Feykir


Feykir - 07.04.2009, Side 3

Feykir - 07.04.2009, Side 3
14/2009 Feykir 3 Grunnskólinn austan Vatna Skagafjörður Nýsköpunar- og frumkvöðlaverðlaun Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt veittu sl. föstudag Ritu Didriksen og Grunnskólanum austan Vatna viðurkenningu fyrir fyrirmyndarframboð á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í skólanum. Rita og starfandi skólastjóri grunnskólans Jóhann Bjarnason tóku við hvatningarverðlaununum. í rökstuðningi félagsins fyrir veitingu hvatningar- verðlaunanna segir: „Undir forystu Ritu hefur Grunn- skólinn austan Vatna unnið að uppbyggingu nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar við skólann. Hún hefur með áhuga sínum og krafti fengið flesta kennara skólans og stjórnendur til að vinna sameiginlega að því að byggja upp og sinna nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Náms- framboð skólans er ekki einhver skrautíjöður sem boðin er einu sinni í stuttan tíma heldur úthugsuð samfella og með góðan stíganda í náminu.“ Þá segir að með því að bjóða slíka menntun sýni skólinn framsýni og metnað til að mennta nemendur sína til að takast á við nútímalíf, styrkja þá til frumkvæðis og nýsköpunar í eigin lífi, atvinnulífi og samfélagi og auk þess að búa þau á öflugan hátt undir framhalds- skólanám Málþing Mikilvægi rannsókna og menntunar er ótvíræð Fimmtudaginn 2. apnl var haldið málþing í Fnmúrarahúsinu á Sauðárkróki um mikilvægi Háskólans á Hólum f samfélaginu. Áhersla var lögð á þrjú meginefni þ.e. hvernig starfsemi Hólaskóla geti verið þungamiðja í þróun í samfélaginu ekki síst búsetuþróunin. Hvernig mikilvægi nýsköpunar kemur fram í samfélaginu í sambandi við háskóla og háskólamenntun. Og i þriðja lagi mikilvægi þess að pólitísk öfl sameinist um að greiða fyrir því að starfsemi háskóla á landsbyggðinni fái að dafna. Á ráðstefnunni kom fram að sterk byggðaleg rök lægju fyrir þvi að háskólar störfuðu á landsbyggðinni hvað varðar mikilvægi til búsetu og atvinnuþróunar og marg- vísleg efnahags-, félags- og menningarleg áhrif eru sterk. Gæði náms á Háskólanum á Hólum er talið mjög gott og er öflug leið fyrir fólk að skapa sér atvinnugrundvöll og má þar nefna þá sem hafa útskrifast af hestafræðibraut en þar hefur þróunin í reiðmennsku verið mjög mikil og þekkt út um allan heim. í sambandi við fiskeldi kom fram að útflutningur á bleikju skili tekjum í Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum. Panellinn var vel skipaður. þjóðarbúið um allt að milljarði króna á ári. Nýsköpun er mikil í ferðamálum og aukning á gjaldeyristekjum í þeirri grein er gríðarlega mikil. Þar skiptir máli rannsóknir og menntun og ráða jafnvel úrslitum um hvernig gengur í þeirri grein. Þeir sem útskrifast sem ferðamála- fræðingar frá Hólaskóla hafa átt greiða leið i góð störf á sviði ferðamála. Að sögn Skúla Skúlasonar rektors Hólaskóla er ráðstefna sem þessi ætluð til þess að koma á framfæri málefnum er skipta samfélagið máli og að fólk ræði þau mál og ekki síst núna á þeim tímum sem við lifum á í dag. Mikið um framkvæmdir Þegar skoðuð er fundargerð Skipulags- og bygginga- nefndar Skagafjarðar má sjá að mikil framkvæmdagleði nkir meðal Skagfirðinga eru hefur umsóknum um fram- kvæmdaleyfi sfst fækkað. Meðal umsókna á síðasta fundi nefndarinnar er umsókn Guðmundar Guðlaugssonar, sveitarstjóra, sem sækir fyrir hönd byggingarnefndar Verk- námshúss FNV, um leyfi til að byggja 579.0 m2 viðbyggingu við Verknámshúsið. TAKK fVRIR HIG StyrktarKvöld Þuríðar Hörpu Fyrsfí hlutí söfnunarinnar Styrktarkvöld í Relðiiöllínní Svaðasfööum er að baki Ég Dakka öllum Deim sem lagt hafa mér lið í söínuninní, Deim sem gerðu Detta kvöld að veruleika með Kramlagi sínu svo og Deim fjölmörgu sem komu á sjálíu kvöldinu, sýndu mér stuðning og nutu kvöldsins með mér. Alls hafa nú safnast kr. 5.5 milljónir Hann pabbi minn Siguröur Björnsson færöi mér Ijóð í tilefni af söfnuninni, Ijóðiö er fallegt og það segir allt sem mig langaði til að segja við ykkur. Með þökk í hjarta Brostu móti blómunum og berðu þig vel því bráðum vaknar vorið af vetrarskel. Mundu, mæti vinur er meiðir lífsins böl að þá er hjartahlýjan heimsins besta völ. Er harpa lög sín leikur um loftin blá ber þeyrinn þakkir vinum Þuríði frá. Sigurður Bjömsson Landsbankinn: 161-15-550165 Sparisjóður Skagafjarðar: 1125-05-250067

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.