Feykir


Feykir - 20.08.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 20.08.2009, Blaðsíða 9
30/2009 Feykir 9 ( TÖLVUPÓSTURINN ) Margrét Björk Arnardóttir er nýráöin náms- og starfsráögjafi hjá Farskóla Noröurlands vestra meö aösetur á Sauðárkróki. Staóa Margrétar er langþráð stööugildi hjá Farskólanum og veröur spennandi aö fylgjast meö störfum hennar. Feykir sendi Margréti tölvupóst of forvitnaóist örlítiö um hana sjálfa og ekki síöur starfiö nýja. Allir fullorðnir velkomnir í ráögjöf Hver er konan? -Ég er fædd á Siglufirði, gekk í grunnskóla á Hofsósi og í Menntaskóla á ísafirði. Ég bjó erlendis í 8 ár en flutti heim í ársbyrjun 2002, fyrst í Kópavoginn en haustið 2002 á Sauðárkrók, en hér hef ég búið síðan, nema frá sé dregið þau tvö ár sem ég fór suður. Égergift Ragnari Einarssyni múrara frá Hamri í Hegranesi og eigum við tvær dætur 3 og 5 ára. Ég á einnig tvo stjúpsyni sem eru 16 og 19 ára. Hver er þinn bakgrunnur? - Ég er menntaður félagsráðgjafi frá Den Sociale Hojskole í Odense og náms- og starfsráðgjafi frá Háskóla íslands. Ég stunda masternám við Hl í náms- og starfsráðgjöf. Ég hef starfað sem náms- og starfsráðgjafi frá árinu 2002 fyrst við Árskóla á Sauðárkróki og s.l. tvö ár við Breiðholtsskóla. Ég hef starfað sem félagsráðgjafi, bæði hjá Félagsþjónustu Kópavogs og greiningar- og ráðgjafadeild sveitarfélagsins Odense. Ég hef einnig starfað sem leiðbeinandi í leik- og gmnnskóla, þjónn, fiskvinnslukona, blaðamaður og fleira. Nú ert þú komin í nýtt starf, hvernig leggst það í þig? -Þetta leggst mjögvel í mig. Móttökurnarsem ég hef fengið hafa verið alvegfrábærar og margir hafa þegar komið að máli við mig til að forvitnast um starfið og þjónustuna. í hverju mun starf þitt verða fólgið? -Starfi mínu má í raun skipta í þrennt. Náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum, náms- og starfsráðgjöf fyrir háskólanema og náms- og starfsráðgjöf lyrir almenning. Á vinnustöðum er markmiðið að hvetja fólk til símenntunar og auka þannig þekkingu og færni starfsmanna, hvetja til starfsþróunar og auka starfsánægju. Háskólanemar hafa aðgang að fræðslu og ráðgjöf um vinnubrögð í háskólanámi, aðstoð við skipu- lagningu, lestraráætlanir og annað í þeim dúr. Almenningur getur síðan fengið ráðgjöf og upplýsingar til að auðvelda ákvarðanatöku vegna náms- og starfsvals. Ég veiti m.a. upplýsingar um nám og störf og aðstoða við að finna námsleiðir og starfsvettvang við hæfi. Það skal skýrt tekið fram að öll þjónusta náms- og starfsráðgjafa er þátttakendum að kostnaðarlausu. Getur hver sem er leitað til þín eða hvernig virkar þetta? -Markhópur farskólans eru fullorðnir, svo allir sem tilheyra þeim markhópi em velkomnir í ráðgjöf. Nú langar marga að láta gamlan draum rætast og setjast aftur á skólabekk en það er alltaf eitthvað sem stoppar. Hvað segir þú um það?- Við þurfum öll að takast á við óteljandi hindranir í lífinu. Ef við bíðum endalaust eftir nákvæmlega rétta augnablikinu til að gera það sem okkur langar til er ansi líklegt að það komi ekki. Það sem mestu máli skiptir er að fá aðstoð við skipulagningu og undirbúning og vita út í hvað maður er að fara. Ef fólk á við námserfiðleika að stn'ða og hefur slæma upplifun af skólakerfinu er nauðsynlegt að fá ráðgjöf og aðstoð. Einnig þarf að tryggja að fjölskyldan sé vel með á nótunum og svo er bara að láta drauminn rætast. Munt þú verða eingöngu með viðtöl á Sauðárkróki eða kemur þú til með að fara á milli staða? -Ég kem til með að bjóða upp á viðtöl á öllum starfestöðvum Farskólans, þ.e. á Skagaströnd, Blönduósi, Hvammstanga og Siglufirði. Eitthvað að lokum? -Ég vil hvetja alla sem eru að velta fýrir sér að fara í nám eða á námskeið, skipta um starf eða horfa fram á starfslok að nýta sér þá þjónustu sem náms- og starfsráðgjöf í Farskólanum hefur uppá að bjóða. Allar nánari upplýsingar um náms- og starfsráðgjöfina er að finna á heimasíðu farskólnas www.farskolinn.is undir hlekknum þjónusta og ráðgjöf. Byrðuhlaupið 2009 Guömundur Elí hljóp hraðast Byrðuhlaup Ungmenna- félagsins Hjalta var haldið í fyrsta sinn laugardaginn 15. ágúst síðast hðinn á dögum Hólahátíðar. Hlaupið var frá Grunnskólanum að Hólum sem leið lá eftir vegum og göngustígum upp í Gvendarskál. Átta hlauparar tóku þátt og varð Guðmundur Elí Jóhanns- son fyrstur í mark á tímanum 34:09 mínútum. -Það var gaman að fylgjast með hversu kappsamir þátt- takendur voru og kepptust þeir um farandbikarinn en hlaupið verður árlegt og því um að gera fyrir áhugasama að byrja að æfa fyrir næsta ár, segir Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir hjá UMFH. Ungmennafélagið Hjalti vill koma á framfæri bestu þökkum til Claudiu, Eyrúnu, Önnu Guðrúnu, LOju Rún og Gumma fyrir ómetanlega aðstoð við undirbúning og framkvæmd hlaupsins. Guömundur Elítekur viö bikarnum úr höndum Jóhanns Bjamasonar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.