Feykir - 12.11.2009, Qupperneq 5
42/2009 Feykir 5
Vísindi: Feykir mun á næstu mánuöum birta
kynningar á þeim fyrirtækum og stofnunum sem
stunda vísindarannsóknir á Norðurlandi vestra. Viö
höldum nú áfram aó kynna til leiks þau fyrirtæki og
stofnanir sem taka munu þátt í
kynningunni. Kynningar vísindafólksins munu síóan
birtast á þriggja vikna fresti eftir þaö.
Eflum alla dáö!
framfæri.Verið tekur einnig þátt í
SAUÐÁRKRÓKUR (frh.) rannsóknarverkefnum.
Veiðimálastofnun [4-5]
www.veidimal.is
Veiðimálastofnun
sinnir rannsókn-
um á ám og
vötnumográðgjöf
um nýtingu þeirra.
Einnig vinnur stofnunin að selarann-
sóknum, rannsóknum á lífsferlum
laxfiska í sjó og fisktegundum
sem nýta sér ósasvæði og eiga
þannig vistfræðilegt samspil við
ferskvatnstegundir. Á Norðurlandi
starfa nú 4 sérfræðingar í starfsstöð
á Sauðárkróki og einn í tengslum við
hana við Selasetrið á Hvammstanga.
Umhverfið þitt
Þann l.desember
2008 var stofnuð
sjálfseignarstofn-
unin UMHVERFIÐ
ÞITT SES. Stofn-
unin hefur
það markmið
að stuðla að því að Skagafjörður
verði í fararbroddi þegar kemur að
umhverfismálum, að þar verði m.a.
miðstöð menntunar og rannsókna á
sviði umhverfisfræða á íslandi; með
stuðningi við rannsóknir, kennslu
og útgáfu námsefnis því tengdu.
Fjölbreytt verkefni verða unnin í
samvinnu við einstaklinga, fyrirtæki
og stofnanir.
Verið - Vísindagarðar
www.veridehf.is
Markmiðið er að
reka kennslu- og
rannsóknarað-
stöðu ásamt því
að skapa aðstöðu og vettvang til
samstarfs milli vísindamanna og
fyrirtækja á sviði nýsköpunar og
frumkvöðlastarfsemi. í Verinu koma
saman frumkvöðlar og fræðimenn
sem leitast við að rannsaka og
finna ný tækifæri og koma þeim á
V.
VERIÐ
Vísindagarðar
> Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
Háskólans á Hólum er til húsa í
Verinu (sjá umfjöllun um skólann
undir Hólar í Hjaltadal).
> Matís [4]
www.matis.is
/ * v
I Líftæknismiðju
Matís ohf. er
sérhæfð rann-
sóknastofa á sviði
líftækni og lífefna
og vinnslusalur þar
semtilraunaverksmiðjalceproteinehf.
hefur aðstöðu. Á rannsóknastofunni
er unnið að mælingu á lífvirkum
eiginleikum lífefna úríslenskri náttúm.
í vinnslusalnum er m.a. aðstaða til
að einangra og þurrka prótein. Unnið
er með íslenskt hráefni s.s. fisk og
mysu. Stefnan er m.a. að þróa nýjar
vörur sem hafa heilsubætandi áhrif.
> lceProtein [2]
I ce p róte i n
ficepratein ehf er í eigu
V RSK Seafood
hf og Matís ohf og er afsprengi
rannsóknastarfs Matís á eiginleikum
og nýtingamiöguleikum fiskipróteina.
Helstu viðfangsefni lceprótein
ehf hafa verið þróun einangraðra
próteina, bæði blautpróteina
til notkunar í unnar afurðir og
þurrkaðra próteina fyrir heilsu- og
fæðubótamarkað. Þótt prótein úr
fiski hafi verið meginviðfangsefnið
hingað til er einnig horft til annars
hráefnis. Sérstaklega er horft til
nýtingaraukaafurða í matvælavinnslu
og horfir lceprótein til náins samstarf
við matvælafyrirtækin í Skagafirði um
verðmætaaukningu á þessu sviði.
> Nýsköpunarmiðstöð
íslands [2]
www.nmi.is
Impra veitir öllum
fmmkvöðlumoglitlum
og meðalstórum
fyrirtækjum leiðsögn, sama í hvaða
atvinnugrein þau starfa, hvort heldur
á sviði iðnaðar, sjávarútvegs eða
annarra greina íslensks atvinnulífs.
Á Sauðárkróki er rekin starfsstöð
Impm, sem til viðbótar hefðbundnum
handleiðsluverkefnum vinnur að
sérverkefnum innan trefjaiðnaðar,
orkumála og að sjálfsögðu að
uppbyggingu FAB LAB smiðju á
Sauðárkróki.
SKAGASTRÖND
Biopol [5]
. _ . Stefnumið BioPol,
y^JjJOPOl sjávarlíftækni-
* ' seturs, byggja á
þremur meginstoðum:
I. Rannsóknir á lífriki Húnaflóa með
það að leiðarljósi að auka þekkingu
á vistkerfi hans og landgmnnsins við
ísland. Á þessum rannsóknum verður
byggð markviss leit að auknum
nýtingarmöguleikum auðlinda sjávar.
II. Rannsóknir á vettvangi líftækni,
nýsköpun og markaðssetning á
afurðum líftækni úr sjávariífvemm.
III. Fræðsla, á háskólastigi, ítengslum
við fyrrgreindar rannsóknir.
