Grétar Sigurðsson sóknarprest á Hvammstanga. ( UR ELDHUSI LESENDA ) Uppskriftir frá Þórunni og Ingvari Ostabuff og ekta marengska <a Það eru þau Þórunn Elfa Sveinsdóttir og Ingvar Páll Ingvarsson á Sauðárkróki sem bjóða lesendum upp á uppskriftir vikunnar að þessu sinni. Þau skora á Gunnar Sandholt Laugatúnil6 Sauðárkróki að koma með næstu uppskriftir. Ostabuff 800 gr. nautahakk 2,5 dl. brauðrasp 2.5 dl. rifmn ostur Krydd eftir smekk (td. salt, pipar, season all, paprikuduft) Öllu blandað saman, mótaðar eru buffkökur sem eru steiktar á pönnu og látnar bíða á diski meðan sósan er löguð. Sósan: 1 laukur 1 peli rjómi 1 dl. tómatsósa 1.5 dl. vatn Laukurinn er saxaður og steiktur. Rjóminn, vatnið og tómatsósan sett út á pönnuna og látið krauma. Buffið er sett í sósuna og borið fram með kartöflum, hrísgrjónum eða bara brauði. Ekta marengskaka 4 eggjahvítur 200 gr. sykur Stífþeytt 1 bolli kornflakes - mylja niður stcerstu flögurnar 1 tsk. lyftiduft Hrært varlega saman við eggjahvíturnar og sykurinn - með sleif Teikna 2 hringi á bökunar- pappír og setja marengsinn á plötuna og baka í 1 klst. og 45 mín á 140° með undir-yfir hita og slökkva svo á ofninum. Ekki taka marengsinn út úr ofninum fyrr en eftir 4-6 klst. - svo hann þorni betur. Krem: 2 eggjarauður 1 dl. rjómi 100 gr. suðusúkkulaði Takið annan marengsbotninn og setjið þeyttan rjóma á hann. Svo setjið þið kremið, svo aftur þeyttan rjóma og á endanum hinn marengs- botninn. Það er sem sagt: Botn - rjómi - krem - rjómi - botn. Verði ykkur að góðu!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.