Feykir


Feykir - 20.08.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 20.08.2009, Blaðsíða 6
6 FeykJr 30/2009 Ingibjörg Kristín Jónsdóttir Frá barnaskóla Óslandshlíóar til háskóla í New York Þess/ drengur er fæddur i flúttamannabúðum sýrlenskra Kúrda sem flúðu yfir til Kúrdistan i Irak þegar sýrlenska lögreglan réðist inn á fótboltaleik, hófskothíð og drap á annað hundrað Kúrda. Kornuné móðir drengsins grét afgleði og stolti þegar þessi mynd var tekin. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir hefur ferðast víða um í hinum vestræna heimi og ekki síður í hinum austræna en Kúrdistan er henni einkar hugleikið. Hún stundar nú doktorsnám í New York þar sem hún rannsakar skólakerfið og bakgrunn þess hjá Kúrdum i Irak en Ingibjörg hefur sérhæft sig í kennslu barna minnihlutahópa í Noregi þar sem Kúrdar eru stór hópur. Markimidid er ad bera saman bakgrunn thessara barna og foreldra vid skolakerfid i nyja landinu. Ingibjörg ólst upp á Óslandi í Skagafirði og gekk í gamla barnaskólann sem staðsettur var í Hlíðarhúsinu til tólf ára aldurs. Þar undi hún hag sínum vel með skólasystkinum sínum en skólahald var ekki fyrir eldri nemendur þar svo hún lagði land undir fót og fór veturinn eftir til skyldmenna sinna og settist á skólabekk á Reykhólum og síðar á Steinsstöðum í Skagafirði. Landsprófið tók Ingibjörg svo frá Reykholtsskóla og þaðan lá leið hennar í Menntaskólann á Akureyri þar sem menntaskólaárin liðu fljótt með tilheyrandi ævin- týrum og þaðan útskrifaðist hún árið 1978. Eftir Menntaskólann sótti Ingibjörg um inngöngu í Kennara- háskólann þar sem hún útskrifaðist með kennarapróf upp á vasann 1982. -Eftir að ég útskrifaðist úr Kennaraskólanum var ég eitt ár að kenna í Reykjavík. Þá fór ég til Danmerkur í við- bótarnám í handavinnu- kennslu, segir Ingibjörg en hún átti eftir að sækja sér frekari handavinnumenntun í Noregi þar sem hún býr nú. En áður en það gerðist stofnaði Ingibjörg fjölskyldu og bjó og kenndi á Akureyri bæði við Verkmenntaskólann og Gler- árskóla á árunum 1989 til 1995. Kennaraverkfall Árið 1995 flutti Ingibjörg ásamt fjölskyldu til Noregs og fór að kenna við barnaskóla í austurborg Osló og kynntist þá fyrst börnum og fjölskyld- um með annan menningar- bakgrunn en þann vestræna. -Það var búið að vera langt og strangt kennaraverkfall á íslandi og ég var hvorki sátt við það né niðurstöðuna eftir vekfallið varðandi launin. Mig langaði alltaf út aftur og við fjölskyldan ákváðum að fara til Noregs þar sem ég fékk strax vinnu við kennslu, segir Ingibjörg sem undi hag sínum vel í Noregi meðan fjölskylda hennar stækkaði upp í íslenska vísitölustærð. Það var svo fyrir um 10 árum síðan að Ingibjörg ákvað að ná sér í mastersgráðu í sérkennslu frá háskóla í New Jersey og var þar meira og minna í eitt ár en hún kláraði námið á einu ári í stað tveggja. -Ég var gift á þessum tíma og það þótti mjög skrítið í Noregi að gift kona og móðir flytti milli landa til að fara í nám. íslendingar þekkja það vel en Norðmenn gera þetta ekki. Ingibjörg hélt áfram í sérkennslunni en mikill áhugi var hjá henni að fara í doktorsnám til New York. En nú voru tímar að breytast