Menningarráð
Norðurlands vestra [ij
www.ssnv.is
tá Zé Ifl Hlutverk menning-
* ® ■ ■ arráðs er að efla
menningarstarf á Norðurlandi
vestra og beina stuðningi ríkis
og sveitarfélaga við slíkt starf í
einn farveg. Auk þess að úthluta
verkefnastyrkjum þá er áhersla
lögð á samstarf, nýsköpun og
þróunarstarf í menningarmálum og
menningarferðaþjónustu.
HOFSÓS
Vesturfarasetrið
á Hofsósi [5]
www.hofsos.is
- Vesturfarasetrið
VESTURFARASETRIÐ ^ þjÓnUStU" Og
tengslamiðstöð
fyrir fólk af íslenskum ættum sem
búsett er í Norður Ameríku. Hlutverk
setursins er ma. að fræða almenning
um ferðir íslendinga tíl Vesturheims,
safna heimildum um málefnið,
starfrækja ættfræðiþjónustu og
viðhalda góðu sambandi við
afkomendur fólks af íslensku bergi
brotið í Kanada og Bandaríkjunum.
ÍSVEITINNI!
Byggðasafn
Skagfirðinga [4]
www.skagafjordur.is
Safnið safnar
munum og
heimildum um líf og
sögu Skagfirðinga
og miðlar
upplýsingum um
þann menningararf
í formi sýninga og útgáfu.
Rannsóknir og útgáfa skipa stóran
sess í starfsemi safnsins. Má þar
nefna sagnfræðilegar rannsóknir,
rannsóknir tengdar torfi og fomum
byggingaarfi, munum, þjóðfræði
og minjaumhverfinu. Fomleifadeild
hefur verið starfrækt við safnið
síðan 2003 og er höfuðhiutverk
hennar að stunda frumrannsóknir í
fomleifafræði á Norðurlandi vestra
með áherslu á starfssvæði safnsins.
Ætlunin er að skapa þekkingagrunn í
héraði með áherslu á fmmrannsóknir
á menningararfinum með sem
víðtækustu samstarfi við aðila sem
einnig stunda slíkar rannsóknir.
HVAMMSTANGI
Selasetur íslands [3]
www.selasetur.is
■ AtTU R ls,.
Rannsóknadeild
Rannsókna- og
fræðasetur um
seli við ísland og
náttúrutengda
ferðaþjónustu.
setursins sinnir
ýmsum rannsóknav-erkefnum, bæði
innlendum og alþjóðlegum, en að
auki heldur setrið útí fræðslusýningu
um seli og árlegum listsýningum.
Setrið sinnir einnig margs konar
ráðgjöf.
BLÖNDUÓS
Háskólasetur Háskólans á
Hólum á Blönduósi [2]
Setrið var stofnað
fyrr á árinu. Þar
eru stundaðar
rannsóknir á sviði
strandmenningar
og hafíss á
Norðurslóðum og á sviði textílfræða.
Við setrið skal stutt við uppbyggingu
hvers kyns rannsókna- og
fræðslustarfa í héraðinu. Starfsemi
setursins tengist ferðamáladeild
Háskólans á Hólum.
Textílsetur íslands ses [ í ]
www.textilsetur.is
Setrið er til húsa f
Kvennaskólanum
á Blönduósi.
Stofnuninni er
ætlað að efla
rannsóknir á
íslenskum textíliðnaði og menntun
í textíliðnaði, handverki á sviði
klæðagerðar og textíllistum og skapa
fræði- og listafólki starfsaðstöðu
og aðstöðu fyrir vettvangsnám
háskólanema. Jafnframt að vera
alþjóðlegt fræðasetur sem heldur
ráðstefnur, málþing og námskeið um
textíl á eigin vegum og annara.
Hafíssetur
www.blonduos.is/hafis/
OHafíssetrið á
Blönduósi var
stofnað árið 2006
og hefur það að
markmiði
að miðla fróðleik og upplýsingum um
hafís og norðurslóðir. Helstu
frumkvöðlar að stofnun setursins vom
Veðurstofa Islands,
Náttúrufræðistofnun íslands og Þór
Jakobsson, veðurfræðingur ásamt
Blönduósbæ. Hafíssetrið erstaðsett í
Hillebrandtshúsi á Blönduósi sem
er talið eitt af elstu húsum landsins.
Hafíssetrið stendur fyrir
ráðstefnum og er samstarfsaðili að
Háskólasetrinu á Blönduósi.
Háskólinn á Hólum____________________
Nemendur Sjávarútvegsskóla SÞ
Nemendur við Háskóiann á Hólum.
Fimm nemendur úr Sjávar-
útvegsskóla Háskóla
Sameinuóu þjóðanna dvelja
á Hólum nú f vetur og
stunda nám í fiskeldis- og
fiskalíffræðideild. Við
Sjávarútvegsskólann stunda
19 nám hérlendis og völdu
fimm að sérhæfa sig á
Hólum.
Þetta er í annað sinn sem
hingað kemur hópur til svo
langrar dvalar. í gegnum árin
hafa nemendur Sjávarútvegs-
skólans notið kennslu og
leiðsagnar sérfræðinga við
Háskólann á Hólum þó í
minna mæli sé.
Á myndinni eru frá vinstri:
Godfrey Kawooya Kubiriza
frá Úganda, Isac Abel
Chirindza frá Mozambík,
Cletus Feyeh frá Kamerún,
Adeleen Cloete frá Suður-
Afríku og Belemane Semoli
frá Suður-Afríku.