Feykir


Feykir - 12.06.2008, Blaðsíða 1

Feykir - 12.06.2008, Blaðsíða 1
HRIM í heimsókn hjá Birni og Magneu á Varmalæk Höll til heiðurs Hnmni Hrímnishöllin var formlega vígð á Varmalæk sl. föstudag. Höllin er rúmlega 1000 fermetrar að stærð og öll hin glæsilegasta. Stefnt er að því að hún verði með öllu fullbúin á þessu ári. Feykir hitti þau Björn og Magneu, fékk söguna á bak við höllina og ekki síst ástina sem gerði hana að veruleika. Húsið er byggt úr forsteyptum einingum frá Loftorku á Akureyri ogþakið er frá BM Vallá. Það var framleitt í vetur og byrjað að reisa það í apríl og komið undir þak og að mestu búið nú í byrjun júní. sjá bls. 6-7 Norðvesturnefndin Rúmlega 20 störf á tveimur árum Ríkisstjórnin hefur samþykkt svokallaóa Norðvesturskýrslu þar sem gert er ráð fyrir að til verði rúmlega 20 opinber störfum á næstu tveimur árum. Ekki var tekin afstaða til Hólaskóla. Nefndin skilaði 11 tillögum til nkisstjórnar en samkvæmt heimildum Feykis fékk hún 146 tillögur til umfjöllunar en þær komu flestar úr héraði. í skýrslunni sjálfri segir að nær engar tillögur hafi komið frá ráðuneytunum sjálfum um flutning opinberra starfa út á land. Hlustum betur á börnin okkar Isbjörninn sást fyrst á mánudagskvöld Karen Sól Káradóttir 9 ára stúlka á Blönduósi var fyrst til þess að sjá ísbjörninn sem veginn var á Þverárfjalii í liðinni viku. Karen sá bjöminn seint á mánudagskyöld en foreldrar hennar héldu að þarna væri bara um fjörugt ímyndunarafl barns að ræða. -Við vorum stödd akkúrat á þessum gatnamótum þar sem björninn var daginn eftir og hún segir aftur í bílnum að hún hafi séð ísbjörn. Við hins vegar héldum að barnið hefði séð hvítan hest og gerðum ekkert frekar i málinu, segir Kári Kárason faðir Karenar Sólar. -Þetta kennir okkur foreldrum kannski að hlusta betur á börnin okkar, bætir hann við. Prestum íSkagafirði fækkar Mælifellsprestakall lagt niður Störfm rúmlega tuttugu skiptast milli sveitarfélaganna á svæðinu og er gert ráð fyrir að einhver þeirra verði til á þessu ári. Athygli vakti hér norðan heiða að skýrslan varð fyrst sýnileg sveitarstjórnarmönn- um inni á vef Morgunblaðsins og hafa þeir því lítið svigrúm haft til þess að kynna sér innihald skýrslunnar. Gréta Sjöfn Guðmunds- dóttir skilaði sér bókun. Kom bókun Grétu í ljósi þess að nefndin tók ekki efnislega afstöðu til tillagna sem bárust frá Háskólanum á Hólum. í bókun sinni segist Gréta Sjöfn telja að uppbygging menntamála á Norðurlandi vestra sé einn helsti vaxtarbroddur svæðisins og ein sú öflugasta byggðaaðgerð sem ríkið geti gripið til. Eitt af verkefnum Norðvesturnefndar hafi verið að koma með tillögur um mögulega styrkingu menntunar og rannsókna á svæðinu og því ætti tillaga frá Háskólanum á Hólum um endurmenntunar og fjölgreinadeild að vera ein af þeim tillögum sem Norðvesturnefndin legði til. Sú tillaga komi til með að auka menntunartækifæri á háskólastigi fyrir íbúa svæðisins auk þess að vera sú tillaga sem auðveldast sé að koma í framkvæmd. í ljósi þess að sveitar- stjórnarmenn og aðrir höfðu ekki fengið skýrsluna í hendur og þau Adolf Berndsen og Gréta Sjöfn eru bundin trúnaði um störf nefndarinnar náðist ekki að vinna fréttaskýringu um málið í þessari viku en hún mun birtast í næsta Feyki. Mælifellsprestakall verður lagt niður og sameinað Miklabæjarprestakalli er séra Ólafur Hallgnmsson fer á eftirlaun sfðar á þessu ári. Var þetta samþykkt á kirkjuþingi. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um hvað verði um jörðina. íTengli! TÖLVUDEILD TENCILS BORGARFLÖT 27 SAUÐÁRKRÓKI C 455 7900 Töskiirfýrir nyndavélar og faiiölvur d fiiiu verði! chi^— VIÐ BÓNUM OG RÆSTUM! Daglegar ræstingar og reglubundið viðhald á bóni í fyrirtækjum og stofnunum SSIgpiSSfé? ©^idses'(É&ff, Hringdu núna eða sendu tölvupóst Sími: 848 7007 * Netfang: siffo@hive.is Bílaviðgerðir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.