Feykir - 04.06.2009, Qupperneq 7
22/2009 Feyklr 7
fremst af því að það er eldra
fólkið sem er að láta hann hafa
vísur. - Þvi miður er orðið lítið
um það að unga fólkið sendi
mér vísur þó það sé nú til. En
eitthvað af unga fólkinu er að
yrkja en lítið um að það hafi
samband og láti mig hafa vísur.
Eldra fólkið kann svo mikið af
þessu en það fer náttúrlega og
kannski er maður að ná í það
síðasta, segir Guðmundur og
er þakklátur fyrir það innlegg
sem hann hefur fengið í gegn
um tíðina.
Nú lítur þáttur númer 500
dagsins ljós og forvitnilegt að
spyrja Guðmund hvort hann
telji að þáttur númer 1000 eigi
eftir að birtast í Feyki. - Ég er
alveg hættur að vera hissa yfir
því að þetta skuli vera lifandi
enn. Ég hélt með hverju árinu
að þetta myndi hætta það árið,
að ég myndi ekki hafa neitt til
þess að birta í þættinum en það
virðist vera til endalaust efni í
þetta ef maður nennir bara að
tína það, segir Guðmundur en
telur að hann verði líklega ekki
til þess að tína vísur í þann þátt.
Eftir allan þennan tíma læðist
að manni sá grunur að
einhverjar skammir kynni
Guðmundur að hafa fengið
fyriraðbirtavisusemhöfundur
hefur ekki viljað láta hafa eftir
sér. - Nei, ég minnist þess ekki,
rifjar Guðmundur upp. - Það
er nú þannig að menn bera
sjálfir ábyrgð á þessu. Ef menn
láta visuna fara frá sér þá er
það algerlega á þeirra ábyrgð.
Ef þeir vilja ekki að vísan fari á
kreik eiga þeir ekki að vera að
þessu, segir Guðmundur og
hefur lög að mæla. -Ég hef
reyndar fengið vísur sem ég
hef ekki viljað birta, það verður
að segjast eins og er. Ekki það
að ég sé að setja út á það
hvernig hún er uppbyggð eða
að þær séu gallaðar heldur
frekar að þær séu meinlegar
gagnvart fólki sem er nafngreint
og getur kannski ekki svarað
fyrir sig. Eins og áður segir er
Guðmundar bjartsýnn á að
þátturinn haldi áfram með
hjálp lesenda og vill hann
koma þakklæti til þeirra sem
eru duglegir að hafa samband
og látið hann hafa efni eða
upplýsingar. -Mér finnst það
ómetanlegt að vera í sambandi
við fólk, segir Guðmundur að
lokum og við óskum honum til
hamingju með þennan merka
áfanga og vonum að þáttur
númer 1000 eigi eftir að líta
dagsins ljós hér á síðum
Feykis.
Tímamót hjá Lögreglunni á Sauðárkróki
Mundi lögga
lætur af störfum
Sl. fimmtudag sinnti
Guðmundur Óli Pálsson
sinni síðustu vakt
samkvæmt uppsettri
vaktskrá hjá lögreglunni á
Sauðárkróki en
Guðmundurlét formlega
af störfiim nú um
mánaðarmótin.
Guðmundur hóf störf sem
héraðslögregluþjónn árið
1971 og vann sem
afleysingamaður '73-'74
og hefur verið fastráðinn
lögregluþjónn frá 1. apríl
1974. Guðmundur er fyrsti
lögreglumaðurinn hjá
embættinu á Sauðárkróki
sem hættir vegna aldurs.
Feykir fór í kveðjuhóf
Guðmundar Óla.
Guðmundur hóf sinn síðasta
dag í embætti lögreglumanns
með því að aðstoða við
skrúðgöngu Árskóla. Að
sögn Guðmundar var
dagurinn ánægjulegur. Um
hvernig árin hafa verið í
lögreglunni svarar Guð-
mundur. -Ég hef sloppið vel
og kvarta ekki og reynt að
verasj álfum mér samkvæmur.
En hvað skyldi taka við? -Ég
hef nóg fyrir stafni. Iðjuleysi
hrjáir mig ekki, segir
Guðmundur og bætir við
brosandi. -Ég er léttadrengur
hjá konunni i Efnalauginni
við Borgarflöt sem er hálft
starf. Svo á ég nokkrar kindur
sem þarf að sinna.
Guðmundur var síðan
formlega kvaddur af starfs-
félögum sínum í glæsilegu
kaffisamsæti í Ljósheimum.
Húsfýllir var í Ljósheimum
en samkvæminu stjórnaði
Stefán Vagn Stefánsson,
yfirlögregluþjónn á Sauðár-
króki. Rifjaði Stefán Vagn i
ræðu sinni upp sin fyrstu
kynni af Munda löggu, þegar
Stefán sjálfur sóttist eftir því
að fá starf sem héraðs-
lögregluþjónn. Sagði Stefán
að skömmu síðar hati losnað
staða og Mundi hafi hvatt sig
til þess að sækja um hana.
-Það var ekki nóg með að
Mundi hvetti mig tO þess að
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^^mmmm^^mmmmmmmmmmmmmmmm
þeir hafi allir hlaupið af stað.
Sagðist Stefán hafa orðið
hræddur um að hlaupa ekki
nógu hratt en þó hafi hann
áttað sig á því að það væri
einn maður með í för sem
hlypi hægar en hann sjálfur.
-Ekki gat ég til þess hugsað
að hann Mundi yrði étinn
svo ég snéri mér við til þess
að hvetja hann til þess að
hlaupa hraðar. Mundi hins
vegar er svo forvitinn að
hann var alltaf að stoppa til
þess að snúa sér við og skoða
björninn, rifjaði Stefán upp í
ræðu sinni. -Og til sönnunar
á því að þetta er sönn saga þá
er hér mynd sem tekin var
við þetta tækifæri og hana
ætlum við að færa þér að gjöf,
bætti hann við.
Að lokinni ræðu Stefáns
var boðið upp á hlaðborð að
hætti kvenfélagskvenna og
var góð stemning í veislunni.
Þá sungu og fóru með
gamanmál félagarnir Gunnar
Rögnvaldsson og Jón Hallur
Ingólfsson við mikinn fögnuð
viðstaddra.
Það má því með sanni
segja að kveðjuveisla
Guðmundur Óla hafi verið
hin rnesta skemmtun. Feykir
óskar Guðmundi velfarnaðar
en sjálfur vill hann koma á
framfæri kveðjum og
þakklæti til þeirra fjölmörgu
Skagfirðinga sem hann hefur
haft samskipti við í starfi sínu
gegnum árin.
Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn ásamt Guðmundi Óia.
Það var glæsilegt veisluborðið íkveðjuhófi Guðmundar.
Skyldi hafa verið sykurskattur á henni þessari?
sækja um heldur mælti hann
sjálfur með mér við sýslumann
áður en ég hafði tekið
ákvörðun urn að sækja um,
rifjaði Stefán upp i ræðu sinni.
Þá gaf embættið Munda gamla
ritvél að gjöf en Mundi hafði
beðið um að henni yrði ekki
hent þegar tekið var tO á gömlu
lögreglustöðinni fyrir rúmu
ári síðan. Vakti gjöfin mikla
kátínu viðstaddra. Þá rifjaði
Stefán upp söguna af því þegar
þeir félagar, ásamt skyttum,
héldu fótgangandi upp á
Þverárfjall fyrir ári síðan í leit
að isbirni. Játaði Stefán að
þegar ísbjörninn allt í einu
stóð ekld langt frá þeim hafði
hann orðið sldthræddur og