Feykir


Feykir - 04.06.2009, Síða 9

Feykir - 04.06.2009, Síða 9
22/2009 Feykir 9 Matjurtaræktun viróist ætla aö veróa tískuæói þetta sumarió og seljast alls kyns matjurtir og fræ sem aldrei fyrr. Feykir heimsóttijónínu Friöriksdóttur, Laugarmýri, og fékk nokkur góó ráó vió geró matjurtargarós. Góð ráó við matjurtaræktun Ræktaöu garöinn þinn í sumar Hér er tekið dæmi um það hvað hægt er að rækta mikið 12 m2 garði: 1. Gulrætur40 stk og radísur 10 stk á 0.25 m2 2. Dill 2 stk, blaðsalat 5 stk, klettasalat 5 stk, spínat 2 stk og steinselja 2 stk. á 0.25 m2 3. Rauðrófur 1 stk og blaðlaukur 10stká0.5m2 4. Hnúðkál 8 stká 0.5 m2 5. Gulrófur 5 stk, spergilkál 5 stk og kínakál 3 stk á 1 m2 6. Blómkál 5 stk og grænkál lstká 0.5 m2 7. Hvítkál 5 stk, rauðkál 5 stk, blöðruká/ 2 stk og rósakál 4 stká 3 m2 8. Kartöflur, 33 grös á 5 m2 (u.þ.b. 2 kg afútsæði) 9. Rabarbari, 1 planta á 1 m2 Aðspurð segir Jónína að flestar plöntur séu þannig að hægt sé að gróðursetja þær með 25 - 30 cm miUibili og því sé þumalfingurs reglan 9 plöntur á fermetrann. Þó þurfi sumar plöntur meira pláss, svo sem hvitkál, meðan aðrar plöntur þurfi minna pláss svo sem rófur, blómkál og spergilkál. Eins þurfi kartöflur svolítið pláss og eigi til að vaxa yfir aðrar plöntur. Það sé því gott að hafa örlitla fjarlægð milli kálplantna og kartaflna. En hvenær skyldi var í lagi að planta þessu út? -Núna um mánaðarmótin mátti byrja á því eða um leið og hætt er að búast við næturfrosti. En til þess að ná sem bestum árangri er gott að breiða akríldúk yfir plönturnar þegar þær hafa verið gróður- settar. Með þeirri aðferð þroskast plönturnar hraðar og fyrr. Nú eru alls kyns óvinir sem leggjast á kálplöntur svo sem sniglar og kálflugur. Hvemig er best að eiga við þessa óværu? - Sniglum er meinilla við sand og því má hefta för þeirra með því að strá sand ofan á matjurtagarðinn. Eins er hægt að setja kalk í kringum beð og milli plantna sem honum er meinilla við. Hvað kálfluguna varðar þá er hægt að fá í Garðheimum dúk til þess að setja yfir plönturnar sem kál- flugan kemst ekki í gegnum. Eins er hægt að setja þétt akríldúk yfir plönturnar þannig að kálflugan komist ekki undir hann. Lokaráðið er síðan að eitra fyrir flugum og sniglum. Einhver góð ráð við gróðursetningu plantnanna? -Já, það er að gróðursetja þær örlítið dýpra en þær voru í pottinum sem þær koma í. Bæði nær þá rótin í betri raka neðan úr jörðinni aukþess sem plantan verður stöðugri eftir því sem rótin er dýpra niður. Síðan er um að gera að bera yfir beðið blákorn nú eða skít sem er alltaf allra bestur. ( TÖLVUPÓSTURINN ) Kristín Jónsdóttir, er sjúkraliöi og starfaði á heilbrigóisstofnuninni í mörg ár en hóf síóan íslenskunám í fjarkennslu viö HÍ. Fór svo suöur og kláraði þaó nám. í dag vinnur Kristín hjá Héraösskjalasafninu sem verkefnisstjóri yfir verkefnum fyrir Þjóóskjalasafn íslands. Ferðir um Sturlungaslóóir Auk þess sem hún var að Ijúka mastersnámi í hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ nú í vor, sem er ástæða þess að hún er einnig