Feykir


Feykir - 22.10.2009, Qupperneq 11

Feykir - 22.10.2009, Qupperneq 11
39/2009 Feykir 11 ( MATGÆOINGAR VIKUNNAR ) Elvar og Sigríöur kokka Humarfyllt nauta- lund í byrjun vetrar Að þessu sinni eru það Elvar Már Jóhannsson og Signður Ósk Bjarnadóttir á Sauðárkróki sem koma með uppskriftir vikunnar. Humarfyllt nautalund og Daim ostakaka er á boðstólnum. Elvar og Sigríður skora á Björgvin Jónsson og Gyðu Mjöll Níelsdóttir Waage, Brekkugötu 5 á Sauðárkróki, að koma með næstu uppskrift AÐALRÉTTUR Humarfyllt nautalund 1 nautalund 6 til 12 humarhalar 1 chili 2 msk. maískom 10 gr. graslaukur Salt ogpipar Aðferð: Saxið humarinn í grófa bita en finsaxið graslauk og chili. Hrærið saman ásamt maískornunum. Skerið í lundina langsum og fyllið með humarblöndunni. Gott er að binda utan um lundina og loka sárinu. Steikið lundina eða grillið. EFTIRRÉTTUR Daim ostakaka 16 stk. Haust hafrakexkökur 125 gr. brœttsmjör 400 gr. rjómaostur 120 gr. flórsykur 250gr. Daim kúlur eða Daim súkkulaði (brytjað) 'A l rjómiþeyttur Aðferð: Hrærið haffakexið og smjörið saman, setjið í lausbotna form og þjappið kexinu vel í botninn og út í kantana. Látið kólna í u.þ.b. 30 mín. Hrærið saman rjómaostinum og flórsykrinum, bætið þeytta rjómanum út í og síðan Daim kúlunum. Þessu er hellt yfir botninn. Gott er að láta kökuna bíða í smá stund í ísskáp eða á köldum stað fyrir ff amreiðslu. Verði ykkur að góðu! Dagur atvinnulífsins á Blönduósi Kraftinn þarf aó virkja Frumkvöðlakraftur og hugmynda- flug einkenndi vel heppnaðan Dag atvinnulífsins sem haldin var á Blönduósi í síðustu viku. Sérstakir gestir voru Þorsteinn Sigfússon hjá Nýsköpunarmiðstöð og Einar Bárðarson, hugmyndasmiður og athafnamaður. Þá var Léttitækni á Blönduósi veitt verðlaun við þetta tækifæri sem fýrirtæki ársins á Norðurlandi vestra. Dagskráin hófst á ávarpi formanns SSNV og af því loknu tók Guðrún Helgadóttir, deiidarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum við stjórn fundarins. Fyrirtækin ísaumur, Vilkó, Léttitæki, Nes listamiðstöð og saumastofan Þing voru tilnefnd til Hvatningarverðlauna SSNV atvinnuþróunar. Fyrirtækin kynntu starfsemisínaogforsvarsmennþeirra fóru yfir stöðu og framtíðarhorfur. Þorsteinn Ingi Sigfusson forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar flutti erindi sem bar yfirskriftina "Nýsköpun á krepputímum". í erindi sínu kom Þorsteinn víða við um hlutverk og gildi nýsköpunar og varpaði fram skemmtilegum hugmyndum um nýja atvinnustarfsemi í Húnavatnssýslum og Skagafirði. Einar Bárðarson "Umboðsmaður íslands" og ímyndarsmiður flutti erindi um uppbygginu ímyndar og tók skemmtileg dæmi úr eigin reynslubanka og tengdi við viðfangsefnið. Að loknum framsögum voru pallborðsumræður undir stjórn Líneyar Árnadóttur, forstöðumanns Vinnumálastofnunar á Norður- landi vestra. I pallborði sátu auk frummælenda, Aldolf H. Berndsen oddviti á Skagaströnd og framkvæmdastjóri Marska, Hugmyndaþingið var vel sótt. Elín Lindal, formaður stjórnar SSNV og Jakob Jónsson hjá Léttitækni. Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi og stjórnarformaður Vaxtarsamnings Norðurlands vestra og Elín R. Líndal formaður stjórnar SSNV og framkvæmdastjóri For- svars á Hvammstanga. Líflegar umræður urðu um atvinnumál og nýsköpun á Norðurlandi vestra. Voru fundarmenn sammála um að það sem kannski vantaði einna helst upp á hér á svæðinu væri aukinn Vikló ojjPrima kynntu breiða vörulinu fyrirtækisins.. kraítur í markaðssetningu þess sem vel er gert. Virkja betur þann mikla frumkvöðlakraft sem þó er að finna á svæðinu. Að lokum voru Hvatningarverð- laun SSNV atvinnuþróunar árið 2009 afhent en verðlaunin hlaut Léttitækni á Blönduósi.. Fyrirtækið er í eigu Jakobs Jónssonar og Katrínar Líndal á Blönduósi og er stofnað árið 1995. Léttitækni sérhæfir sig í framleiðslu og innflutningi á tækjum til að létta dagleg störf og auka afköst, allt frá léttum vögnum og trillum upp í stóra sérhæíða lyftara. Fyrirtækið hefur frá upphafi haft það að megin markmiði að framleiða og flytja inn vörur til að létta störf og auka afköst starfsmanna í íslenskum fyrirtækjum. Þessi tæki eru nefnd "léttitæki" og af því er nafn fyrirtækisins dregið. Þá er fyrirtækið umsvifamikið í framleiðslu og uppsetningu hillukerfa. Léttitækni hefur sýnt fram á að fyrirtæki í sérhæfðri framleiðslu geta náð góðum árangri með starfsemi á landsbyggðinni. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa lagt áherslu á vöruþróun með það að markmiði að mæta síbreytilegum þörfum markaðarins. Fyrirtækið hefur vaxið mildð síðustu misseri ekki síst vegna opnunar söludeildar í Reykjavík og aukinnar áherslu á innflutning. Fékk Jakob af þessu tilefni afhentan verðlaunagrip sem að þessu sinni er tréskurðarverk gert af Hrefnu Aradóttir handverks- og listakonu á Blönduósi. Gripurinn er skorinn út í Húnvetnskan alaskavíði á fæti úr lerkisneið. Hvatningatverðfaun SSNV hafa áður verið veitt eftirtöldum aðiium: Árið 2008 - Sjávarleður á Sauðárkróki. Árið 2007 - Siglufjarðar Seigur - bátasmiðja. Árið 2006 - Forsvar ehf á Hvammstanga. Árið 2004 - Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Árið 2003 - Háskólinn á Hólum. Árið 2002 - Síldarminjasafnið á Siglufirði. Árið 2001 - Hestamiðstöðin Gauksmýri. Árið 2000 - Vesturfarasetrið á Hofsósi. Árið 1999 - Kántrýbær á Skagaströnd. Á milli 60-70 manns sóttu Dag atvinnulí fsins og vilj a fulltrúar SSN V kom á framfæri þakklæti til allra þeim sem komu að undirbúningi á einn eða annan hátt og vonast til að sjá sem flesta að ári liðnu.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.