Feykir


Feykir - 18.12.2008, Blaðsíða 12

Feykir - 18.12.2008, Blaðsíða 12
12 Feyklr 48/2008 Skemmtileg hefð í Árskóla Lúsíur Sú skemmtilega hefð hefur skapast í Árskóla að halda Lúsíudaginn hátíðlegan. Þá fara Lúsían og stöllur hennar ásamt stjörnu- drengjum og jólasveinum um bæinn og syngja jólasöngva fyrir gesti og gangandi. Sjöundu bekkingar eiga þann heiður hverju sinni að leika Lúsíu og fylgdarlið. Lúsíurnar fóru vítt og breitt urn Sauðárkrók sl. fimmtudag við góðan orðstír þeirra sem á hlýddu. Feykir hitti þær á förnum vegi við Leikskólann Furukot svo og í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, en dagurinn endaði að venju með skemmtun þar, þar sem Lúsíurnar sungu Lúsíulög við undirleik Rögnvalds Valbergssonar. Það var einmitt Rögnvaldur ásarnt írisi Baldvinsdóttur sem ásamt umsjónarkennurum krakkanna áttu veg og vanda að undirbúningi dagsins. ( ÁSKORENDAPENNINN ) WMWBHWIHKWHBBMWBBitBilHWWMWIIIIWHIilHIBmWaWIWimnllBWHWro Sólborg Una Pálsdóttir ? Fornleifavernd ríkisins skrifar [ mínum huga var slíkur félagsskapur táknrænn fyrir kúgun kvenna Ég er nýbúi í Skagafirði og það sem meira er.... ég er Húnvetningur sem bý í Skagafirði. Það er svo sem engin nýjung að Skagfirskir piltar fari yfir skarðið tii að sækja sér kvonfang og margar frænkur mínar hafa einmitt hlotið sömu örlög. Minn maður þurfti reyndar fara yfir skarðið og yfir heiðina til að sækja kellu því ég hafði búið í stórborginni í nokkurn tíma. Það kostaði hann nokkra fyrirhöfn að sannfæra mig um ágæti þess að flytja úr “margmenninu” í Reykjavík í “fámennið” í sveitinni því ég var nokkuð viss um ég að myndi missa öll tengsl við vini og starfsfélaga. Auk þess var ekki laust við að það eimdi af nokkrum fordómum gagnvart Skagfirðingum. Ég samþykkti þó að prófa þetta en setti í huganum mér nokkrar reglur 1. Gengi aldrei íkvenfélag. í mínum huga var slíkur félagsskapurtáknrænn fyrir kúgun kvenna í gegnum tíðina þar sem félagskonur stæðu sveittar við að baka tertur ofan í samborgara sína og sauma út. Halló! 21. öldin kallar! 2. Drykki aldrei landa. Ekki vegna þess að ég er svo mikil bindindismanneskja heldur vegna þess að slíkt flokkaðist í mínum huga undir óæðri drykki -jafnvel ógeðsdiykki. 3. Léti alls ekki af matarvenjum mínum. í því fólst að éta ekkert reykt eða sviðið og sem minnst af mjólkurmat enda með ónæmi, ofnæmi, bijóstsviða og bakflæði. 4. Myndi aldrei gala í kór. Komin af ætt þar sem þessi kór-mennska er svo sjúkleg að það jaðrar við fíkn. Ég skyldi sko ekki falla í þá giyfju. Snöggt á litið mætti ætla að ég hafi einmitt verið staðföst í því að verða ekki Skagfirðingur því fyrir hvað eru þeir þekktir? En svona áður en allir Skagfirðingar verða móðgaðir út af slíkri yfiriýsingu vil ég benda á: 1. Innan árs var ég gengin í kvenfélagið og sé ekki eftir því. 2. Nú veit ég að landi er ekki það sama og Landi. Maður þarf að hafa næmt bragðskyn og góðan smekk til að gera sér grein fyrir því. 3. Á ótrúlegan hátt hafa allir matartengdir kvillar horfið eins dögg fyrir sól eftir því sem ég ét meira af heimaslátruðu, reyktu, sviðnu og súrsuðu. 4. Hef alveg staðist kórana eða réttara sagt, þeir hafa alveg staðist mig sem segir kannski meira um sönghæfileika mína en nokkuð annað. Niðurstaðan er sú að ég er líklega meiri Skagfirðingur en mig nokkum b'mann óraði fyrir. Skora á frænku mína, húnvetnskan Skagfirðing, Hjördísi Gísladóttur, Hjarðarhaga, að koma með næsta pistil.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.