Feykir


Feykir - 12.06.2008, Blaðsíða 2

Feykir - 12.06.2008, Blaðsíða 2
2 Feykir 23/2008 Skagafjörður Skagafjörður UMSS býðst til þess að halda Landsmót UMFI Fyrirhugaö Landsmót UMFÍ sem halda skal á Akureyri á næsta ári viröist vera í uppnámi. Framkvæmdastjóri Þórs lýsti því yfir í fréttum RUV að hann hafi þungar áhyggjur af töfum við uppbyggingu íþróttamannvirkja á íþrótta- svæði Þórs á Akureyri. Enn hefur ekki tekist að semja við verktaka um byggingu íþróttamannvirkja á íþróttasvæði Þórs á Akureyri. Að sögn Sigurjóns Þórðarsonar hefur UMSS haft samband við UMFÍ og boðist til að sjá um Landsmót 2009 Leiðari -Náið þið kannski ekki Stöð 2 þarna fyrir norðan ? Þessa spurningufékk hjá ritara umhverfisráðherra fyrir viku þegar ég spurði hana hvað það þýddi að ráðherra hygðistfara yfir ísbjarnamálið í heild sinni. Hennifannst lítil ástæða til þess að ég spyrði ráðherra þessara spumingar enda hafði hún svarað henni á Stöð 2 kvöldið áður. Ég verð aðjáta að þetta viðhorf opinbers starfsmanns pirraði mig óstjórnlega og ekki minnkaði pirringurinn þegar annar opinber starfsmaður, Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður á Rás 2, útvarpi allra landsmanna, kallaði okkur sveitavarg í viðtali í ísland í dag sl.fóstudag. Sjálfer ég þeirrar skoðunar að fólk sem hefurþetta álit á landsbyggðinni hafi lítið að gera með að þiggja launfrá sveitavarginum mér. Sjálfer ég löngu orðin leið á þessu viðhorfi og veit að þið hin eruð það líka. Snúum vörn í sókn ogfinnum 100 ástæður þess afhverju fólk ætti ekki að búa á höfuð- borgarsvæðinu og flytja þess í stað út á land. Góðar ábendingar óskastsendar á netfangiðfeykir@ nyprent.is - þeim verður síðan fundinn góður vettvangur. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis, sími 898 2597 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herclís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjórí & ábyrgðarmaðun Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is © 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprent.is © 8619842 Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Profarkalestur: KarlJónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Brimnesskógar Skrifaö hefur verið undir samning milli Sveitarfélagsins Skagafjaröar annars vegar og Brimnesskóga hins vegar þess efnis að heimilt verði að planta trjám í tuttugu hektara á landi Ásgarös sem er í eigu sveitarfélagsins. Þessir tuttugu hektarar bætast við þann reit sem nú Skagafjörður Göngugarpar í Austurdal Austurdalur í framanveróum Skagafirói er mjög vinsæll til útivistar hvort heldur er fyrir gangandi, ríöandi eða skríóandi fólk. Þann 14. júní verður farinn göngutúr frá Gilsbakka í Ábæ ogþaðaníSkatastaði. íferðinni er m.a. gengið yfir Merkigilið, um hlaðið á bænum Merkigili og sem leið liggur að Ábæ. Þaðan er haldið út á móts við eyðibýlið Skatastaði og farið yfir Jökulsá eystri á kláfi. Kláfurinn er nýlega uppgerður og fullkomlega öruggur ferðamáti yfir ána. Að sögn Gísla Rúnars Konráðssonar göngugarps, eru nokkrar ferðir áætlaðar um dalinn í sumar. Vissara er að panta í tíma því ásókn virðist ætla að vera mikil Skagaströnd________________ Bæklingur og fræðslu- skifti á Spákonu- fellshöfða Sveitarfélagiö Skagaströnd hefur gefið út lítinn bækling um Spákonufeilshöfða. í honum er ýmis fróðleikur um Skagaströnd, höfðann, gróðurfar hans, jarðfræði og fuglalíf. Birt er loftmynd af honum og inn á hana merktar gönguleiðir. Bæklingnum verður dreift til allra bæjarbúa auk þess sem hann mun liggja frammi á helstu ferðamanna- stöðum. Er tilgangur útgáfunnar eins og segir í fréttatilkynningu frá sveitarfélaginu, að hvetja fólk til útivistar. Gönguleiðir á Spákonufellshöfða eru flestar stuttar og við þær hefur víða verið komið fyrir upplýsingaskiltum um fugla og plöntur. Þau eru í stærðinni A3 og er á þeim sagt frá átta algengum fuglategundum og sex plöntum. Verða skiltin tekin í notkun með formlegri athöfn þann 17. júní. X SPÁKONUFELLSHÖFÐI A SKAGASTRÖND gOnguleioir NATTURA saga þegar er búið að planta í á sama svæði. Nokkrir aðilar leggja verkefninu lið s.s. Landsvirkjun sem útvegar ungt fólk til að vinna við gróðursetninguna og Gyða Jónsdóttir, ekkja Otto Michelsen og fjölskylda, sem styrkir verkefnið veglega með fjárframlagi. Endurheimt Brimnesskóga er verkefni sem Steinn Kárason um- hverfisstjórnunarfræðingur hefur unnið að frá stofnun félagsins. Tilgangur verkefnisins er að endurheimta hin fornu landgæði Brimnesskóga, auka umhverfisvitund fólks með ferðaþjónustu og fræðsluferð- ir í huga. Þegar er byrjað að planta á nýja svæðinu. Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Fékkgóðar gjafir Heilbrigðisstofríuninni bárust á dögunum góðar gjafir firá Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps, Lionsklúbbnum Björk og Krabbameinsfélagi SkagaQarðar. Kvenfélagið færði stofnuninni súrefnisvél Everflow ásamt fylgi- hlutum, tvo súrefnis- og púlsmettunarmæla af gerð- inni NONIN, hugbúnað til svefnrannsókna, 25 stk. flísteppi fyrir sjúlcra- þjálfun og Tanita 800 standvog fyrir sjúkradeild. Lionsklúbburinn færði félaginu spilara fyrir hljóðdiska og Krabba- meinsfélagið færði henni súrefnisvél Everflow ásamt fylgihlutum, kaffivél, kaffistell, geislaspilara o.f.l í aðstöðu langveikra og aðstandenda á sjúkradeild. Vill framkvæmdastjórn stofnunarinnar koma á framfæri þakklæti til gefanda fyrir þessar góðu gjafir og þeim hlýhug sem þeim fylgdu. Er eitthvað að frétta? Hafðu samband - Síminner 455 7176

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.