Feykir


Feykir - 12.06.2008, Blaðsíða 10

Feykir - 12.06.2008, Blaðsíða 10
lO Feykir 23/2008 Húnaþing vestra_________ Tíu ára afmælishátíd Þann 7. júní sl. hélt Húnaþing vestra upp á 10 ára afmæli sitt með fjölskyldu- og afmælis- hátfð á Bangsatúni á Hvammstanga. Hát'ðin hófst með ávarpi Elínar lindal oddvita og að því toknu gróðursettu börn á aldrinum 1-10 ára, 10 tré sem tákn um 10 ára afmælið. 1-5 ára börn gróðursettu fyrst 5 trén meðan börn í Skólakór Grunnskóla Húna- þings vestra sungu nokkur lög. Síðan gróðursettu 6-10 ára börn 5 tré til viðbótar meðan börn frá Leikskólanum Ásgarði sungu sín lög. Að því loknu gróðursettu barnshafandi konur 1 tré sem tákn um framtíðina. Var þessi stund mjög skemmtileg og hátíðleg. Að því loknu fengu börnin andlitsmálningu og einnigvarfariðíleiki. Boðið var upp á grillaðar pylsur og afmælisköku sem að sjálfsögðu var 10 metra löng. Var mæting á afmælishátíðina nokkuð góð og er talið að um 250 manns hafi lagt leið sína á Bangsatún. INVETI Páll Dagbjartsson skrifar c s> § Gradualekór Lang- holtskirkju hélt tón- leika í Skagafirði Gradualekór Langholtskirkju hélt tónleika í Fnmúrarasalnum á Sauðárkróki s.l. sunnudag. Stjórnandi var Jón Stefánsson. Kórinn tók til starfa 1991 og eru kórfélagar stúlkur á aldrinum 14til 18ára. Greinilegt er að miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem fá inngöngu í kórinn og margir kórfélagar eru langt komnir í tónlistarnámi. Starfræktur er sérstakur kórskóli við Langholtskirkju sem býður upp á söngnám sem er sambærilegt við grunnnám tónlistarskálanna. Margar stúlknanna í kórnum eru búnar að stunda söngnám í skólanum allt frá íjögurra ára aldri. Til gamans má geta þess að alls eru átta kórar starfandi við Langholtskirkju. Verkefnaval Gradualekórs- ins á tónleikunum s.l. sunnudag var mjög fjölbreytt og skemmtilegt og var dagskráin flutt í heild án hlés í eina og hálfa klukkustund. Ég vil hér þakka kórnum fyrir aldeilis frábæra skemmt- un. Var mikil unun að hlíða á þessar þjálfuðu ungu raddir undir öruggri stjórn Jóns, sem lék einnig undir á flygilinn við flutning á nokkrum verkanna. Hafið kæra þökk fyrir komuna í Skagafjörð og komið fljótt aftur. Páll Dagbj. Málverkasýning Ástu Páls 1 Safnahúsinu á Sauðárkróki Laugardaginn 14. júní næstkomandi kl. 15:00 opnar Ásta Pálsdóttir sýningu á verkum sínum í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Ásta er fædd á Sauðárkróki 2. febrúar 1938. Að þessu sinni sýnir Ásta 40 vatnslitamyndir málaðar með blandaðri tækni. Þessa sýningu tileinkar hún aldarafmæli foreldra sinna, Sigrúnar Fannland og Páls Sveinbjörnssonar. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13-17 og stendur fram í júlí. LISTASAFN SKAGFIRÐINGA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.