Feykir


Feykir - 04.06.2009, Síða 8

Feykir - 04.06.2009, Síða 8
8 Feykir 22/2009 Skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðar Blómlegu skólaári lokiö Birgir Þór Ingvarsson gítarnemandi og Eiöur Guðvinsson. Tónlistarskóla Skagafjarðar var slitið þann 20. maí sl. en að venju var skólanum slitið með glæsilegum tónleikum í Frímúrarasalnum á Sauðárkróki. Fram komu stigsnemendur frá hinum ýmsu deiidum auk þess sem fluttar voru ræður og styrkir veittir. Að venju var veittur styrkur úr Minningarsjóði Jóns Björns- sonar en það er Eiður Guðvinsson sem á veg og vanda að sjóðnum. Að þessu sinni hlaut Birgir Þór Ingvarsson, styrk úr sjóðnum, en Birgir spilar á gítar. Birgir heíúr stundað nám við Tónlistaskóla Skagaíjarðar frá unga aldri. Þá var veitt úr Minningar- sjóði Aðalheiðar Erlu Gunnars- dóttur, frá Syðra Vallholti. Venjan er að nemendur sem hljóti styrkinn séu að ljúka 10. bekk, séu með góða mætingu og hafi verið að ná árangri í sínu námi. Þar hlutu styrk Reynir Snær Magnússon, gítar- og trommuleikari, Margrét Árna- dóttir sem spilar á þverflautu og píanó og Bjarnveig Rós Bjarnadóttir, þverflautunem- andi. í ræðu Sveins skólastjóra kom hann inn á fyrirhugaðan niðurskurð í skólanum en í þessari efnahagskreppu sem nú gengur yfir hefur sveitarstjórn tekið ákvörðun um að huga ffekar að námi barna og unglinga og mun því styrk- veitingum við söngnám full- orðinna verða hætt. Þar af leiðandi verður söngdeild skólans ekki í sömu mynd og verið hefúr. -Samkvæmt gjaldskrá okkar fyrir næsta vetur verður engin söngdeild en við ætlum þess í stað að reyna að bjóðauppástyttrisöngnámskeið, segir Sveinn. -Gjöldin án niðurgreiðslu yrðu svo gríðarlega há að það gæti enginn staðið undir þeim, bætir hann við. Flvað stunduðu margir nám við skólann í vetur? -Það voru 293 nemendur. Skiptust nemendurnir í blásaradeild, strengjadeild, píanódeild, slag- verksdeild, gítardeild og söng- deild. Kennt var á fimm stöðum í firðinum og vorum við með 13 kennara í fúllu starfi, svarar Sveinn. Tónleikahald veturinn í gegn AIls voru haldnir 24 tónleikar á vegum tónlistarskólans sl. vetur. -Við vorum með stóra strengjatónleika í íþróttahúsinu í Varmahlíð í janúar í samvinnu við tónlistarskólann á Akureyri. Þetta var í þriðja sinn sem við höldum tónleika sem þessa í samstarfi þessara tveggja skóla. Tónleikarnir voru afar vel heppnaðir þar sem nemendur skólanna tveggja komu ffam auknemenda frá öðrum skólum á Norðurlandi sem einnig tóku þátt í tónleikunum. Þá vorum við með opið hús í Varma- hlíðarskóla sem gekk gríðarlega vel. Síðast en ekki síst þá tókum við þátt í opnum á Menn- ingarhúsinu í Varmahlíð þar sem atriði okkar vakti mikla lukku., segir Sveinn. -Eins megum við ekki gleyma söngdeildinni sem var með tónleika í Árgarði 5. maí og var kvöldið tileinkað Shubert og Mozart. Þar komu fram 11 nemendur söngdeildar auk gestasöngvara. Það má því ætla að þarna hafi komið fram hátt í 16 manns á glæsilegum tónleikum þar sem Kristján söngkennari las upp sögur úr Tofraflautunni sem sungið var i kringum. Á þessum tónleikum var húsfyllir áhorfenda. Það má þvi segja að söngkennsla hér hafi verið í miklum blóma en með fyrirhuguðum niðurskurði þá er búið að loka á möguleika þeirra sem hér hafa stundað söngnám að ljúka sínu námi, segir Sveinn. Þrátt fyrir niðurskurð þá er mjög góð aðsókn í nám við skólann fyrir næsta vetur og útlit fyrir að nemendur skólans verði um 300 talsins. Strengjatónleikar i Frímúrarahúsinu 17. maí. Fteynir Snær Magnússon og Birgir Þór Ingvarsson lengu styrki. Blásarasveit á nemendatónleikum 11. mai i Frímúrarahúsinu.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.