Feykir


Feykir - 12.06.2008, Blaðsíða 4

Feykir - 12.06.2008, Blaðsíða 4
4 Feykir 23/2008 Síðustu geiturnar Dýr í útrýmingarhættu í kjölfar frétta og umræðu um ísbjarnadráp og dýr í útrýmingarhættu er ágætt að benda á, að hér á landi eru íslensk dýr í útrýmingarhættu. íslenski geitastofninn á í vök að verjast og á tilveru sina, áhugafólki um viðhaldi stofnsins, allt að þakka. Stofnstærðin hefur sveiflast á milli u.þ.b. eitthundrað til fjögurhundruð fullorðinna dýra. Af því hann telur undir eitt þúsund einstaklinga er hann talinn í bráðri útrýmingarhættu. Á Háafelli í Hvítársíðu er kona að nafni Jóhanna Þorvaldsdóttir sem berst íyrir því að útvega fjármagn til að setja á stofh geitasetur. Tilgangurinn er að bjarga íslensku geitinni frá algerri útrýmingu en Jóhanna bjargaði einmitt síðustu kollóttu geitunum sem eftir voru á landinu og telja þær núna um fjörtíu talsins. í Skagafirði teljast rúmlega sjötíu geitur en í Húnavatnssýslum innan við tuttugu. Væri ekld athugandi að leggja f væntanlegt geitasetur, þá upphæð sem hugsanlega hefði farið í það að fanga og flytja hvítabjörninn til síns heima? Ólafur Þ. Hallgrímsson skrifar Enn mun reimt á Kili Dagana 27. apnl til 18. maf stóð yfir í Safnahúsinu á Sauðárkróki sýning á málverkum eftir listamanninn Baska, þar sem rakin er feigðarför Reynistaðarbræðra og fylgdarmanna þeirra í vetrarbyrjun 1780. Sýningin bar heitið: Enn mun reimt á Kili. Baski heitir raunar fullu nafni Bjarni Skúli Ketilsson, Akurnesingur að ætt, en hefur verið búsettur í Hollandi frá 1996. Baski stundaði nám í listmálun og teikningu í Hollandi og lauk þaðan BA - prófi árið 1998. Hann hefur haldið einkasýningar víðsvegar í Evrópu og tekið þátt í fjölda samsýninga og hlotið ýmsar viðurkenningar. Á sýningunni í Safnahúsinu voru 26 verk, allt olíumálverk á striga utan tvær blýantsmyndir. í dagskrá segir listamaðurinn, að hugmyndin að því að tjá sögu Reynistaðarbræðra í málverki hafi kviknað fyrir fimm árum. Hann hafi heyrt söguna og heillast af dulúð hennar, myndirnar birtust í huganum og komust á strigann. í myndunum er örlagasaga Reynistaðarbræðra og félaga þeirra rakin í eins konar tímaröð, raunar allt frá því hún hefst í hlaðvarpanum heima á Reynistað og þar til henni lýkurviðBeinhóláKili.þarsemþeirra allra beið „beiskur aldurtili“. Verður ekki annað sagt en listamanninum hafi tekist ótrúlega vel að túlka þessa feigðarför í verkum sínum og þá dulúð og óhugnað, sem jafnan hefur fylgt henni í vitund þjóðarinnar. Myndirnar eru vel gerðar og litagleði mikil. Þær tala sínu máli og segja meira en mörg orð. Þar er vissulega sjón sögu ríkari. Iveglegrisýn-ingarskrá,semfylgir, er örlagasaga Reynistaðarmanna rakin eftir bestu heimildum ásamt myndum af nokkrum verkanna á sýningunni, sem gefa skránni aukið gildi. Sagan hefst i rauninni með myndinni Búist til brottferðar frá Reynistað, þar sem Ragnheiður, húsfreyja, sést kveðja Bjarna son sinn, sem ríður bleikum stóðhesti. I myndinni Veisla í Tungufelli, þar sem Staðarmenn gista síðast í byggð og fá góðan beina, spila saman ljós og skuggar. Kertaljósið varpar sérkennilegan bjarma á andlit mannanna, sem sitja við veisluborð. Myndin minnir að vissu leiti á hina heilögu kvöldmáltíð. Á risastórri mynd, sem ber heitið Lagt á Kjöl, nær listamaðurinn að túlka aðstæður á hálendinu. Komið er fram í vetrarbyrjun, lauf öll sölnuð og kuldaleg ský í norðri yfir hálendinu, sem bráðlega breytast í ógnvekjandi óveðursský, sem listamaðurinn túlkar síðan í næstu mynd, sem nefnist Óveður í aðsigi. Myndin Veðraveggur sýnir Staðarmenn