Feykir


Feykir - 20.05.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 20.05.2009, Blaðsíða 5
20/2009 Feykir 5 íþróttafréttir 2. deildin í knattspyrnu: Hvöt - ÍH/HV 4-1 Byrja sumarið með sigri Hvatarmenn hófu leik í 2. deild um helgina með góðum og mjög sann- færandi sigri á liði ÍH/HV með 4 mörkum gegn 1 marki gestanna. Leikið var í nokkuð stífri norðanátt og hófri Hvatarmenn leikinn með vindinn í bakið. Eftir nokkur hálffæri leik fyrsta markið dagsins ljós á 15. mínútu leiksins er Óskar Snær Vignisson skoraði gott mark Óskar Snær var aftur að verki á 29. mínútu þegar hann komst í gegnum flata vörn gestanna og skoraði með góðu skoti. Staðan orðin 2-0 og Hvatarmenn með öll völd á vellinum. Liðin skiptust á að sækja í vindinum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og staðan var 2-0 er dómarinn blés til hálfleiks. Þrátt fyrir að vera á móti vindi í síðari hálfleik, voru það Hvatarmenn sem sáu um að skora mörkin. Á 53. mínútu var komið að Muamer Sadikovic að skora eftir að Gissur fyrirliði Jónasson hafði einleikið upp hægri kantinn og sent fyrir á Muamer. Vallargestirþurftu ekki að bfða lengi effir næsta marki heimamanna, því á 60. mínútu lék Milan upp að endamörkum og sendi knöttinn fyrir markið. Þar varð einn gestanna fyrir því að skora í eigið mark og staðan því orðin 4-0 og útlitið allt annað en bjart hjá gestunum. Gestirnir girtu sig í brók eftir þetta og uppskáru mark 12 mínútum fyrir leikslok. Hvatarmenn uppskáru þarna mjög sannfærandi sigur sem var vel við hæfi þar sem vigð var ný vallarklukka á Blönduósvelli sem er gjöf frá Valdísi Finnbogadóttur og fjölskyldu til minningar um Hilmar Kristjánsson, en Hilmar, sem var mikill Hvatarmaður, lést fyrir einu og hálfu ári síðan. 2. deildin í knattspyrnu: Grótta - Tindastóll 0-0_ Jafntefli gegn Gróttu í fyrsta leik Tindastóll og Grótta skildu jöfn í fyrsta leik þeirra í 2. deildinni. Hvorugu liðinu tókst að skora mark. Gróttu er spáð efsta sæti deildarinnar enda hefur liðið styrkt sig verulega og hefur góðum hópi leikmanna á að skipa. Leikurinn var ekki áferðafallegur, hann var leikinn á gervigrasvellinum á Seltjarnarnesi og einhver vindur mun hafa verið þar eins og svo oft áður. Aðalsteinn Arnarson fékk að líta rauða spjaldið í leiknum ásamt einum Gróttuleikmanni, en Aðalsteinn hefur verið í erfiðum prófum upp á síðkastið og þurfti nokkuð augljóslega að gjósa sem hann líkast til gerði þarna á Nesinu. Það er synd að áhorfendur fái ekki að sjá Aðalstein í fyrsta heimaleik sem er á fimmtudaginn. ( ÁSKORENDAPENNINN ) Brynjar Elefsen skrifar úr Reykjavík Allsberir um jólin Ég vil byrja þennan pistil á að þakka Jóhannesi vini mínum fyrir þessa myndarlegu stungusendingu norðan af Akureyri. Það eru óteljandi möguleikar á þvi að rita eftirfarandi pistil því minningarnar eru sannarlega margar og ánægjulegar sem ág á af Sauðárkrók. Ég hef ávallt haldið því fram að það hafi verið forréttindi að fá að alast upp í þessum margt merkilega bæ. Þó svo örugglega hafi á ýmsu gengið oft á tíðum þá tel ég nú að maður hafi komið nokkuð réttu megin við parið svona á endanum. Á Króknum átti ég lífleg og viðburðarík uppvaxtarár þar sem komu við sögu fótbolti, körfubolti, tónlist, hestar og önnur óskilgreind vitleysa. Þetta var í raun ekki flókið hérna áður fyrr, maður æfði körfubolta á vetuma og fótbolta á sumrin og oftar en ekki þá var meira að segja sami þjálfari sem var náttúrulega þara besta mál og vil ég skila kærri kveðju til Alla Munda. Erfitt er að hugsa til æskuáranna án þess að láta hugann reika til Framhaldsskólaáranna. Það varð til margt gott á þeim b'ma. Sem dæmi má nefna Seagal- klúþbinn sem var stofnaður eftir að Under Siege II var sýnd ÍBBÁ (Besta Bíó Álfunnar; Bifröst). Einnig varð til hljómsveit sem hét HA. Hana skipuðu tveir ungir menn, Hugi og Auddi, og sýndu þeir strax á þessum tíma listræna sköpunarhæfileika. Mikil eftirvænting skapaðist (allavega meðal vinahópsins) þegar það fréttist að HA ásamt DJ. Don Buster (sem ku vera ég) ætlaði