Feykir


Feykir - 20.05.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 20.05.2009, Blaðsíða 3
20/2009 Feykir 3 Sauðárkrókur Tannheilsa barna almennt góð Vinnuskólinn sér um tjaldstæðið Vinnuskólinn á Sauóárkróki hefur fengið það verkfefni að vakta og hafa umsjón með tjaldsvæðinu á Sauðárkróki í sumar en rukkað verður inn á tjaldsvæðið sem hefur verið gjaldfrjálst sfðustu ár. Munu nemendur vinnu- skólans ganga vaktir á tjaldsvæðinu, sjá um þrif, rukkun tjaldgjalda auk þess að sjá um að allt verði með kyrrum kjörum á tjald- svæðinu. Um helgar munu flokk- stjórar sjá um vöktun tjald- svæðanna. Tjaldstæðið mun opna í byrjun júni en effir á að steypa undirstöður og koma fyrir nýju aðstöðuhúsi sem smíðað var af nemendur FNV. Skagafjörður Sex mánaða fangelsi fyrir fíkniefnaeign Kona hefur f Héraðsdómi Norðurlands vestra verið dæmd í 6 mánaða fangelsi fyrir að hafa haft í vörslu sinni á tattúvinnustofu á þáverandi heimili sínu þann 20. september sl. þegar lögreglan gerði þar húsleit: samtals 27,61 grömm af hassi; 13,06 grömm af amfetamíni og 81,64 grömm af kannabislaufum, sem ákærða ætlaði til söludreifingar í ágóðaskyni. Jafnframt fyrir að hafa á framangreindum tíma haft í vörslum sínum tvo poka með samtals 331,26 grömmum af kannabislaufum, ætluðum til söludreifingar í ágóðaskyni, sem ákærða hafði falið í kerru í bakgarði hússins. Ákærða sótti ekki þing, þrátt fyrir lögmæta boðun, þegar málið var þingfest hinn 13. janúar sl. I framhaldi af því þinghaldi var gefin út hand- tökuskipun. Ákærða var færð fyrir dóm af lögreglu 21. apríl sl. Eftir nefnda breytingu á ákæru játaði ákærða skýlaust háttsemi þá sem henni er í ákæru gefin að sök. Með játningu ákærðu, sem er í samræmi við gögn málsins, telst sekt ákærðu fyllilega sönnuð en háttsemi hennar er réttilega færð til refsiákvæða í ákæru. Á sú dæmda að baki allnokkurn sakaferil sem nær aftur til ársins 1985. Var konan því dæmd í 6 mánaða fangelsi en ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Með alvarlegum frávikum þó Að sögn tannlæknanna Ingimundar Guðjónssonar og Eyjólfs Sigurðssonar á Sauðárkróki er tannheilsa barna í Skagafirði almennt góð með alvarlegum frávikum þó. Ingimundur segir að kerfi sem tannlæknar, heilsugæsla og skólar hafi komið sér upp hér innan héraðs skipti miklu máli þegar litið sé til tannheilsu barna. -Þegar börnin byrja í skóla þurfa þau að velja sér tannlækni sem síðan er tilkynnt um barnið og hefur í framhaldi samband við foreldrið og býður eftirlit. Ég held að það sé ekki síst þessu kerfi að þakka við erum að sjá betri heimtur en víða annars staðar á landinu. Að sögn Eyjólfs spilar lægra verð tannlækna á Sauðárkróki einnig stórt hlutverk en gjaldskrá þeirra er mun lægri en gengur og gerist á höfuð- borgarsvæðinu. -Ég er að fá í stólinn til mín fólk sem keyrir langar leiðir til þess að komast hingað til tannlæknis, segir Eyjólfur. -Við erum sanngjarnir í verði og það skilar sér til baka á þann hátt að fólk er duglegra að fara til tannlæknis með börnin sín. Við erum í það minnsta ekki að sjá það hér að það séu einhver 20% sem skila sér ekki í hefðbundið eftirlit. Hver skýringin á lægra gjaldi hér er vita þeir félagar ekki. Að líkindum er þar þó um að ræða ódýrari húsakost auk þess sem að á sumum stofum á höfuðborgarsvæðinu sé mikið lagt í umgjörð stofunnar sem skili sér affur í verðlagninguna. Aðspurður segja þeir að tannheilsa barna í Skagafirði sé almennt mjög góð en segja þó báðir að aukning hafi orðið á alvarlegum skemmdum hjá ungum börnum. -Það er því miður staðreynd já, segir Ingimundur. -Ég lenti í því um daginn að þurfa að draga fullorðinstönn úr ungu barni sökum skemmdar. Það hef ég aldrei þurft að gera áður, bætir Eyjólfur við. Nú kemur þetta Sparisjóðurinn býður viðskiptavinum sínum upp á SP12 sem er hávaxta sparnaðarleið í Heimabanka þar sem vextir greiðast mánaðaðarlega. SP12 er frábær kostur fyrir þá sem vilja sjálfir halda utan um og sýsla með sparnað sinn milliliðalaust. Hægt er að nálgast reikninginn allan sólarhringinn. * ^SPARISJOÐUR Skagafjarðar Skagfirðingabraut 9a 550 Sauðárkrókur Sími 455 5555 í tamningu og þjálfun Tökum aö okkur hross í tamningu og þjálfun frá 1. júní. Höfum bæði lokið tamningaprófi Hólaskóla og FT, Verðum í Saurbæ í Skagafirði. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir © 849 5654 Pétur Örn Sveinsson ® 864 5337 Norðurlands vestra á Sauðárkróki Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki verður slitið laugardaginn 23. maí í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Athöfnin hefst kl. 14:00. Brautskráningarnemar komi á staðinn kl. 13:00 vegna myndatöku.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.