Feykir - 12.11.2009, Side 6
6 Feykir 42/2009
Hafsteinsstaðir er ræktunarbú Skagafjarðar 2009
Spennandi tímar í
hrossaræktinni
Skapti Steinbjörnsson ásamt Isaki stóöhestsefni á 4. vetur.
Fyrir skömmu var haldin uppskeruhátíð hestamanna í Skagafirði og þar veittar viðurkenningar
fyrir hin ýmsu afrek hestamennskunnar. Sem ræktunarbú Skagafjarðar 2009 urðu Hafsteinsstaðir
fyrir valinu en þar ráða ríkjum Hildur Claessen og Skapti Steinbjörnsson. Þau eiga þrjá syni
Steinbjörn Arent, Jdn Hauk og Skapta Ragnar. Hvað sýslar þú í dag?
-Það hefur gengið vel, það
verður að segja það, segir
Skapti þegar hann er spurður
hvernig árið hafi verið hjá þeim
hjónum. -Þessi viðurkenning
eru útreikningar á árangri
kynbóta og keppnishrossa á
íslandsmótum í hestaíþróttum,
heimsmeistaramótin og
landsmótin eru tekin inn í
líka þegar þau eru, en telur
eitthvað misjafnlega. Þetta
er aldurstengt þannig að það
telur meira þegar yngri hross
ná árangri í kynbótadómi.
Frá Hafsteinsstöðum hafa
komið mörg hross sem náð
hafa langt og Skapti verið
þekktur knapi í gegn um tíðina
og þau hafa mikinn áhuga á
hestamennskunni. -Það hefur
alltaf verið áhugi til staðar á
hrossum. Þetta byggist á því
að rækta og ala upp hrossin
og þá er spennandi að temja
þau líka. Kannski er það eitt
af mikilvægustu atriðunum
í hrossaræktinni að þekkja
hrossin sín frá upphafi, fylgjast
með þeim frá því að þau eru
folöld og þangað til við byrjum
að temja þau. Feykir er okkar
fyrsta hross sem verður eitthvað
þekkt og nær verulegum
árangri og það hafa komið
undan honum mörg góð hross
sem heldur nafni hans á lofti
en hann er vel þekktur utan
landsteinanna þar sem fjöldi
hrossa undan honum hafa farið
út. Svo er hægt að nefna Fána
og Huga en þeir eru stóðhestar
sem hafa náð langt. Það hafa
komið mörg keppnishross
undan Feyki og Fána og svo
fékk Hugi heiðursverðlaun
fyrir afkvæmi á Landsmótinu
2006 en Fáni var hæst dæmda
kynbótahrossið á landinu
Í995. En það eru sveiflur í
þessu. Stundum gengur vel
og stundum ekki. Hjá þeim
Skapta og Hildi fæðast frá
átta og upp í tólf folöld á ári
svo það er eitthvað í að líta í
tamningunum. Temur þú allt
sjálfur?
-Við byrjum yfirleitt á þessu
sjálf, það hefur nú verið þannig
en aðeins höfúm við sent hross
í burtu í framhaldsþjálfun en
það hefúr nú ekki verið mikið.
Það hefúr verið svona eitt og eitt
hross, segir Skapti en þau eru
ekki ein. -Síðasta vetur var Egill
Bj arnason yngri hj á okkur og var
út maí þá kom Skapti Ragnar og
tók við og var í sumar. Egill kom
í október þegar Skapti Ragnar
fór aftur suður í Sandhólaferju
að temja. Hann er að ná sér í
meiri reynslu og svo er stefnt á
Hólaskóla eftir því sem ég best
veit.
Hvernig er verkaskiptingin á
búinu? -Hún er einföld, ég ræð
segir Hildur og hlær og Skapti
tekur undir og segir að þá sé
ekki um annað að ræða en að
hlýða. -En í alvöru er ekkert
skýr verkaskipting þannig.
Ég kannski byrja meira með
hrossin en svo hjálpumst við
með þetta þegar þau eru lengra
komin, segir Skapti en bætir
við að Hildur sjái alfarið um
tölvumálin. -Þau eru nú svo
sem ekki mikil en það þarf að
svara fyrirspurnum en umsjón
með heimasíðunni okkar
hafsteinsstadir.is hefur Svava
Jensdóttir, við reynum að hafa
hana lifandi, segir Hildur.