verkefnisstjóri hjá hópnum sem kallar sig Á Sturlungaslóð en mastersverkefnið verður gefið út síðar í sumar. Að verkefninu stendur hópur áhugsamra einstaklinga, fyrirtæki í ferðaþjónustu og stofnanir í Skagafirði en hópurinn hlaut í fyrra haust veglegan styrk hjá Gáttum. Feykir forvitnaðist örlítið um verkefnið. Hvað heitir verkefnið? -Verkefnið heitir Á Sturlungaslóð en það voru reyndar Ásbimingar sem fóru með héraðsvöldin í Skagafirði á þessum tíma. Hverjir standa að þvf? -Hópur áhugasamra einstaklinga, fýrirtæki í ferðaþjónustunni og stofnanir í Skagafirði. Hvenær varð þessi félagsskapur til? í fyrra haust í tengslum við styrkjaverkefni hjá Gáttum, verkefnið hlaut veglegan styrk. Hvert er markmið hans? -Að gera sögufræga staði Sturlungaaldar aðgengilega og bjóða uppá leiðsagnir um þá. Hvenær hyggist þið hefja "sýni- legt" starf ykkar? -20. júní fer verkefnið formlega af stað með fyrstu ferðunum sem boðið verður uppá. Þá verður gönguferð frá Haugsnesi, þar sem fram fór mannskæðasti bardagi íslandssögunnar og endað í Rugumýri þar sem Eyjólfur ofsi reyndi að brenna Gissur Þorvaldsson inni. Einnig verður rútuferð um bardagastaðina, byrjað á Víðimýri, þá farið á Örlygsstaði, Haugsnes og endað í Rugumýri. Einnig er áformað að hlaða stóra vörðu á Haugsnesi til minningar um bardagann og gera göngustígfrá Rugumýrarkirkju upp að Virkishól þar sem em friðlýstar minjar frá Sturlungaöld. Hvemig verður starfinu háttað? -Boðið verður uppá ferðir með leiðsögnum allar helgar frá 20. júní til 22. ágúst. 15. ágúst verður síðan viðburðadagur þar sem ýmislegt verður gert til skemmtunar, dagskrá verður í Miðgarði, ferðir með leiðsögnum og til stendur að vígja stóran róðukross á Róðugmnd við bæinn Syðstu-Gmnd. Um kvöldið verður blótað að hætti miðaldamanna í Miðgarði. Reynt verður að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta þannig að hún höfði til allra aldurshópa. Ferðirnar sem boðið er uppá em mislangar, ein þeirra endar t.d. í messu í Víðimýri. Það verður einnig boðið uppá stóran söguhring þar sem farið er með rútu um fjörðinn og síðasta ferðin er löng gönguferð sem hefst á Örlygsstöðum og endar í Rugumýri. Er eitthvað farið að bóka í þessar ferðir ykkar? -Nei það er ekki byrjað en farið er að spyrjast fyrir um þær. Hægt verður að bóka sig í upplýsingamiðstöðinni ÍVarmahlíð frá miðjum júní. Gerið þið ráð fyrir að ferðimar höfði meira til útlendinga eða á að reyna að lokka hinn íslenska ferðamann á Sturlungaslóðir? -Við erum einungis með ferðir í boði fyrir íslendingana sjálfa í sumar, ákváðum að byrja á því og sjá hvemig áhuginn væri og bæta þá við næsta sumar ferðum fyrir útlendinga. Er von á einhvers konar útgáfu í tengslum við verkefnið ? -Við munum gefa út bæklinga um staðina sem við byrjum á núna í sumar. Það er annars vegar kort þar sem merktar verða inn gönguleiðir og hins vegar saga þeirra í stuttu máli. Eitthvað að lokum? -Ég hvet heimamenn til að koma í ferðir með okkur og njóta útiverunnar á Sturlungaslóðum.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.