bæði hjá henni persónulega þar sem hún skildi við manninn sinn til margra ára og svo var heimurinn allur að breytast. -Ég var nýkomin til Banda- ríkjanna þegar 11. september rann upp með sínum hörmungum og allt snérist við í heiminum. Ég hætti þá við námið og snéri við. í mastersnáminu í New Jersey sérhæfði ég mig í sérkennslu barna minnihlutahópa með fleiri tungumál, segir Ingi- björg og á þar við börn innflytjenda eða afkomenda þeirra í Noregi en hún leggur áherslu á að hún vilji ekki nota orðið nýbúi þar sem það orð geti gefið ranga mynd af fólki. -Hvenær hættir fólk að vera nýbúi, spyr Ingibjörg og bendir á að flest börnin eru fædd í Noregi. Minnihluta- hópar i Bandaríkjunum hafa búið þar i margar kynslóðir og tala ekki endilega eigið tungumál. Fær vernd íraska forsetans Ingibjörg hefur verið virkur félagi í norska Verkamanna- flokknum og gegnir ýmsum störfúm þar og m.a. verið kennslufræðilegur ráðgjafi. í þeirri vinnu hefur hún ferðast mikið til Miðausturlanda og sér í lagi til Kúrdistan. Árið 2005 var farin ferð á vegum Verkamannaflokksins þar sem heimsótt voru lönd og borgir í þessum heimshluta en megintilgangur var að koma á einhverju sambandi við Kúrda sem dreifast um Sýrland, írak, íran og Tyrkland. írak er eina landið sem opinberlega við- urkennir Kúrdistan en þar í landi hafa Kúrdar haft sjálfstæði síðan 1992 þó það sé ekki algerlega sjálfstætt ríki. Að sögn Ingibjargar hefur náðst góður árangur í þessum ferðum og góð tengsl skapast þó það geti verið hættulegt fyrir Kúrda í öðrum löndum en írak að hafa samskipti við fólk af Vesturlöndum. Það fréttist skömmu eftir veru þeirra í Sýrlandi að leiðtogi Kúrda þar í landi sem þau hittu að máli hvarf stuttu síðar. -Hann fannst síðar og var þá látinn en bar þess merki að hafa verið pyntaður til dauða. Við töldum að við hefðum sloppið óséð framhjá opin- berum aðilum en mann- réttindi þessa þjóðflokks eru fótum troðin og þeim er ekki leyft að hafa nein slík samskipti vid aðrar þjóðir. Þegar Ingibjörg og hennar sam- starfsmenn heimsækja Kúrdistan i írak þá fylgja þeim hermenn og lífverðir hvert sem þau fara og eru þau þar góðir gestir kúrdísku ríkis- stjórnarinnar og forseta íraks (sem er Kúrdi), enda segist Ingibjörg ekki vera hrædd við að ferðast á þessum slóðum. En hvað skyldi hafa komið Ingibjörgu mest á óvart í heimsóknum hennar til Kúrdistan? -Það er mjög erfitt að svara því. Það var eiginlega allt. Ég hélt ég myndi vita eitthvað um landið og fólkið en komst að því að ég vissi nánast ekki neitt. Það eru allt öðruvísi reglur og siðir sem getur verið erfitt að átta sig á en hvar sem við komum eru móttökurnar einstaklega góðar og fólk virðist hamingjusamt þrátt fyrir hörmungar. Heimilisofbeldi og heiðursdráp eru skelfilega algeng og konur hafa lítil sem engin réttindi. Konur i Irak eru hins vegar frjálslega klæddar miðað við kynsystur þeirra í íran þar sem þær verða að vera með höfúðklúta og í síðum svörtum kuflum samkvæmt lögum. Kurdískir búningar eru mjög litríkir og höfúðklútarnir hluti af þeim og þessari menningu eins og lopaflíkur á íslandi. Margar konur hafa háar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.