Feykir


Feykir - 12.06.2008, Blaðsíða 9

Feykir - 12.06.2008, Blaðsíða 9
23/2008 Feykir 9 Jón Hilmarsson skólastjóri skrifar Grunnskólinn austan Vatna STðasta haust voru skólarnir þhr, á Hólum, Hofsósi og Sólgörðum, sameinaðir í einn skóla. 93 nemendur voru í skólunum þremur í vetur, 1. -7. bekkur á Hólum og Sólgörðum en 1. -10. bekkur á Hofsósi. Fljótlega síðasta haust var ráðist í það verk að finna sameiginlegt nafn fyrir skólann og var lagt í hugmynda- samkeppni meðal nemenda, kennara og íbúa á starfssvæði skólanna. Úr varð að skólanum var valið nafnið „Grunnskólinn austan Vatna“ og átti kennari á Hofsósi, Elsa Stefánsdóttir vinningstillöguna. í framhaldi af því var hafist handa við að finna merki sem passaði við nafnið og tæki mið af sérstöðu og aðstæðum hvers skóla án þess að gera upp á milli þeirra. Alls ekki vandalaust verk en í gegnum sama ferli kom látlaust en fallegt merki fyrir skólann sem náði að sameina þessa þætti. Höfundur merkisins var einnig kennari við skólann, Rita Didriksen. Unnið hefur verið að því í vetur að sameina ýmsa þætti í starfi skólanna og sömuleiðis að auka samstarf þeirra, bæði hvað varðar faglegt starf kennarana og líka hvað varðar starf nemendanna. Nýsköp- unarkennsla hefur verið kennd á Hólum undanfarin ár en var í vetur kennd í öllum skólunum í samkennsluhóp 5. - 7. bekkj- ar. Frumkvöðlamennt í formi reksturs menningarkaffihúss hafði líka verið kennd á Hólum en var núna tekin í 9. bekk á Hofsósi. Menningarkaffihúsið „Kaffibaunin" lærði um rekstur Grunnskólinn •/i/i/iaiistanVatna kaffihúss, fékk sérfræðinga í heimsókn og fór sömuleiðis í vettvangsferð auk þess sem Kaffibaunin stóð fyrir einu kaffihúsi á Hólum, Hofsósi, Sólgörðum og á Tekið til kostanna. Grenndarnám og tenging við náttúruna er mikilvægur þáttur í starfi skólanna, sérstakur skógar- dagur var haldinn á Hólum síðasta haust, nemendur Hofsóss byrjuðu að vinna að grenndarspili sem aðrir skólar í Skagafirði eiga eftir að koma að næsta vetur og lagðar hafa verið línur núna á starfsdögum kennara um aukið útinám, göngu- og vettvangsferðir nemenda og kennara. Grunnskólinn Hofsósi Á Hofsósi voru í vetur 51 nemandi í 1. -10. bekk og var kennt í fjórum samkennslu- hópum. Kennarar fóru í byrjun skólaárs í sérstakar kennara- heimsóknir heim til nemenda og foreldra þar sem rætt er um skólaárið sem framundan var, væntingar nemenda og áherslur skólans kynntar. Þessar heimsóknir hafa mælst vel fyrir og verða áfram liður í starfi skólans þó með örlitlu öðru sniði næsta haust. Minningarhátíð Rakelar Pálmadóttur er áberandi og mikilvægur liður í starfi skól- ans. Einn af kostum þess að hafa fámennan skóla er hversu almenn og mikil þátttaka nemenda er í félagsmálum og viðburðum á vegum skólans. Á Minningarhátíðinni er framlag nemenda áberandi og það sem meira er að nemendur hlakka til að taka þátt í viðburðum og hafa metnað til að gera það vel. Hjónin Pálmi Rögnvaldsson og Bryndís Óladóttir eiga bestu þakkir skildar fyrir þennan menning- arviðburð og þær gjafir sem nemendur skólans hafa fengið í gegnum árin úr minningar- sjóðnum. Undanfarin tvö ár hafa nemendur skólans, undir stjórn Herdísar Fjeldsted, unnið að 5 m langri mósaík mynd sem sýnir Hofsós séð frá austri til vesturs. Næsta vetur er stefnt að því að búa til eftirmynd af fjöru inn í skólanum með fjörugrjóti, stuðlabergi, sýnishornum af lífverum úr fjörunni og hafa fallega mynd af Drangey í bakgrunninum. Grunnskólinn að Hólum í