-Sala á hrossum fer töluvert
í gegnum heimasíðuna og
koma margar fyrirspurnir,
svo er mikið hringt og spurt
hvort við eigum til hross sem
henta viðkomandi. Svo eru
einhverjir sem skoða hrossin í
Feng þannig að þessi mál verða
að vera í lagi. -En það má
eiginlega segja að langflestir
sem kaupa, koma á staðinn og
prófa hrossin en þá hefúr að
sjálfsögðu verið einhver forsaga
að því ýmist í gegnum tölvu
eða síma. Hildur er dugleg að
taka myndir og þá sendum við
þær til viðkomandi kaupenda.
Langmest er spurt eftir
keppnishrossum alla vega hér
hjá okkur, hross sem geta farið
í íþrótta- og gæðingakeppni og
skeið, segir Skapti en þau hafa
reynt að selja mest tamin hross
en verið að opna meira fyrir
sölu á ótömdum hrossum þar
sem eftirspumin hefúr aukist
eftir þeim. -Á hverju ári selst
eitthvað svoleiðis og þá aðallega
vel ættaðar unghryssur.
Reyndar fara alltaf eitt og eitt
hesttryppi líka og seldum við
veturgamalt hesttryppi undan
Rökkva frá Hárlaugsstöðum
nú um mánaðarmótin.
Tuttugu og fimm hross
eru á járnum í hesthúsinu á
Hafsteinsstöðum í dag og flest
úr heimaræktuninni og nóg
að gera. -Núna erum við með
fimm hross fyrir aðra en höfum
samt lítið gert af því en þá er
það aðallega eitthvað okkur
tengt. Haustmánuðirnir er sá
tími þar sem fólk er að leita sér
að hrossum sem það ætlar að
vera með eftir áramót. Svo eru
einhverjir farnir að leita fýrir
sér með hross fyrir Landsmót
á næsta ári. Það komu ungar
stúlkur hér í gær að leita
sér að hesti en þær ætla að
reyna að komast á Landsmót,
önnur í unglingaflokk en hin
í ungmennaflokk þannig að
það er metnaður hjá fólki. í
miðri kreppu skyldi maður
ætla að eftirspurn eftir hestum
minnkaði. Hefúr það ekki
reynst svo? -Eðlilega áttum
við von á að svokölluð kreppa
myndi setja stærra strik í
reikninginn, en maður finnur
engan mun frá því í fyrra, segir
Skapti. -Það er minna spurt
um þæga fjölskylduhesta, en
eftirspurn eftir keppnis- og
kynbótahrossum hefúr síst
minnkað.
Eru þið með einhver hross
sem þið stefnið með á
Landsmót? -Jú, jú, er maður
ekki alltaf að gera sér vonir,
segir Skapti og hlær. Það eru
hross sem gekk ágætlega með
í sumar og við vonum að geti
bætt sig á næsta ári. Það gekk
vel með Hróarskeldu til dæmis
á Kaldármelum, svo Gæfa
klárhryssan hennar Hildar
sem reyndar veiktist s.l.vor en
er komin í lag núna, og svo eru
nokkur tryppi sem okkur líst
vel á. Ungir graðhestar, Bláskjár
undan Dimmblá og Sær frá
Bakkakoti og svo tveir folar
undan Kjarna frá Þjóðólfshaga,
Isak undan Gnoð og Hárekur
undan Sýn, svo eru tveir aðrir,
Hrólfur og Hamar báðir undan
Hróari. Tvær hryssur undan
Smára og ein undan Adam og
svo erum við með eina hryssu
sem við byrjuðum með í fyrra
sem er undan Kylju gömlu og
Hvin frá Egilsstaðakoti. Þetta
eru þau hross sem komin eru
af stað og ef allt gengur vel
stefnum við á að sýna þau í vor,
segja Skapti og Hildur.
Þrátt fyrir að nú sé rekið
myndarlegt hrossabú á
Skapti ásamt Huga 15vetra gömlum ÍHeiðursverðlaunaafhendingunni LM2006.
Hafsteinsstaðahópurinn sem vann Ræktunarbúkeppnina á LM2006.