Feykir


Feykir - 12.06.2008, Blaðsíða 6

Feykir - 12.06.2008, Blaðsíða 6
6 Feykir 23/2008 reyndar líka einn af hans mestu kostum, svarar Magnea hóli Björns. -Hins vegar get ég eignað mér það að hafa hvatt hann áfram til góðra verka og stutt hann í því að fara að vinna eingöngu að hrossaræktun því efniviðurinn var til staðar og Varmalækjarhrossin eru þekkt um allan heim, bætir hún við. En voruð þið ekki álitin klikkuð þegar þið fóruð út í þessar svakalegu byggingu? -Jú biddu fyrir þér, svara þau bæði og hlæja. -Fólk sagði að nú ættum við ekki langt eftir eða hvað við værum að fara í svona framkvæmd orðin þetta fullorðin. Það var ekki fyrr en Sigurður á Ökrum, móður- bróðir Bjöms, kom til okkar í árlega heimsókn 23. desember að við fengum hvatningu. Þá vorum við búin með kjallarann og aðeins byrjuð á jarðvegs- vinnu. Hann kom hingað og sagðist vera komin til þess að kanna þessa framkvæmd og spurði Björn hvað þetta kostaði, rifjar Magnea upp. -Ég nefndi tölu sem mér fannst nokkuð há og svaraði Sigurður því til að þetta væri ekkert í dag og þið svona ung. Hrossaræktin gengi vel svo þetta yrði nú ekki mikið mál. Oft hafði ég verið andvaka af áhyggjum yfir hvað við værum nú komin út í en þarna urðum við andvaka af gleði yfir þessum góðu óskum Sigurðar og þeirri framsýni sem hann hefúr, orðin 81 árs gamall, bætir Björn við. Hrímnir var tímamótahross Hrossin frá Varmalæk hafa getið sér gott orð og gaman að segja frá því að helgin var hátíðarhelgi þar á bæ, á föstudag vígja þau höllina og á laugardag komast tvo hross úr þeirra ræktun í gegnum úrtöku fyrir Landsmót hestamanna. Stóðhestarnir og gæðingarnir Tindur og Punktur báðir 9 vetra og frumtamdir af Birni sjálfúm. Tindur er í A flokki gæðinga og hefur hann hlotið hæstu einkunn í hæfileikum sem gefin hefúr verið stóðhesti á þessu ári eða 8,95. Dökkjarpur á lit og segir Björn að afkvæmi undan honum séu að komast á tamningaaldurinn og lofi góðu. Enda sé Tindur með gott gang- og geðslag. Hinn er Punktur sem Björn seldi þriggja vetra til Ágeirs Mikaelssonar, fjórgangshestur fallegur og fasmikill. -Kengála frá Varmalæk er móðir Punkts / heimsokn hjá Birni og Magneu á Varmalæk Höll til heiðurs Hrímni Hnmnishöllin var formlega vígö á Varmalæk sl. föstudag. Höllin er rúmlega 1000 fermetrar að stærð og öll hin glæsilegasta. Stefnt er að því að hún verði með öllu fullbúin á 55 ára afmæli Bjöms bónda þann 10. október næstkomandi. Feykir hitti þau Björn og Magneu, fékk söguna á bak við höllina og ekki síst ástina sem gerði hana að veruleika. Það var þrælskipulögð til- viljun sem varð til þess að þau Björn og Magnea felldu hugi saman á dansleik kvöldið fyrir Laufskálarétt árið 2000. -Við voru leidd saman þrátt fyrir að hafa hvorugt vitað af því að það stæði til, segir Magnea og þau hlæja bæði. -Það var þannig að ég var búinn að vera einn hér í sjö ár og var eitthvað farin að þreifa fyrir mér í þá átt að fá hingað til mín konu, segir Björn og tekur sér umhugs- unarþögn áður en hann heldur áfram. -Mamma heitin var hér með verslun og eitt sinn kom Agnar á Miklabæ og var að versla við hana, ég bauð honum í kaffí sem endaði með því að við fengum okkur talsvert mikið brennivín og eitthvað hef ég trúlega farið að væla um kvenmannsleysi sem verður til þess að Agnar hringir í Jón Guðna mág Magneu og spyr hann hvernig það sé með hana Magneu, það vanti svo konu á Varmalæk. Síðan gerist ekkert og ég gleymi þessu bara, bætir Björn við. Agnar og Jón Guðna höfðu hins vegar engu gleymt og ráðagerð þeirra hélt áfram allt til haustsins 2000 er Magnea var dregin norður í Laufskála- rétt. -Við vorum með gistingu í Varmahlíðarskóla og ég bað Jón Guðna mág minn að passa upp á mig þetta kvöld þvi ég nennti ekki neinu karlastússi, ætlaði sko alls ekld að fara að ná mér í annan karl. Jón Guðni tók þessu svo alvarlega að enginn mátti setjast við hlið mér því hann sagði að það sæti væri upptekið, sem og það var því þegar Björn kom í salinn var hann kallaður beina leið í sætið við hlið mér, segir Magnea og lítur nú á Björn með glampa í augun; -Og þá gerðist eitthvað, við fórum að dansa og örlög okkar voru ráðin, ég flutti síðan hingað norður vorið 2001. Sigurður á Ökrum fyilti okkur bjartsýni Björn vill meina að tilkoma Magneu á Varmalæk hafi breytt miklu í sínu lífi og segir hann að hún hafi unnið meira að því að koma höllinni upp en hann sjálfur. -Ekki það að þetta er eitthvað sem mig hafði alltaf langað til þess að gera en aldrei þorað, ekki fyrr en núna þegar ég hef jafn traustan aðila og hún Magnea er mér við hlið, segir Björn. -Hann er alltof hógvær hann Björn og það er

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.