Grunnskólanum að Hólum voru í vetur 28 nemendur í 1. - 7. bekk, í þremur sam- kennsluhópum. Eitt af þróun- arverkefnum við Grunnskól- ann að Hólum er að nýta umhverfi skólans betur til kennslu. Unnið er að útistofu í skóginum þar sem hægt er að vinna hin fjölbreyttustu verk- efni. í haust var byrjað með sameiginlegum skógardegi með nemendum Grunnskólans austan Vatna í 1. - 7. bekk. Þann dag var unnið allan daginn í skóginum að ýmsum verkefnum og í hádeginu voru grillaðar pylsur við varðeld. Reynt var að nýta skóginn í sem fjölbreyttustu verkefnum og kanna möguleika umhverfisins og það verður síðað þróað áfram. 1. og 2. bekkur vann m.a. verkefni um fjöllin í nágrenni Hóla, lærðu nöfnin og fundu út hæð þeirra. Mælikvarðinn var samanlögð lengd þeirra sjálfra. Útbúinn var bæklingur með niður- stöðunum. Það kom m.a. í ljós að Hólabyrða er 98 sinnum samanlögð lengd bekkjarins. 3. og 4. bekkur útbjó skógarpúka, grímur sem þau tóku með sér í skógarferðir. Þær reyndust endalaus uppspretta sögugerðar og ævintýra. Nemendur í 5. - 7. bekk hafa, nokkrum sinnum í vetur, fengið gestakennara í heimsókn þar sem nemendur fá nýja sýn á hlutina með sjónarhorni sérfræðinga eða áhugamanna um tiltekin viðfangsefni. Sérfræðingar sem koma í heimsókn geta hvort heldur sem er verið úr röðum foreldra, kennara og nemenda Háskól- ans eða annarra ótengdra skólasvæðinu. Sérfæðingar geta verðið úr ýmsum áttum og meðal þeirra sem komið hafa í vetur eru Ásta Björg Pálmadóttir sem fjallaði um fjármál, Álfúr Ketilsson sem leiddi hópinn um skóginn í haust, Egill Bjarnason sem sagði frá störfúm áður fýrr og svo áttu nemendur símafund með Bjarka Lúðvíkssyni eða „Lógó manninum". I vor voru þemadagar að venju þar sem allir nemendur vinna að sameiginlegu verkefni. Að þessu sinni var ákveðið að fara með allan skólann í tveggja daga ferð á Vestfirði og sigla til Vigur. Björg Baldursdóttir kennari er fædd og uppalin í eynni og naut sín til fulls að sýna krökkunum æskuslóðir sínar. Nemendur fræddust um æðarvarp og nýtingu þess, fúglalíf við sjávarsíðuna, lífríki fjörunnar, störf í eynni, og annað sem fýrir augu bar eins og vindmylluna góðu. Veðrið lék við okkur og ferðin varð í alla staði frábær. Þessi ferð verður lengi í minnum höfð. Sólgarðaskóli í Sólgarðaskóla voru í vetur 14 nemendur í 1. - 7. bekk, kennt var f tveimur deildum. I Sólgarðaskóla hefur ávallt verið lögð áhersla á góð tengsl við náttúruna og grenndarsam- félagið og var veturinn í vetur engin undantekning, farið var í fjölmargar göngu- og vettvangsferðir, örnefni lærð og landsnámsstaðir skoðaðir. Lagður var grunnur að gerð útikennslustofuískógarreitnum ofan við skólann og var hún nefnd Dalastofa. Sameiginlegur nemenda- dagur skólanna þriggja var haldinn í október á Sólgörðum þar sem þemað var þrískipt; stærðfræði, tungumál og íþróttir. Eldri deild Sólgarða- skóla hefur komið inn í starf Grunnskólans á Hofsósi undanfarin ár einu sinni í viku, þá sækja nemendur kennslu í nýsköpun, handmennt og íþróttum auk þess sem þeir fá tækifæri á því að kynnst jafnöldrum sínum þar. Örn Þórarinsson á Ökrum og Jóhannes Ríkharðsson á Brúnastöðum stóðu fyrir skáknámskeiði sem tókst mjög vel. Sérstök gistinótt var í skólanum þar sem nemendur fóru í leiki, fatasund og sungu saman. Nemendur fóru líka í lengri ferðalög m.a. til Akureyrar í keilu, Kjarnaskóg og Nonnahús. Jón Hilmarsson, skólastjóri Grunnskólans austan Vatna

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.