að “perfoma” á 1. des skemmtun FNV. Þetta var mikið auglýst innan skólans og við lögðum talsvert upp úr atriðinu sem varplbreytt í meira lagi. Égfékk lánaðan skemmtara hjá Huga og fór að útsetja lögin sem HA hafði samið. Þetta voru slagarar á borð við, Slá lúpínur, Skín þú Ijósapera og Allsþerir um jólin svo eitthvað sé nefnt. Eins og sannir rokkarar þá héldum við for-party þar sem atriðið var fullslípað (köllum það fyrstu og einu æfinguna) fyrir vini og vandamenn, viðtökumar voru vægast sagt æðisgengnar. Þegar skemmtunin var byrjuð þá sáum við að við vorum á dagskrá einhvemtímann eftir hlé. Öll áfengisdrykkja var bönnuð innan dyra þannig að við skutumst út í bíl til að velgja aðeins raddböndin þar sem töluverður gaddur var úti þetta kvöld. Þegar loks kom að atriðinu sem áhorfendur voru búnir að bíða eftir allt kvöldið þá kom í Ijós að söngvatnið og hitamismunurinn fór misvel í menn og atriðið fóralvegúrböndunum. Það endaði með því að við þremenningarnir vorum dregnir af sviðinu eftir að eggjahvítur og hveiti hafði sullast á áhorfendur. Fullyrði ég hér með að menn lærðu þarna vel af reynslunni en hljómsveitin HA leystist fljótlega upp eftir þetta. Ég skora á vin minn og úrvalsskyttuna úr Kópavoginum, Árna Geir Valgeirsson til þess að taka við pennanum. með næsta pistil. „Viö töpuóum börnum systur minnar yfir til Rauðu djöflanna" Nafn: Pálmi Þór Valgeirsson Heimili.. Eins og er, þá er ég í Fálkagötunni í Reykjavík en styttist óðum í heimför í fjörðinn góða. Starf.. Rétt að klára mitt fyrsta ár í verkfræði og verð að vinna hjá Skýrr í sumar. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Chelsea er mitt lið og er það pápa gamla að kenna. Uppáhalds fótboltamaður pabba fyrr og síðar var Ruud Gullit og þegar hann fór frá Ac Milan til Chelsea þá fylgdi pabbi sínum manni. Ekki versnaði áhuginn fyrir Chelsea þegar Eiður skipti yfir. Hins vegar í gamla daga hélt ég alltaf með Alan Shearer, ég fékk Blackbum treyju 5 ára gamall og þá var hann eini leikmaðurinn sem ég þekkti - Ámi bróðir er Blackbum aðdáandi Hefur þú einhvemtímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Ekkert alvarlega, smá kítingar hér og þar... Kannski helst þegar við pabbi vorum á Chelsea - Newcastle hér um árið, þá skoraði H. Crespo rangstæðumark sem ég sá að allan tíman var rangstæða. Aftur á móti voru tveir vel þéttir breskir Chelsea aðdáendur, sem sáu það ekki og fögnuðu svo djarft að þeir rúlluðu yfir okkur og niður næstu tvær raðir. Kannski ekki deilur, en þetta var smá högg. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Get ekki gert upp á milli nokkurra, Alan Shearer, Raúl heillaði mig á fyrsta stórmótinu og svo Del Piero. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Já, Chelsea - Newcastle árið 2005, tfmabilið 2005-2006. Áttu einhvem hlut sem tengist liðinu? Á eins og tvær treyjur. Safna yfirieitt ekki miklu svona stuðningsmannadóti. Hvemig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Pabbi ól mig vel upp, mamma fylgir eiginlega bara með þar sem hún hefur ekki mikinn áhuga á enska, við töpuðum aftur á móti bömunum systur minnaryfirtil Rauðu djöflanna þrátt fyrir að hafa náð þeim til að byrja með. Nú er kominn nýr meðlimur í fjölskylduna og við ætlum okkur að ná honum. Hefur þú einhvem tímann skipt um uppáhalds félag? Maður hefur alltaf taugar til gömlu Shearer liðanna, hélt með þeim á sínum tíma. Uppáhalds málsháttui? Pass.. Þó að “margur er knár, þótt hann sé smári’ eigi vel við mig. Spuming frá Sunnu Björk. - Hvað verða margir stjórar hjá Chelsea á næstu leiktíð og með hvaða liði heldur þú þá? Maður heldur tryggð að sjálfsögðu, ég vil halda Guus, hann er svakalegur karakter og ekkert stjömuflens í kringum hann. Annars býst ég við að það verði stöðuleiki íliðinu ogvið ráðum einn almennilegan. Hvem myndirþú vilja svara þessum spumingum? Guðmund Jensson Hvaða spumingu viltu lauma að viðkomandi? Hvemig væri svo að mæta á völlinn í sumar? ( MITT LIÐ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.