komna að Beinhól og reisa þar tjald sitt í bylnum. Hestar híma í höm og fannbarðar kindur allt um kring. Þar með voru örlög þeirra ráðin. Hið niðurfallna tjald sýnir listamaðurinn síðan á annarri mynd, umlukið dauðum kindum og hrossum. Tvær myndir á sýningunni skera sig nokkuð úr, hvað form varðar. Það eru myndirnar í klettaskoru, er sýnir lík Reynistaðarbræðra, og Jón Austmann hvetur Rauð, sem byggðar eru upp af ferningslaga formum í kuldalegum bláum og hvítum lit. Á mynd sem nefnist „Takið“, sést Jón Austmann grípa til þess örþrifaráðs að hengja hest sinn, sem hann hefur misst ofan í vök í einni af hvíslum Seyðisár, svo að hann noti síðustu kraftana til að ná sér upp úr, en þar sem það ekki tekst, sker hann skepnuna á háls og stingur höfðinu undir bóg. Kuldaleg er einnig myndin af gráu hryssunni í Gránunesi, sem þar finnst sumarið á eftir illa haldin með reiðing undir kvið. Angist og kvíða móðurinnar, Ragnheiðar, heima á Reynistað, túlkar listamaðurinn einkar vel að mínum dómi í myndinni Biðin. Síðasta málverkið á sýningunni, Bræðraborgin; sýnir klettagjótuna skammt vestan við hinn gamla Kjalveg, þar sem bein Reynistaðarbræðra fundust árið 1846,66 árum eftir að þeir urðu úti á Kili. Um hinn óttalega leyndardóm, hvernig stóð á tilvist beinanna þar, erum við að sjálfsögðu engu nær. Það er og verður leyndarmál öræfanna. Ýmislegt var gert til að auka á áhrifamátt sýningarinnar í Safnahúsinu. í horni sýningarsalarins var komið fyrir eftirlíkingu af tjaldi Reynistaðarmanna, sem bærðist fyrir vindgjósti, en hríðarveggur í bakgrunni. Jafnframt mátti heyra söguna lesna. Einnig voru fest upp á vegg ljósrit úr þingbókum Hegranesþings, þar sem greinir frá þinghöldum í „líkamáli Staðarmanna“, sem stóðu yfir 1781 - 83, án nokkurrar niðurstöðu. Örlög Staðarmanna hafa verið þjóðinni umhugsunarefni í meira en tvær aldir, og svo virðist sem hin gamla saga sé ótrúlega lifandi í hugum margra landsmanna jafnvel enn þann dag í dag, ekki síst hér í Skagafirði. Það var því einkar vel til fallið að setja sýninguna upp hér. Sýningin í Safnahúsinu með sínu áhrifamiklu myndverki skilur eftir í huganum sterka upplifun hinnar löngu liðnu harmsögu á hálendi íslands. Hafi listamaðurinn Baski heila þökk fyrir verk sitt, svo og allir þeir aðilar, er hlut áttu að máli, að þessi sýning yrði að veruleika. Ólafur Þ. Hallgrímsson Þjónustuauglýsingar Pionustuaui IIIIIII IIII1411 Bólstrun Gunnars Leifssonar Lækjargötu 3 530 Hvammstanga Sími: 451 2367 / 865 2103 Netfang: gl@simnet.is 4'M Vredenstein-dekkin færðu hjá okkur mín f m f Wm Bílauerkstæði við FREYJUGÖTU SAUÐÁRKRÓKI (r-455 45 1/4» SÉRSMÍÐIÁ ELDHÚSUM, SKÁPUM, INNIHURDUM, 0G ÖDRUM SÉRHÖNNUÐUM TRéSmiðjan INNRÉTTINGUM €€€© BORGARMÝR11 550 SAUÐÁRKRÓKI SlMI 453 5170 tborg@tborg.is Öll almenn jarðvinna Flutningar og kranavinna Allt verk og flutningar ehf. HVAMMSTANGA ©897 6597/895 2052 ÞJONU5TUAUGLYSING I FEYKI MARG BORGARSIG! Hafðu samband © 455 7171 Þú hefur alltaf góða ástæðu til að heimsækja Norðurland vestra! Á.„ DOFINNI 14.JÚNI Opna kvennamótið í golfi, Golfklúbbur Sauðárkróks. Sauðárkróki 14. JÚN( Ásta Pálsdóttir, listakona, opnar myndlistarsýningu ÍSafnahúsi Skagfirðinga kl. 15 15. JÚNÍ Messa í Hóladómkirkju kl. 11 15.JÚNÍ Tónleikar á Hólum kl. 14. Sextettinn “The Hoodangers” frá Melborne Ástralíu leikur létta, taktfasta og aðgengilegajasstónlist. 15.JÚNÍ Lýtingsstaðir, Fjölskyldudagur íhestaleigunni. 17. JÚNÍ Þjóðhátíðardagskrá á Sauðárkróki. 17. JÚNÍ Þjóðhátíðarkaffi á Hótel Varmahlíð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.