Feykir - 12.11.2009, Page 10
10 Feykir 42/2009
Mergjaðir kroppar og magnað rapp
Menningarkvöld NFNV
Menningarkvöld NFNV var haldið
fimmtudaginn 5. nóvember.
Mætingin var alveg framúrskarandi
og húsið fylltist. Kynnar kvöldsins
voru Birgir Þór Guðmundsson og
Helga Sjöfn Pétursdóttir og stóðu
þau sig framúrskarandi vel og voru
m.a. með lagið „Gestalistinn“ sem
Ingó og veðurguðirnir gerðu frægt,
en voru þau með frumsaminn texta
í laginu þar sem ýmsir nemendur og
velunnarar skólans komu fram -
þetta vakti mikla lukku rneðal
áhorfenda í sal.
Dómarar kvöldsins í dragi og bodypaint
voru Auður frá Capello, Árni Gísli frá
Húsi Frítímans, Erla Einars förð-
unarfræðingur, Guðbrandur Ægir
listamaður og Obba frá snyrtistofunni
Wanitu. Dómararnir stóðu frammi
íyrir því að dæma þau 3 lið sem tóku
þátt í dragshowinu og heil 12 lið sem
tóku þátt í bodypaint.
Jón Þorsteinn byrjaði kvöldið og
sýndi snilli sína í harmonikkuleik og
lék 2 lög sem vöktu mikla kátínu
áhorfenda. Næst var komið að draginu
og þar vann hópurinn „Bylgja og
fórnarlömbin1. Bylgja er mjög indæl
og gjafmild stúlkukind. Henni fmnst
mj ög gaman aðspreðaástog umhyggj u
á alla sem hún umgengst og þar af
sérstaklega karldýrinu, eins og stendur
í dagskránni.
Næst stigu Hugrún Lilja og Fúsi á
svið og tóku lögin „Sunday Morning"
og „Use somebody". Næst á dagskrá
var nýr liður þetta árið og var það
ljóðalestur en Hildur Sólmundsdóttir
las upp frumsamið ljóð sem hún samdi
eftir þá reynslu að hafa farið til
Danmerkur á tónleika. Eftir ljóða-
lesturinn kom atriði frá kennurum við
FNV og var það mjög svo skemmtilegt
glæru-show þar sem kennararnir voru
skemmtilega persónugervðir.
Næst á dagskránni var aðalatriði
kvöldsins en það er bodypaint keppnin.
Þar voru veitt verðlaun íyrir frumlegasta
atriðið, 3. sæti, 2. sæti og 1. sæti.
Hópurinn sem hreppti verðlaunin fyrir
frumlegastaatriðiðvar„Prestaflokkarnir
24“ og þemað þeirra var „tónlist". í 3.
sæti var hópurinn „Buck Angel“ og
þemað þeirra var „haute couture“. í 2.
sæti var hópurinn „Grjónin“ og þemað
þeirra var „Asía“. Seinast en ekki síst þá
lenti hópurinn „Séra Jón“ í 1. sæti með
þemað „Grísk stríðsgyðja á leið sinni
heim úr stríðinu“.
Þar sem svo mörg lið voru að keppa í
bodypaint þetta árið rappaði Sveinn
Rúnar 2 frumsamin lög, þ.á.m.
vinningslagið úr Rimnaflæði 2008 í litlu
hléi sem gert var á keppninni.
Meðan dómnefndin var að gera upp
hug sinn spilaði stórhljómsveitin
Fúsaleg Helgi fyrir áhorfendur.
Vinningarnir voru gefnir frá ýmsum
íyrirtækjum í bænum og vill NFNV
þakka þeim fyritækjum kærlega fyrir
stuðninginn.
Söngleikurinn
Sódóma Reykjavík
Frumsýning á leikritinu Sódóma
Reykjavik er flmmtudaginn 19. nóv-
ember. Miðasala byrjar mánudaginn
16. nóvember.
Tekið verður á móti pöntunum í
síma 455 8070 og 843 9130 kl. 16:20
til 19:30 alla daga fram að loka-
sýningu.