Feykir - 18.12.2008, Síða 4
4 Feykir 48/2008
Skagafjörður
Þrettándagleði
Heimismenn æfa. Mynd: HA
Karlakórinn Heimir æfir nú baki brotnu fyrir þrettánda-
skemmtun sína laugardaginn 3. janúar. Erfitt er að sjá fyrir
hver verdur hápunktur kvöldsins. Sérstakur gestasöngvari
á tónleikunum verður Helga Rós Indriðadóttir.
Ræðumaður kvöldsins er tengdasonur Sauðárkróks.
Jón Björnsson frá Húnsstöð- Ungur málaði hann hús Skag-
um í Torfalækjarhreppi og firðinga undir Sigurði frá
Stóru-Gröf, nam sálfræði og
heimspeki og gaf út
ferðabækur,- en hann hefur
skotist á reiðhjóli yfir Evrópu
þvera og endilanga. Nú síðast
hefur hann vakið athygli fyrir
útvarpspistla um furður
hversdagslegra fyrirbæra. Ekki
er að efa að Jón mun grafa upp
einhverjar furður sem gleðja
áheyrendur.
Síðast en ekld síst verður
fluttur söng- og gleðileikurinn
„RÚSSALÁN - rauðstakkar í
Rússlandsferð“ eftir Gunnar
Rögnvaldsson og Stefán R.
Gíslason, þar sem
Rússlandsferð Heimis verður
gerð upp, ekkert dregið undan
og allir dregnir til ábyrgðar.
Tónlistin er þrungin gerskri
lífsnautn sem hæfir efninu.
Annálaðir sviðsþjófar koma
fram með kórnum, m.a.
Guðbrandur Guðbrandsson,
Ingimar á Flugumýri og
rússneskur stepputenór ásamt
flokki dansmeyja.
Skagstrendingar takast á við ótíðina
Gleðibanki á
Skagaströnd
Skagstrendingar stofnuðu
Gleðibanka á
miðvikudagskvöldið að
viðstöddum fjölda manns.
Allir sem einn staðgreiddu
þeir fyrir hlut sinn og gekk
afgreiðslan afar fljótt fyrir
sig enda var enginn hörgull
á greiðslu.
Fyrsta verk Gleðibankans
var svo að gefa út svokallað
Gleðikort.
Fyrir það fæst veglegur
afsláttur í helstu verslunum,
veitingahúsum, söluskálum og
bensínstöðvum á Skagaströnd,
en það eru Kántrýbær, Sölu-
skálinn og matvöruverslunin
Samkaup Úrval.
í fundargerð fundarins
segir m.a. -Gleðibankinn er
vettvangur til að láta sér líða
vel, enda heimsendir ekki í
nánd eftir því sem best er
vitað. Hlutabréfin eru stæling
á því sem við getum átt í
veraldlegum eignum, því sem
ryðgar bara og fúnar - það er
ekkert grín ... Hins vegar er
ekkert eins og gleðin sem á
sína bestu birtingarmynd í
einlægu brosi.
Þessu öllu til staðfestingar
þá rituðu stofnendur Gleði-
bankans þau orð sem þeim
finnst vera mest íþyngjandi á
litla miða. Þetta voru m.a. orð
eins og kreppa, þunglyndi,
bankar, skuldir, milljarðar,
gjaldþrot, spilling, atvinnu-
leysi, útrás og verðbólga.
Miðunum var síðan troðið í
fallbyssu Skagstrendinga og í
lok fundarinn var skotið úr
henni.
Brunnu þar upp miðarnir
og þar með voru vandamálin
fyrir bí - þeim var beinlínis
skotið út í veður og hvassan
vind.
Fundu Skagstrendingar
allir sem einn að þeim var
mikið létt eftir þennan
gjörning og snéru léttir í lund
heim á leið.
Hrútakostur í Skagafirði
Með því besta
Nú liggja fyrir niðurstöður úr
lambaskoðun haustsins í
Skagafirði. Samkvæmt þeim
virðist hrútakostur í héraðinu
með þvf besta sem verið
hefúr, yfir 50 lambhrútar
mældust með 85 stig eða
meira. Eins og undanfarin ár
vom hrútar frá Syðra-
Skörðugili f efstu sætunum.
Sá sem hæst dæmdist var
með 87.5 stig og var undan
Kropp frá Hagalandi í
Þistilfirði. Sá í öðru sæti var
frá sama bæ heimaalinn með
87 stig. Sá þriðji í röðinni var
með sama stigafjölda einnig
undan Hvelli. Þess má geta að
níu hrútar fengu 86.5 stig eða
meira og voru átta þeirra frá
Syðra-Skörðugili en Keldu-
dalsbúið átti þann sem var
fjórði í röðinni.
Af veturgömlum stóð effur
Stormur fá Syðra-Skörðugili
sem er undan Hvelli frá
Borgarfelli. Stormur var með
87 stig og reyndist hafa einn
þykkasta bakvöðva sem mælst
hefur í héraðinu eða 40
millimetra. Næstur í röð varð
Bylur frá Hóli í Sæmundarhlíð
sem er einnig Hvellssonur.
Bylur var með 87 stig. Þriðji
með 86.5 stig var svo Róni frá
Syðra-Skörðugili, sem er
undan hinum eftirsótta
kynbótagrip Rafti frá Hest.
Þess má geta þegar stig eru
jöfn ráða stig fyrir bak, malir
og læri ásamt bakvöðvaþykkt
röðun í sæti.
Þess má að lokum geta að
um 4000 gimbrar voru
skoðaðar í héraðinu í haust.
Meðalþungi þeirra var 41 kíló
og bakvöðvaþykkt að jafnaði
26.6 mm. Þetta er hvortveggja
það mesta sem mælst hefur til
þessa, en vænleiki i haust var
reyndar með því besta sem
verið hefur til þessa. ÖÞ
Steinunn Anna Halldórsdóttir ráðunautur skoOar hér niðurstöðumar á ómsjánni, með henni er
Fljótabændumir Viðar á Hraunum og Egill á Minni-Reykjum. Mynd Öþ:
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki
Góð gjöf frá Lions
Fré afhendingunni.
Lionsklubbur Sauðarkroks færði á dogunum Heilbrigðis-
stofnuninni að gjöf 20 tommu sjónvörp inn á allar stofur á
sjúkradeild auk þess sem þeir gáfu 38 tommu sjónvarp í
setustofnu sjúkradeildarinnar
Það var Magnús Svavarsson
sem færði sjúkrahúsinu
gjöfina fyrir hönd klúbbsins
en með honum var fjöldi
meðlima sem voru á leið á
jólahlaðborð.
Herdís Klausen, hjúkr-
unarforstjóri, tók á móti gjöf-
inni fyrir hönd heilbrigðis-
stofnunninnar og kunni hún
Lionsmönnum bestu þakkir
fyrir góða gjöf.
Lionsmenn söfnuðu fyrir
sjónvarpstækjunum með bíla-
stæðamálun, ljósaperusölu og
fleiru.